Handbolti

Viggó marka­hæstur í eins marks tapi

Siggeir Ævarsson skrifar
Viggó í leik með Erlangen á síðasta tímabili.
Viggó í leik með Erlangen á síðasta tímabili. Erlangen

Viggó Kristjánsson átti stórleik fyrir Erlangen í kvöld í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta þegar liðið tók á móti Göppingen.

Viggó var langmarkahæstur í liði Erlangen með níu mörk, en næstu menn á blaði skorðu fjögur. Viggó bætti einnig við sjö stoðsendingum.

Hann kom Erlangen einu marki yfir, 27-26, með marki úr víti, en góður lokakafli hjá gestunum tryggði þeim að lokum eins marks sigur, 28-29.

Andri Már Rúnarsson var einnig í liði Erlangen í dag og skoraði eitt mark. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×