„Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 6. september 2025 20:19 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, var með skýr skilaboð til ríkisstjórnarinnar á fundinum í dag. vísir/viktor freyr Fyrrverandi utanríkisráðherra krafðist þess á fjöldafundi í dag að ríkisstjórnin slíti öllu sambandi við Ísrael. Kona frá Palestínu segir daginn í dag hafa verið tilfinningaþrunginn en fjölmargir komu saman á Austurvelli. Margmenni kom saman hér í Reykjavík í dag og sex öðrum bæjarfélögum á fjöldafundum undir yfirskriftinni Þjóð gegn þjóðarmorði til að krefjast aðgerða frá stjórnvöldum vegna ástandsins á Gaza. Fundir fóru jafnframt fram á Ísafirði, Egilsstöðum, Akureyri, Stykkishólmi, Húsavík og Hólmavík samtímis en 185 félög stóðu fyrir mótmælunum. Tæp tvö ár eru síðan Hamas gerði árás á Ísrael þann sjöunda október 2023 en síðan þá hefur geisað stanslaus hernaður Ísraelshers á Gaza og tugir þúsunda verið myrtir og hungursneyð og mannúðarkrísa hefur ríkt á svæðinu. Ísraelski herinn hefur bætt verulega í árásir undanfarið og ætlar sér að hertaka Gaza-borg. Íbúum var í dag gert að yfirgefa borgina. Í spilaranum hér að ofan má sjá svipmyndir frá mótmælunum við Austurvöll í dag en Ragnheiður Maísól Sturludóttir, einn skipuleggjenda, segir ákall Íslendinga eftir aðgerðum aldrei hafa verið skýrar. „Ég get ekki neitað því hvað við erum mörg komin saman hér á Austurvelli og auðvitað víðar um land. ÉG veit að það eru fleiri þar um land allt.“ Ertu vongóð um að stjórnvöld muni hlusta á ykkur eftir þessi mótmæli? „Ég held að þau eigi ekki margra kosta völ núna. Við viljum aðgerðir strax, við viljum ekki fleiri innantóm orð.“ Ragnheiður Maísól Sturludóttir, einn skipuleggjenda mótmæla.vísir/viktor freyr Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi utanríkisráðherra, tók til máls á fundinum og krafðist þess að stjórnvöld slíti sambandi við Ísrael. Finnst þér vinnubrögð utanríkisráðuneytisins og ríkisstjórnarinnar gagnrýnisverð hingað til? „Nei við skulum bara horfa til framtíðar. Ríkisstjórnin er að hittast núna og ræða aðgerðir vegna þjóðarmorðs á Gaza og ég vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta. Ég myndi til dæmis vilja sjá það að við drögum okkur úr fríverslunarsamningi EFTA við Ísrael. Við eigum að stöðva viðskipti við Ísrael sem hafa því miður frekar verið að aukast heldur en hitt.“ Fida Abu Libdeh, palestínskur tæknifræðingur og frumkvöðull, sem hefur búið hér á landi frá sextán ára aldri sagði að um tilfinningaþrunginn dag væri að ræða. Fida Abu Libdeh, palestínskur tæknifræðingur og frumkvöðull.vísir/viktor freyr „Þegar ég var að skrifa ræðuna mína þá var ég að taka út það sem ég treysti mér ekki til að segja því þetta er mjög erfitt og það er rosa erfitt að horfa á þetta. Ég tek þetta mjög nærri mér. Allir sem eru komnir hér í dag samþykkja ekki þetta þjóðarmorð. Það skiptir öllu máli fyrir fólk í Palestínu að vita hver stendur með þeim og vita af okkur í dag. Það gefur þeim styrk til að halda áfram.“ Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Margmenni kom saman hér í Reykjavík í dag og sex öðrum bæjarfélögum á fjöldafundum undir yfirskriftinni Þjóð gegn þjóðarmorði til að krefjast aðgerða frá stjórnvöldum vegna ástandsins á Gaza. Fundir fóru jafnframt fram á Ísafirði, Egilsstöðum, Akureyri, Stykkishólmi, Húsavík og Hólmavík samtímis en 185 félög stóðu fyrir mótmælunum. Tæp tvö ár eru síðan Hamas gerði árás á Ísrael þann sjöunda október 2023 en síðan þá hefur geisað stanslaus hernaður Ísraelshers á Gaza og tugir þúsunda verið myrtir og hungursneyð og mannúðarkrísa hefur ríkt á svæðinu. Ísraelski herinn hefur bætt verulega í árásir undanfarið og ætlar sér að hertaka Gaza-borg. Íbúum var í dag gert að yfirgefa borgina. Í spilaranum hér að ofan má sjá svipmyndir frá mótmælunum við Austurvöll í dag en Ragnheiður Maísól Sturludóttir, einn skipuleggjenda, segir ákall Íslendinga eftir aðgerðum aldrei hafa verið skýrar. „Ég get ekki neitað því hvað við erum mörg komin saman hér á Austurvelli og auðvitað víðar um land. ÉG veit að það eru fleiri þar um land allt.“ Ertu vongóð um að stjórnvöld muni hlusta á ykkur eftir þessi mótmæli? „Ég held að þau eigi ekki margra kosta völ núna. Við viljum aðgerðir strax, við viljum ekki fleiri innantóm orð.“ Ragnheiður Maísól Sturludóttir, einn skipuleggjenda mótmæla.vísir/viktor freyr Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi utanríkisráðherra, tók til máls á fundinum og krafðist þess að stjórnvöld slíti sambandi við Ísrael. Finnst þér vinnubrögð utanríkisráðuneytisins og ríkisstjórnarinnar gagnrýnisverð hingað til? „Nei við skulum bara horfa til framtíðar. Ríkisstjórnin er að hittast núna og ræða aðgerðir vegna þjóðarmorðs á Gaza og ég vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta. Ég myndi til dæmis vilja sjá það að við drögum okkur úr fríverslunarsamningi EFTA við Ísrael. Við eigum að stöðva viðskipti við Ísrael sem hafa því miður frekar verið að aukast heldur en hitt.“ Fida Abu Libdeh, palestínskur tæknifræðingur og frumkvöðull, sem hefur búið hér á landi frá sextán ára aldri sagði að um tilfinningaþrunginn dag væri að ræða. Fida Abu Libdeh, palestínskur tæknifræðingur og frumkvöðull.vísir/viktor freyr „Þegar ég var að skrifa ræðuna mína þá var ég að taka út það sem ég treysti mér ekki til að segja því þetta er mjög erfitt og það er rosa erfitt að horfa á þetta. Ég tek þetta mjög nærri mér. Allir sem eru komnir hér í dag samþykkja ekki þetta þjóðarmorð. Það skiptir öllu máli fyrir fólk í Palestínu að vita hver stendur með þeim og vita af okkur í dag. Það gefur þeim styrk til að halda áfram.“
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira