Innlent

Eygir vonar­neista í fyrsta sinn og mót­mæli um allt land

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
hádegisfréttir

Forstjóri PCC á Bakka segist eygja vonarneista í fyrsta sinn um langt skeið fyrir áframhaldandi rekstur fyrirtækisins í kjölfar ákvörðunar fjármálaráðuneytisins um að hefja rannsókn á meintu undirboði. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum.

Ísraelski herinn hefur fyrirskipað íbúum Gasaborgar að yfirgefa hana og halda í átt til Khan Younis, á suðurhluta Gasastrandarinnar. 

Boðað hefur verið til mótmæla, til stuðnings Palestínumönnum, um allt land og hafa mörg þúsund boðað komu sína.

Mikið er um að vera á Flúðum í dag þar sem fram fer uppskeruhátíð Hrunamanna. Hægt verður að versla nýupptekið grænmeti beint frá garðyrkjubændum og skoða ræktunaraðstöðu. 

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan tólf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×