Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar 7. september 2025 09:03 Sem afgönsk kona sem reynir að finna sinn stað í nýju samfélagi, ber ég í brjósti mér bæði sársauka heimalands míns og vonina um frjálsari framtíð. Afganskar konur eru þær þróttmestu í heimi. Við höfum lifað stríðsátök, sáran missi og skort, en aldrei misst trúna á mátt menntunar og tækifæranna sem hún veitir, né tapað reisn okkar. Systur mínar í Afganistan hafa verið sviptar réttinum til náms og vinnu og réttinum til að fara frjálsar ferða sinna um heimaborg okkar. Þær hafa verið sviptar réttinum til að taka ákvarðanir um eigið líf og framtíð. Það særir mig djúpu sári að horfa upp á heila kynslóð kvenna sviptar draumum sínum. Vegna þessa, held ég fast um drauma mína og nýti hvert tækifæri til frekari menntunar, því ég veit frá fyrstu hendi hverjar afleiðingarnar eru séu þau hrifsuð af manni. Ég er þakklát UN Women fyrir að standa enn með afgönskum konum og stúlkum. Staðfesta þeirra er okkur áminning um að jafnvel á myrkustu tímum, hefur alþjóðasamfélagið ekki gleymt okkur. Afganskar konur hafa ávallt verið hjarta þjóðarinnar; þær vernda fjölskyldur sínar, menningararf okkar og stappa í okkur stálinu jafnvel þegar allt umhverfis okkur hrynur. Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi. Ég vitna í orð Rumi: Upphefjið orð ykkar, ekki raust. Það er regnið sem fær blómin til að vaxa, ekki þrumuveðrið. Afganskar konur eru regnið; þöglar, staðfastar en fullar af lífsþrótti, tilbúnar til þess að umbreyta mótlæti í blómstur. Höfundur er afganskur læknir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Afganistan Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Sem afgönsk kona sem reynir að finna sinn stað í nýju samfélagi, ber ég í brjósti mér bæði sársauka heimalands míns og vonina um frjálsari framtíð. Afganskar konur eru þær þróttmestu í heimi. Við höfum lifað stríðsátök, sáran missi og skort, en aldrei misst trúna á mátt menntunar og tækifæranna sem hún veitir, né tapað reisn okkar. Systur mínar í Afganistan hafa verið sviptar réttinum til náms og vinnu og réttinum til að fara frjálsar ferða sinna um heimaborg okkar. Þær hafa verið sviptar réttinum til að taka ákvarðanir um eigið líf og framtíð. Það særir mig djúpu sári að horfa upp á heila kynslóð kvenna sviptar draumum sínum. Vegna þessa, held ég fast um drauma mína og nýti hvert tækifæri til frekari menntunar, því ég veit frá fyrstu hendi hverjar afleiðingarnar eru séu þau hrifsuð af manni. Ég er þakklát UN Women fyrir að standa enn með afgönskum konum og stúlkum. Staðfesta þeirra er okkur áminning um að jafnvel á myrkustu tímum, hefur alþjóðasamfélagið ekki gleymt okkur. Afganskar konur hafa ávallt verið hjarta þjóðarinnar; þær vernda fjölskyldur sínar, menningararf okkar og stappa í okkur stálinu jafnvel þegar allt umhverfis okkur hrynur. Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi. Ég vitna í orð Rumi: Upphefjið orð ykkar, ekki raust. Það er regnið sem fær blómin til að vaxa, ekki þrumuveðrið. Afganskar konur eru regnið; þöglar, staðfastar en fullar af lífsþrótti, tilbúnar til þess að umbreyta mótlæti í blómstur. Höfundur er afganskur læknir
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar