Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar 4. september 2025 10:03 Umfjöllun Kastljóss RÚV í fyrrakvöld um framkomu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar við innlenda gluggaframleiðendur hefur vakið verðskuldaða athygli. Í stuttu máli fjallaði þátturinn um að stjórnvaldið HMS er að ganga af innlendri gluggaframleiðslu dauðri vegna óbilgjarnrar kröfu um að gluggarnir séu CE-merktir, þ.e. standist samevrópskar kröfur, þótt þeir séu alls ekki ætlaðir til útflutnings. Íslenzk stjórnvöld hafa hins vegar ekki séð til þess að hér á landi sé faggiltur aðili, sem má skoða glugga og veita þeim CE-merkingu, þótt búnaðurinn sé fyrir hendi. Lítil og meðalstór fyrirtæki eru sett í þá ómögulegu stöðu að verða að sækja sér CE-vottun erlendis með gífurlegum tilkostnaði. Ella fá þau ekki að auglýsa vöru sína, er meinað að taka þátt í opinberum útboðum og yfir þeim vofir hótun um að framleiðsla verði stöðvuð. Hér er opinbera kerfið beinlínis að vinna gegn hagsmunum fyrirtækja með því að búa til kafkaískar skriffinnskuflækjur, sem engin leið er að komast út úr. CE-vottuð einangrun ekki leyfð á Íslandi Engu að síður ættu góðu fréttirnar hér þá að vera að byggingavörur með CE-vottun eigi greiða leið að markaðnum á Íslandi. Því miður er það alls ekki raunin. Félagsmaður í FA hefur þegar orðið fyrir tuga milljóna króna tjóni vegna þess að fyrirtækinu hefur verið synjað um byggingarleyfi fyrir pólsk einingahús, með vísan til þess að HMS telji einangrunina í þeim ekki standast íslenzka byggingarreglugerð hvað brunavarnir varðar. Einangrunin er engu að síður CE-vottuð og húsin í sölu athugasemdalaust víða um Evrópu, hafa m.a. verið reist í öllum hinum norrænu ríkjunum og reynzt vel. En tölvan segir nei hjá HMS. Framkvæmdastjóri hjá HMS sagði í Kastljósþættinum um tilgang CE-merkingarinnar: „CE-merktur gluggi hefur verið prófaður af faggiltri prófunarstofu og upplýsingar um eiginleikana hafa verið settar fram í stöðluðu skjali, sem er yfirlýsing um nothæfi, þar sem öllum er þá ljóst til hvers varan hentar.“ Akkúrat. Eins og innflutta CE-merkta einangrunin, sem HMS vill engu að síður ekki leyfa notkun á. Sú hugsun læðist óneitanlega að fólki að kerfið líti á það sem hlutverk sitt að þvælast fyrir atvinnurekstri, bara á þeim forsendum sem henta hverju sinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Umfjöllun Kastljóss RÚV í fyrrakvöld um framkomu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar við innlenda gluggaframleiðendur hefur vakið verðskuldaða athygli. Í stuttu máli fjallaði þátturinn um að stjórnvaldið HMS er að ganga af innlendri gluggaframleiðslu dauðri vegna óbilgjarnrar kröfu um að gluggarnir séu CE-merktir, þ.e. standist samevrópskar kröfur, þótt þeir séu alls ekki ætlaðir til útflutnings. Íslenzk stjórnvöld hafa hins vegar ekki séð til þess að hér á landi sé faggiltur aðili, sem má skoða glugga og veita þeim CE-merkingu, þótt búnaðurinn sé fyrir hendi. Lítil og meðalstór fyrirtæki eru sett í þá ómögulegu stöðu að verða að sækja sér CE-vottun erlendis með gífurlegum tilkostnaði. Ella fá þau ekki að auglýsa vöru sína, er meinað að taka þátt í opinberum útboðum og yfir þeim vofir hótun um að framleiðsla verði stöðvuð. Hér er opinbera kerfið beinlínis að vinna gegn hagsmunum fyrirtækja með því að búa til kafkaískar skriffinnskuflækjur, sem engin leið er að komast út úr. CE-vottuð einangrun ekki leyfð á Íslandi Engu að síður ættu góðu fréttirnar hér þá að vera að byggingavörur með CE-vottun eigi greiða leið að markaðnum á Íslandi. Því miður er það alls ekki raunin. Félagsmaður í FA hefur þegar orðið fyrir tuga milljóna króna tjóni vegna þess að fyrirtækinu hefur verið synjað um byggingarleyfi fyrir pólsk einingahús, með vísan til þess að HMS telji einangrunina í þeim ekki standast íslenzka byggingarreglugerð hvað brunavarnir varðar. Einangrunin er engu að síður CE-vottuð og húsin í sölu athugasemdalaust víða um Evrópu, hafa m.a. verið reist í öllum hinum norrænu ríkjunum og reynzt vel. En tölvan segir nei hjá HMS. Framkvæmdastjóri hjá HMS sagði í Kastljósþættinum um tilgang CE-merkingarinnar: „CE-merktur gluggi hefur verið prófaður af faggiltri prófunarstofu og upplýsingar um eiginleikana hafa verið settar fram í stöðluðu skjali, sem er yfirlýsing um nothæfi, þar sem öllum er þá ljóst til hvers varan hentar.“ Akkúrat. Eins og innflutta CE-merkta einangrunin, sem HMS vill engu að síður ekki leyfa notkun á. Sú hugsun læðist óneitanlega að fólki að kerfið líti á það sem hlutverk sitt að þvælast fyrir atvinnurekstri, bara á þeim forsendum sem henta hverju sinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun