Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 3. september 2025 20:02 Skólinn er einn mikilvægasti griðarstaður barna okkar. Þar eiga þau að finna öryggi, frið og fá rými til að þroskast, læra og vera í samskiptum við aðra. En með hraðri tækniþróun síðustu ára hafa skapast nýjar áskoranir fyrir okkur öll. Snjallsímar og samfélagsmiðlar hafa breytt lífi okkar og sérstaklega lífi barna og ungmenna. Þó að tækni opni margvísleg tækifæri fyrir nám og samskipti, vitum við að hún getur líka valdið truflun, aukið álag og jafnvel dregið úr vellíðan og námsárangri. Í dag eru engar miðlægar reglur hér á landi sem segja til um notkun síma, snjalltækja og samfélagsmiðla í grunnskólum. Það hefur leitt til þess að hver skóli setur eftir atvikum sínar eigin reglur, sem eru jafnvel mjög mismunandi. Sumir skólar hafa þegar tekið upp farsælar leiðir, og þá oft í virku samráði við börnin sjálf, eins og að takmarka símanotkun á skólatíma til að skapa meira rými fyrir félagsleg samskipti og einbeitingu. Reynslan af þessum aðgerðum hér heima hefur almennt verið jákvæð en bæði kennarar og foreldrar hafa séð nemendur ná meiri ró, meiri samskiptum sín á milli og betri árangri í námi. Við sjáum svipaðar niðurstöður frá öðrum löndum. Í Noregi og Svíþjóð hafa skólar víða sett reglur um takmarkanir á farsímanotkun og eiga þær að hafa stuðlað að bættri félagsfærni og auknum námsárangri. Það er komið að því að við samræmum og setjum skýrar reglur um síma, snjalltæki og samfélagsmiðla í skólum hér á landi, með að markmiði að bæta umhverfi og líðan nemenda og kennara. Ekki tæknibann Markmið okkar er ekki að banna tæknina heldur að nota hana á skynsamlegan og uppbyggilegan hátt. Með skýrum reglum viljum við tryggja jafnræði milli skóla, draga úr óvissu og stuðla að jákvæðu skólaumhverfi þar sem börn geta einbeitt sér að því sem skiptir mestu máli, að læra, þroskast og vera í samskiptum við aðra í raunheimum. Það er þó mikilvægt að muna að slíkar reglur verða að taka mið af fjölbreyttum þörfum og aðstæðum barna. Því verður gert ráð fyrir undantekningum, til dæmis fyrir börn með fötlun eða sérstakar þarfir, þar sem farsímar og tæki geta verið mikilvæg hjálpartæki. Skólinn á að vera griðarstaður fyrir öll börn, ekki bara sum. Þeirra skóli – þeirra líðan Í ágúst 2023 skipaði mennta- og barnamálaráðuneytið starfshóp sem hafði það hlutverk að móta leiðbeiningar um viðeigandi og örugga farsímanotkun í grunnskólum. Þar komu saman fulltrúar kennara, foreldra, skólastjórnenda, ungmenna, sveitarfélaga og fleiri haghafa. Í skýrsludrögum þess hóps kom m.a. fram að farsímar eiga almennt ekki erindi í grunnskóla í afþreyingartilgangi. Sérstaklega var samhljómur um að í 1.–7. bekk ætti notkun farsíma ekki að vera hluti af skólastarfi og að notkun samfélagsmiðla á skólatíma ætti alltaf að vera óheimil. Innan hópsins voru aftur á móti sjónarmið á móti algjöru símabanni í grunnskólum. Um þetta mál eins og flest, eru ýmsar ólíkar skoðanir og ljóst að vanda þarf til verka svo útfærsla reglna sem þessara nái markmiði sínu. Í þeirri vinnu verður lögð áhersla á samráð, við kennara og starfsfólk skóla en ekki síst ungmennin sjálf. Þetta er þeirra skóli, þeirra dagur og þeirra líðan sem við erum að verja og með því að taka þau með í ákvörðunarferlið, eins og frábær dæmi eru um að hafi verið gert í mörgum sveitarfélögum, byggjum við traust og ábyrgð sem mun hjálpa okkur að ná árangri. Sítengd án tengsla – meira saman án tækja Þó svo að reglur um notkun snjalltækja í skólum séu mjög mikilvægar er ekki síður mikilvægt að huga að því hvort notkun þeirra í öðrum víddum samfélags okkar, líka á heimilunum, sé börnum okkar og samfélaginu fyrir bestu. Sumir hafa sagt að í nútímasamfélagi séum við sítengd en oft án raunverulegra tengsla. Erum við raunverulega saman þegar síminn er við hönd? Foreldrar og aðrir í lífi barna skipta miklu máli sem fyrirmyndir barna í þessu samhengi og þá skiptir máli að stuðla að nauðsynlegri fræðslu um notkun snjallsíma og samfélagsmiðla. Nú höfum við einstakt tækifæri til að stilla saman strengi. Við getum skapað skýrar og sanngjarnar reglur sem styðja við börnin okkar, kennara þeirra og foreldra og skapað betra umhverfi. Skólinn á að vera griðarstaður, og það er okkar ábyrgð að tryggja að hann haldist það í heimi þar sem tæknin hefur sífellt meira vægi. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Símanotkun barna Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Skólinn er einn mikilvægasti griðarstaður barna okkar. Þar eiga þau að finna öryggi, frið og fá rými til að þroskast, læra og vera í samskiptum við aðra. En með hraðri tækniþróun síðustu ára hafa skapast nýjar áskoranir fyrir okkur öll. Snjallsímar og samfélagsmiðlar hafa breytt lífi okkar og sérstaklega lífi barna og ungmenna. Þó að tækni opni margvísleg tækifæri fyrir nám og samskipti, vitum við að hún getur líka valdið truflun, aukið álag og jafnvel dregið úr vellíðan og námsárangri. Í dag eru engar miðlægar reglur hér á landi sem segja til um notkun síma, snjalltækja og samfélagsmiðla í grunnskólum. Það hefur leitt til þess að hver skóli setur eftir atvikum sínar eigin reglur, sem eru jafnvel mjög mismunandi. Sumir skólar hafa þegar tekið upp farsælar leiðir, og þá oft í virku samráði við börnin sjálf, eins og að takmarka símanotkun á skólatíma til að skapa meira rými fyrir félagsleg samskipti og einbeitingu. Reynslan af þessum aðgerðum hér heima hefur almennt verið jákvæð en bæði kennarar og foreldrar hafa séð nemendur ná meiri ró, meiri samskiptum sín á milli og betri árangri í námi. Við sjáum svipaðar niðurstöður frá öðrum löndum. Í Noregi og Svíþjóð hafa skólar víða sett reglur um takmarkanir á farsímanotkun og eiga þær að hafa stuðlað að bættri félagsfærni og auknum námsárangri. Það er komið að því að við samræmum og setjum skýrar reglur um síma, snjalltæki og samfélagsmiðla í skólum hér á landi, með að markmiði að bæta umhverfi og líðan nemenda og kennara. Ekki tæknibann Markmið okkar er ekki að banna tæknina heldur að nota hana á skynsamlegan og uppbyggilegan hátt. Með skýrum reglum viljum við tryggja jafnræði milli skóla, draga úr óvissu og stuðla að jákvæðu skólaumhverfi þar sem börn geta einbeitt sér að því sem skiptir mestu máli, að læra, þroskast og vera í samskiptum við aðra í raunheimum. Það er þó mikilvægt að muna að slíkar reglur verða að taka mið af fjölbreyttum þörfum og aðstæðum barna. Því verður gert ráð fyrir undantekningum, til dæmis fyrir börn með fötlun eða sérstakar þarfir, þar sem farsímar og tæki geta verið mikilvæg hjálpartæki. Skólinn á að vera griðarstaður fyrir öll börn, ekki bara sum. Þeirra skóli – þeirra líðan Í ágúst 2023 skipaði mennta- og barnamálaráðuneytið starfshóp sem hafði það hlutverk að móta leiðbeiningar um viðeigandi og örugga farsímanotkun í grunnskólum. Þar komu saman fulltrúar kennara, foreldra, skólastjórnenda, ungmenna, sveitarfélaga og fleiri haghafa. Í skýrsludrögum þess hóps kom m.a. fram að farsímar eiga almennt ekki erindi í grunnskóla í afþreyingartilgangi. Sérstaklega var samhljómur um að í 1.–7. bekk ætti notkun farsíma ekki að vera hluti af skólastarfi og að notkun samfélagsmiðla á skólatíma ætti alltaf að vera óheimil. Innan hópsins voru aftur á móti sjónarmið á móti algjöru símabanni í grunnskólum. Um þetta mál eins og flest, eru ýmsar ólíkar skoðanir og ljóst að vanda þarf til verka svo útfærsla reglna sem þessara nái markmiði sínu. Í þeirri vinnu verður lögð áhersla á samráð, við kennara og starfsfólk skóla en ekki síst ungmennin sjálf. Þetta er þeirra skóli, þeirra dagur og þeirra líðan sem við erum að verja og með því að taka þau með í ákvörðunarferlið, eins og frábær dæmi eru um að hafi verið gert í mörgum sveitarfélögum, byggjum við traust og ábyrgð sem mun hjálpa okkur að ná árangri. Sítengd án tengsla – meira saman án tækja Þó svo að reglur um notkun snjalltækja í skólum séu mjög mikilvægar er ekki síður mikilvægt að huga að því hvort notkun þeirra í öðrum víddum samfélags okkar, líka á heimilunum, sé börnum okkar og samfélaginu fyrir bestu. Sumir hafa sagt að í nútímasamfélagi séum við sítengd en oft án raunverulegra tengsla. Erum við raunverulega saman þegar síminn er við hönd? Foreldrar og aðrir í lífi barna skipta miklu máli sem fyrirmyndir barna í þessu samhengi og þá skiptir máli að stuðla að nauðsynlegri fræðslu um notkun snjallsíma og samfélagsmiðla. Nú höfum við einstakt tækifæri til að stilla saman strengi. Við getum skapað skýrar og sanngjarnar reglur sem styðja við börnin okkar, kennara þeirra og foreldra og skapað betra umhverfi. Skólinn á að vera griðarstaður, og það er okkar ábyrgð að tryggja að hann haldist það í heimi þar sem tæknin hefur sífellt meira vægi. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar