Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar 3. september 2025 11:45 Brátt taka gildi hér á landi nýjar reglur um ráðningarsamband sem snúa annars vegar að reynslutíma og hins vegar að rétti starfsfólks til að taka að sér störf utan umsamins vinnutíma. Reglurnar byggja á tilskipun (ESB) 2019/1152 um gagnsæi og fyrirsjáanleg vinnuskilyrði, sem leggja ríkar skyldur á vinnuveitendur um að upplýsa starfsfólk um helstu skilmála ráðningar frá fyrsta degi. Að mati BHM er löngu tímabært að þessar reglur verði innleiddar á Íslandi. Reynslutími Reynslutími er lögmætt úrræði sem gerir báðum aðilum kleift að meta hvort ráðning standist væntingar. Vinnuveitandi fær tækifæri til að kanna hæfni og frammistöðu, en starfsfólk metur hvort starf, starfskjör og vinnuumhverfi séu viðeigandi. Hingað til hefur framkvæmd reynslutíma að mestu ráðist af ákvörðunum vinnuveitenda, sem endurspeglar sterkari samningsstöðu þeirra. Tilskipunin leitast við að jafna aðstöðumun með því að tryggja að skilyrði reynslutíma séu málefnaleg, fyrirsjáanleg og gagnsæ. Vinnuveitandi ber að upplýsa skriflega hvort ráðning sé bundin reynslutíma og tilgreina lengd hans og skilyrði. Þar gilda eftirfarandi meginreglur: Almenn regla: Reynslutími skal ekki vera lengri en sex mánuðir. Tímabundnar ráðningar: Lengd reynslutíma skal vera í samræmi við gildistíma samnings og eðli starfs. Endurnýjun: Óheimilt er að setja nýjan reynslutíma við endurnýjun samnings til sambærilegra starfa. Undantekningar: Heimilt er að ákveða lengri reynslutíma ef það er réttlætanlegt vegna eðlis starfs eða í þágu hagsmuna starfsmanns. Reynslutíma má framlengja ef starfsmaður þarf að vera frá vegna veikinda eða annarra lögmætra forfalla. Uppsögn: Vinnuveitandi skal upplýsa um þau sérákvæði sem gilda um uppsögn á reynslutíma. Í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins er aðeins gert ráð fyrir ráðningu til reynslu, án þess að kveðið sé á um hámarkslengd. Í framkvæmd hafa forstöðumenn stofnana ákveðið hann, oftast þrjá til sex mánuði, en stundum lengur. Nýju reglurnar setja því skýr mörk, auka fyrirsjáanleika og réttaröryggi án þess að skerða nauðsynlegt svigrúm stjórnenda. Sambærilegt fyrirkomulag er hjá sveitarfélögum. Hjá Reykjavíkurborg er almennt miðað við þriggja mánaða reynslutíma, með möguleika á framlengingu í allt að fimm mánuði í undantekningartilvikum. Á almennum vinnumarkaði hefur verið fylgt sömu meginreglum. Almennt hafa reglur um reynslutíma verið notaðar af ábyrgð, en með nýju tilskipuninni verður framkvæmdin skýrari og betur afmörkuð. Sérstaklega skiptir máli að vinnuveitendur þurfi að færa rök fyrir því ef ákveðið er reynslutími skuli vera lengri en sex mánuðir, þannig að forsendur fyrir þeirri ákvæði liggi ljósar fyrir og framkvæmdin gagnsæ. Staða starfsfólks í tímabundnum ráðningum er jafnframt styrkt og komið er í veg fyrir að það sé endurtekið sett á reynslutíma í sömu störfum eða verkefnum. Á því sviði reynir einnig á samspil við ákvæði laga um tímabundnar ráðningar sem banna misnotkun á því ráðningarformi. Reglurnar mynda þannig varnarmúr gegn misnotkun og tryggja jafnræði aðila. Samhliða störf Nýju reglurnar skerpa einnig á rétti starfsfólks til að taka að sér störf hjá öðrum aðilum utan umsamins vinnutíma. Vinnuveitendur munu ekki lengur geta bannað slík störf nema fyrir liggi málefnaleg og lögmæt rök, svo sem: vernd heilsu og öryggis starfsfólks, vernd viðskiptaleyndarmála, kröfur um óhlutdrægni í opinberri þjónustu, eða til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra. Óheimilt verður að mismuna starfsfólki í starfskjörum vegna slíkra starfa. Reglur af þessu tagi hafa lengi gilt á opinberum vinnumarkaði, en með nýju tilskipuninni verða þær samræmdar fyrir allt starfsfólk á íslenskum vinnumarkaði. Þetta er ekki hið sama og samkeppnisákvæði í ráðningarsamningum sem geta tekið gildi eftir lok ráðningar. Slík ákvæði lúta sértækum og ströngum skilyrðum til verndar atvinnufrelsi. Persónulegt gildissvið Tilskipunin nær til alls vinnumarkaðarins, bæði hins almenna og opinbera. Heimilt er að undanþiggja tiltekna hópa opinberra starfsmanna, en BHM telur engar ástæður til þess. Þvert á móti ber að tryggja jafna vernd fyrir allt starfsfólk, óháð starfsvettvangi. Löngu tímabært Tilskipunin var samþykkt í Brussel árið 2019 en ekki tekin upp í EES-samninginn fyrr en árið 2024. Að mati BHM hefur starfsfólk þurft að bíða óþarflega lengi eftir þessum sjálfsögðu réttarbótum. Brýnt er að stjórnvöld tryggi tafarlausa og fulla innleiðingu. Niðurstaða Nýju reglurnar setja skýr mörk um lengd reynslutíma, tryggja vernd gegn óréttmætum takmörkunum á samhliða störfum og ná yfir allan vinnumarkaðinn. Markmiðið er að starfsfólk viti frá fyrsta degi hvar það stendur, njóti atvinnufrelsis og eigi rétt á sanngjörnu og gagnsæju mati á frammistöðu sinni. Með innleiðingu tilskipunarinnar er lagður grundvöllur að traustari og réttlátari vinnumarkaði þar sem jafnræði, fyrirsjáanleiki og réttindi starfsfólks eru í forgrunni. BHM fagnar því að aðildarfélög þess fái betri verkfæri til að styðja við og þjónusta sitt félagsfólk. Höfundur er sérfræðingur í kjara- og réttindamálum hjá BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór 3003 Elliði Vignisson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Brátt taka gildi hér á landi nýjar reglur um ráðningarsamband sem snúa annars vegar að reynslutíma og hins vegar að rétti starfsfólks til að taka að sér störf utan umsamins vinnutíma. Reglurnar byggja á tilskipun (ESB) 2019/1152 um gagnsæi og fyrirsjáanleg vinnuskilyrði, sem leggja ríkar skyldur á vinnuveitendur um að upplýsa starfsfólk um helstu skilmála ráðningar frá fyrsta degi. Að mati BHM er löngu tímabært að þessar reglur verði innleiddar á Íslandi. Reynslutími Reynslutími er lögmætt úrræði sem gerir báðum aðilum kleift að meta hvort ráðning standist væntingar. Vinnuveitandi fær tækifæri til að kanna hæfni og frammistöðu, en starfsfólk metur hvort starf, starfskjör og vinnuumhverfi séu viðeigandi. Hingað til hefur framkvæmd reynslutíma að mestu ráðist af ákvörðunum vinnuveitenda, sem endurspeglar sterkari samningsstöðu þeirra. Tilskipunin leitast við að jafna aðstöðumun með því að tryggja að skilyrði reynslutíma séu málefnaleg, fyrirsjáanleg og gagnsæ. Vinnuveitandi ber að upplýsa skriflega hvort ráðning sé bundin reynslutíma og tilgreina lengd hans og skilyrði. Þar gilda eftirfarandi meginreglur: Almenn regla: Reynslutími skal ekki vera lengri en sex mánuðir. Tímabundnar ráðningar: Lengd reynslutíma skal vera í samræmi við gildistíma samnings og eðli starfs. Endurnýjun: Óheimilt er að setja nýjan reynslutíma við endurnýjun samnings til sambærilegra starfa. Undantekningar: Heimilt er að ákveða lengri reynslutíma ef það er réttlætanlegt vegna eðlis starfs eða í þágu hagsmuna starfsmanns. Reynslutíma má framlengja ef starfsmaður þarf að vera frá vegna veikinda eða annarra lögmætra forfalla. Uppsögn: Vinnuveitandi skal upplýsa um þau sérákvæði sem gilda um uppsögn á reynslutíma. Í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins er aðeins gert ráð fyrir ráðningu til reynslu, án þess að kveðið sé á um hámarkslengd. Í framkvæmd hafa forstöðumenn stofnana ákveðið hann, oftast þrjá til sex mánuði, en stundum lengur. Nýju reglurnar setja því skýr mörk, auka fyrirsjáanleika og réttaröryggi án þess að skerða nauðsynlegt svigrúm stjórnenda. Sambærilegt fyrirkomulag er hjá sveitarfélögum. Hjá Reykjavíkurborg er almennt miðað við þriggja mánaða reynslutíma, með möguleika á framlengingu í allt að fimm mánuði í undantekningartilvikum. Á almennum vinnumarkaði hefur verið fylgt sömu meginreglum. Almennt hafa reglur um reynslutíma verið notaðar af ábyrgð, en með nýju tilskipuninni verður framkvæmdin skýrari og betur afmörkuð. Sérstaklega skiptir máli að vinnuveitendur þurfi að færa rök fyrir því ef ákveðið er reynslutími skuli vera lengri en sex mánuðir, þannig að forsendur fyrir þeirri ákvæði liggi ljósar fyrir og framkvæmdin gagnsæ. Staða starfsfólks í tímabundnum ráðningum er jafnframt styrkt og komið er í veg fyrir að það sé endurtekið sett á reynslutíma í sömu störfum eða verkefnum. Á því sviði reynir einnig á samspil við ákvæði laga um tímabundnar ráðningar sem banna misnotkun á því ráðningarformi. Reglurnar mynda þannig varnarmúr gegn misnotkun og tryggja jafnræði aðila. Samhliða störf Nýju reglurnar skerpa einnig á rétti starfsfólks til að taka að sér störf hjá öðrum aðilum utan umsamins vinnutíma. Vinnuveitendur munu ekki lengur geta bannað slík störf nema fyrir liggi málefnaleg og lögmæt rök, svo sem: vernd heilsu og öryggis starfsfólks, vernd viðskiptaleyndarmála, kröfur um óhlutdrægni í opinberri þjónustu, eða til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra. Óheimilt verður að mismuna starfsfólki í starfskjörum vegna slíkra starfa. Reglur af þessu tagi hafa lengi gilt á opinberum vinnumarkaði, en með nýju tilskipuninni verða þær samræmdar fyrir allt starfsfólk á íslenskum vinnumarkaði. Þetta er ekki hið sama og samkeppnisákvæði í ráðningarsamningum sem geta tekið gildi eftir lok ráðningar. Slík ákvæði lúta sértækum og ströngum skilyrðum til verndar atvinnufrelsi. Persónulegt gildissvið Tilskipunin nær til alls vinnumarkaðarins, bæði hins almenna og opinbera. Heimilt er að undanþiggja tiltekna hópa opinberra starfsmanna, en BHM telur engar ástæður til þess. Þvert á móti ber að tryggja jafna vernd fyrir allt starfsfólk, óháð starfsvettvangi. Löngu tímabært Tilskipunin var samþykkt í Brussel árið 2019 en ekki tekin upp í EES-samninginn fyrr en árið 2024. Að mati BHM hefur starfsfólk þurft að bíða óþarflega lengi eftir þessum sjálfsögðu réttarbótum. Brýnt er að stjórnvöld tryggi tafarlausa og fulla innleiðingu. Niðurstaða Nýju reglurnar setja skýr mörk um lengd reynslutíma, tryggja vernd gegn óréttmætum takmörkunum á samhliða störfum og ná yfir allan vinnumarkaðinn. Markmiðið er að starfsfólk viti frá fyrsta degi hvar það stendur, njóti atvinnufrelsis og eigi rétt á sanngjörnu og gagnsæju mati á frammistöðu sinni. Með innleiðingu tilskipunarinnar er lagður grundvöllur að traustari og réttlátari vinnumarkaði þar sem jafnræði, fyrirsjáanleiki og réttindi starfsfólks eru í forgrunni. BHM fagnar því að aðildarfélög þess fái betri verkfæri til að styðja við og þjónusta sitt félagsfólk. Höfundur er sérfræðingur í kjara- og réttindamálum hjá BHM.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar