„Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Smári Jökull Jónsson skrifar 2. september 2025 14:03 Vilhjálmur og Szymon voru ánægðir með breytingarnar. Vísir/Lýður Valberg Nemendur í Garðaskóla fá að sofa lengur á mánudögum en fyrsta kennslustund mun ekki hefjast fyrr en korter í tíu á mánudögum í vetur. Nemendur eru ánægðir með breytinguna og skólastjórinn segir það verkefni heimilanna að sjá til þess að þessi aukatími nýtist í raun og veru í svefn. Þegar klukkan var langt gengin í tíu á mánudagsmorgun voru nemendur í Garðaskóla að mæta í skólann. Þeir voru hins vegar ekki að mæta of seint því í vetur fá þeir tækifæri til að sofa lengur alla mánudaga. Síðustu árin hefur kennsla í Garðaskóla hafist 8:10 á morgnanna en fyrir komandi skólaár var ákveðið að seinka skólabyrjun til 8:30 fjóra daga vikunnar. Á mánudögum mæta nemendur ekki fyrr en 9:45. „Verkefni sem heimilin þurfa að taka og fylgjast með“ Skólastjórinn segir segir viðbrögð foreldra, starfsfólks og ekki síst nemenda hafa verið jákvæð. „Það sem ég hef heyrt þá hafa þeir tekið þessu mjög vel. Er það ekki draumur hvers vinnandi manns að mæta seinna á mánudögum? Ég myndi halda það,“ sagði Jóhann Skagfjörð skólastjóri Garðaskóla en hann var þá nýkominn af kennarafundi. Kennarar mæta fyrr á mánudögum heldur en nemendur og nýta tímann þar til nemendur mæta í fundahöld. Jóhann Skagfjörð er skólastjóri Garðaskóla.Vísir/Lýður Valberg Jóann segir þá umræðu hafa komið upp hvort þessi aukatími á morgnanna verði í raun til þess að svefn nemenda aukist eða hvort þau muni einfaldlega fara seinna að sofa kvöldið áður. „Auðvitað og það er þá verkefni sem heimilin þurfa að taka og fylgjast með. Síðan er talað um að þessi líkamsklukka unglinga sé aðeins öðruvísi en okkar hinna, sérstaklega sem erum komin á miðjan aldur. Þetta ætti þá að vera aðeins meira í takt við hana.“ Ánægðir með breytingarnar en ekki að vera búin í skóla seinna á daginn Nemendurnir eru ekki í vafa um að aukinn svefn verði til hagsbóta. „Mér finnst þetta mjög þægilegt, þetta er eitthvað nýtt sem ekki hefur verið áður. Þetta er mjög „næs“ að vakna svona seint,“ sagði Szymon Mikolaj Borowski nemandi í skólanum. „Mér líður eins og annarri manneskju, ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur,“ bætti Vilhjálmur Vilhjálmsson við. Þessar stúlkur sögðu það galla við nýtt fyrirkomulag að vera búnar seinna á daginn í skólanum.Vísir/Lýður Valberg Einhverjir nefndu þó að það væri neikvætt að skóla lyki síðar á daginn í staðinn og þá ætla einhverjir að nýta tímann fyrir æfingar. „Við vorum að klára æfingu hérna áðan, það eru æfingar átta eða hálf níu fyrst skólinn byrjar svona snemma,“ sagði Úlfur Brynjar Kristjánsson. Alla fréttina úr Garðaskóla má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Skóla- og menntamál Garðabær Svefn Börn og uppeldi Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Ofsótt af ellihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Sjá meira
Þegar klukkan var langt gengin í tíu á mánudagsmorgun voru nemendur í Garðaskóla að mæta í skólann. Þeir voru hins vegar ekki að mæta of seint því í vetur fá þeir tækifæri til að sofa lengur alla mánudaga. Síðustu árin hefur kennsla í Garðaskóla hafist 8:10 á morgnanna en fyrir komandi skólaár var ákveðið að seinka skólabyrjun til 8:30 fjóra daga vikunnar. Á mánudögum mæta nemendur ekki fyrr en 9:45. „Verkefni sem heimilin þurfa að taka og fylgjast með“ Skólastjórinn segir segir viðbrögð foreldra, starfsfólks og ekki síst nemenda hafa verið jákvæð. „Það sem ég hef heyrt þá hafa þeir tekið þessu mjög vel. Er það ekki draumur hvers vinnandi manns að mæta seinna á mánudögum? Ég myndi halda það,“ sagði Jóhann Skagfjörð skólastjóri Garðaskóla en hann var þá nýkominn af kennarafundi. Kennarar mæta fyrr á mánudögum heldur en nemendur og nýta tímann þar til nemendur mæta í fundahöld. Jóhann Skagfjörð er skólastjóri Garðaskóla.Vísir/Lýður Valberg Jóann segir þá umræðu hafa komið upp hvort þessi aukatími á morgnanna verði í raun til þess að svefn nemenda aukist eða hvort þau muni einfaldlega fara seinna að sofa kvöldið áður. „Auðvitað og það er þá verkefni sem heimilin þurfa að taka og fylgjast með. Síðan er talað um að þessi líkamsklukka unglinga sé aðeins öðruvísi en okkar hinna, sérstaklega sem erum komin á miðjan aldur. Þetta ætti þá að vera aðeins meira í takt við hana.“ Ánægðir með breytingarnar en ekki að vera búin í skóla seinna á daginn Nemendurnir eru ekki í vafa um að aukinn svefn verði til hagsbóta. „Mér finnst þetta mjög þægilegt, þetta er eitthvað nýtt sem ekki hefur verið áður. Þetta er mjög „næs“ að vakna svona seint,“ sagði Szymon Mikolaj Borowski nemandi í skólanum. „Mér líður eins og annarri manneskju, ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur,“ bætti Vilhjálmur Vilhjálmsson við. Þessar stúlkur sögðu það galla við nýtt fyrirkomulag að vera búnar seinna á daginn í skólanum.Vísir/Lýður Valberg Einhverjir nefndu þó að það væri neikvætt að skóla lyki síðar á daginn í staðinn og þá ætla einhverjir að nýta tímann fyrir æfingar. „Við vorum að klára æfingu hérna áðan, það eru æfingar átta eða hálf níu fyrst skólinn byrjar svona snemma,“ sagði Úlfur Brynjar Kristjánsson. Alla fréttina úr Garðaskóla má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Skóla- og menntamál Garðabær Svefn Börn og uppeldi Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Ofsótt af ellihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Sjá meira