Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 1. september 2025 12:15 Nýtt örorku og endurhæfingarkerfi tekur gildi í dag og það er fagnaðarefni. Kerfið er einfaldara, réttlátara og hvetur fólk til þátttöku í atvinnulífi. Lögin sem leggja grunninn að breytingunum voru samþykkt 22. júní 2024 í tíð fyrri ríkisstjórnar, en Guðmundur Ingi Guðbrandsson, þá félags og vinnumarkaðsráðherra, mælti fyrir málinu. Þar var stigið stórt skref frá gamaldags nálgun yfir í kerfi sem horfir á getu og tækifæri hvers einstaklings. Sú nálgun er ekki tilviljun. Hún er stefna sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur markvisst boðað. Þegar Alþingi samþykkti lögin í júní í fyrra studdi Sjálfstæðisflokkurinn málið. Flokkur fólksins sat hjá í lokaatkvæðagreiðslu. Nú kynnir félags og húsnæðisráðherra úr þeim flokki reglugerðir sem hrinda kerfinu í framkvæmd. Það er gott að fleiri taki undir í dag og ráðherranum hafi snúist hugur, en upprunalegt frumkvæði, heildstæð stefna og áralöng barátta liggja hjá Sjálfstæðisflokknum. Pétur Blöndal heitinn benti snemma á vandann sem svokallað 75 prósent viðmið skapaði. Örlítið lægra mat gat þýtt verulega lakari réttindi. Slík uppsetning mótaði hvata í ranga átt og latti fólk frá þátttöku í atvinnulífi. Pétur kallaði eftir kerfi sem spyr fyrst og fremst hvað fólk getur. Hann setti málið ítrekað á dagskrá þingsins og mótaði um leið þá hugsun sem við fylgjum í dag. Þá sýn tóku fleiri úr okkar röðum upp og unnu áfram, meðal þeirra Óli Björn Kárason sem barðist fyrir starfsgetumati, sveigjanleika og virkum úrræðum. Ítrekað höfum við lagt áherslu á minna flækjustig, færri skerðingar og raunverulega hvatar til atvinnuþátttöku. Þetta er kjarninn í stefnu Sjálfstæðisflokksins í velferðarmálum. Að efla einstaklinginn, brjóta niður gildrur fátæktar og byggja undir aukin réttindi með því að láta kerfið umbuna getu og frumkvæði. Nú sjáum við þessa sýn verða að veruleika. Læknisfræðilegir þröskuldar víkja fyrir samþættu sérfræðimati sem metur heilsu, færni og aðstæður í heild. Hlutaörorkulífeyrir gerir fólki með skerta starfsgetu kleift að vinna eftir getu án þess að missa öryggi. Tekjutengingar dragast saman og frítekjumörk hækka svo það borgi sig að afla tekna. Sjúkra og endurhæfingargreiðslur tryggja samfellu meðan fólk er í meðferð eða endurhæfingu. Þjónustugátt og skýr samvinna milli stofnana hjálpa fólki að rata milli úrræða. Þetta er nálgun sem byggir á gildum Sjálfstæðisflokksins. Ábyrgð, frelsi og virðing fyrir mannlegri reisn. Verkefnið framundan er vönduð innleiðing. Kerfi er ekki gott fyrr en það virkar í reynd fyrir einstaklinginn. Það krefst gagnsærrar eftirfylgni, faglegrar þjónustu og þess að við betrumbætum kerfið jafnóðum. Við viljum að ungt fólk festist ekki varanlega utan vinnumarkaðar eftir veikindi eða slys. Við viljum að endurhæfing, menntun og ráðgjöf skili fólki aftur inn í samfélagið með styrk og sjálfstæði. Þar mun Sjálfstæðisflokkurinn standa vaktina. Nýja örorkukerfið er ekki endastöð heldur upphaf. Það er ávöxtur áralangrar stefnu og hugmynda sem Sjálfstæðisflokkurinn barðist fyrir. Við fylgjum því eftir af festu svo réttlæti standi, velferð virki og tækifæri nái til allra.´ Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Nýtt örorku og endurhæfingarkerfi tekur gildi í dag og það er fagnaðarefni. Kerfið er einfaldara, réttlátara og hvetur fólk til þátttöku í atvinnulífi. Lögin sem leggja grunninn að breytingunum voru samþykkt 22. júní 2024 í tíð fyrri ríkisstjórnar, en Guðmundur Ingi Guðbrandsson, þá félags og vinnumarkaðsráðherra, mælti fyrir málinu. Þar var stigið stórt skref frá gamaldags nálgun yfir í kerfi sem horfir á getu og tækifæri hvers einstaklings. Sú nálgun er ekki tilviljun. Hún er stefna sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur markvisst boðað. Þegar Alþingi samþykkti lögin í júní í fyrra studdi Sjálfstæðisflokkurinn málið. Flokkur fólksins sat hjá í lokaatkvæðagreiðslu. Nú kynnir félags og húsnæðisráðherra úr þeim flokki reglugerðir sem hrinda kerfinu í framkvæmd. Það er gott að fleiri taki undir í dag og ráðherranum hafi snúist hugur, en upprunalegt frumkvæði, heildstæð stefna og áralöng barátta liggja hjá Sjálfstæðisflokknum. Pétur Blöndal heitinn benti snemma á vandann sem svokallað 75 prósent viðmið skapaði. Örlítið lægra mat gat þýtt verulega lakari réttindi. Slík uppsetning mótaði hvata í ranga átt og latti fólk frá þátttöku í atvinnulífi. Pétur kallaði eftir kerfi sem spyr fyrst og fremst hvað fólk getur. Hann setti málið ítrekað á dagskrá þingsins og mótaði um leið þá hugsun sem við fylgjum í dag. Þá sýn tóku fleiri úr okkar röðum upp og unnu áfram, meðal þeirra Óli Björn Kárason sem barðist fyrir starfsgetumati, sveigjanleika og virkum úrræðum. Ítrekað höfum við lagt áherslu á minna flækjustig, færri skerðingar og raunverulega hvatar til atvinnuþátttöku. Þetta er kjarninn í stefnu Sjálfstæðisflokksins í velferðarmálum. Að efla einstaklinginn, brjóta niður gildrur fátæktar og byggja undir aukin réttindi með því að láta kerfið umbuna getu og frumkvæði. Nú sjáum við þessa sýn verða að veruleika. Læknisfræðilegir þröskuldar víkja fyrir samþættu sérfræðimati sem metur heilsu, færni og aðstæður í heild. Hlutaörorkulífeyrir gerir fólki með skerta starfsgetu kleift að vinna eftir getu án þess að missa öryggi. Tekjutengingar dragast saman og frítekjumörk hækka svo það borgi sig að afla tekna. Sjúkra og endurhæfingargreiðslur tryggja samfellu meðan fólk er í meðferð eða endurhæfingu. Þjónustugátt og skýr samvinna milli stofnana hjálpa fólki að rata milli úrræða. Þetta er nálgun sem byggir á gildum Sjálfstæðisflokksins. Ábyrgð, frelsi og virðing fyrir mannlegri reisn. Verkefnið framundan er vönduð innleiðing. Kerfi er ekki gott fyrr en það virkar í reynd fyrir einstaklinginn. Það krefst gagnsærrar eftirfylgni, faglegrar þjónustu og þess að við betrumbætum kerfið jafnóðum. Við viljum að ungt fólk festist ekki varanlega utan vinnumarkaðar eftir veikindi eða slys. Við viljum að endurhæfing, menntun og ráðgjöf skili fólki aftur inn í samfélagið með styrk og sjálfstæði. Þar mun Sjálfstæðisflokkurinn standa vaktina. Nýja örorkukerfið er ekki endastöð heldur upphaf. Það er ávöxtur áralangrar stefnu og hugmynda sem Sjálfstæðisflokkurinn barðist fyrir. Við fylgjum því eftir af festu svo réttlæti standi, velferð virki og tækifæri nái til allra.´ Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun