Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar 1. september 2025 10:46 Það er orðið fyrirsjáanlegt hvernig umræðunni um innflytjendur, hælisleitendur og hinsegin samfélagið er háttað á Íslandi, eða kannski réttara sagt: hvernig við látumst ræða um það. Í raun er engin raunveruleg umræða, heldur einræði sem er klætt í búning kærleiks og samþykkis, en er í raun ekkert nema þöggun. Umræðan er orðin að bergmálshelli þar sem sama klisjan er endurtekin aftur og aftur, líkt og biluð hljómplata. Ef þú tekur ekki undir ríkjandi skoðanir ertu stimplaður vondur, jafnvel fasisti. Það er kaldhæðnislegt í landi sem á að búa við skoðanafrelsi og lýðræði. Fjórða valdið, sérstaklega RÚV, stendur engan veginn undir skyldum sínum og hefur breyst í bergmálshelli fyrir þessa einræðistónlist. Ef einhver vogar sér að spyrja einfaldra spurninga eins og: „Getum við raunverulega séð um þennan straum fólks?“, „Hvaða kröfur ætti að gera til þeirra sem flytja hingað til að tryggja aðlögun og samheldni?“ eða „Af hverju á meirihluti þjóðarinnar að beygja sig undir minnihlutann og breyta jafnvel tungumálinu?“ þá er viðkomandi sleginn niður. Sömuleiðis er það talið bakslag í umræðunni að halda því fram að kynin séu aðeins tvö. Þetta er einföld og skilvirk leið til að þagga niður í andstæðum skoðunum. Af hverju að rífast um staðreyndir þegar þú getur bara stimplað fólk? Það er eins og málefnalegar röksemdir séu hættulegri en flóttamannastraumurinn, sem mörg Evrópulönd eru orðin ráðalaus með, eða sú ógnvekjandi hugsun að kynin séu aðeins tvö. Jarðsprengjusvæði Það er fáránlegt að við getum ekki rætt þessi mál á sama máta og Danir, Þjóðverjar og Bretar, sem eru að herða landamæri og neita að leyfa ótakmarkaðan innflutning. Sannleikurinn virðist vera það sem svokallaðir „kærleiksbirnir“ óttast mest af öllu. Þeir eru hræddir við málefnalegar rökræður og kjósa frekar að stýra þjóðinni með tilfinningum, en það hefur sjaldan reynst farsælt. Að hætta sér inn á þetta jarðsprengjusvæði og minnast á þessa málaflokka er eitthvað sem aðeins hugrökkustu þora. Það er best fyrir okkur hin að halda okkur á mottunni og fljóta bara með skoðunarofbeldinu. Að öðrum kosti eigum við það á hættu að vera útilokuð og hunsuð. Það er kaldhæðnislegt að þeir sem ætlast til ótakmarkaðs skilnings sýna engan slíkan sjálfir. Vonarljós Það er fagnaðarefni að nýr dómsmálaráðherra skuli ætla að taka fastar á málum um innflytjendur, hælisleitendur og erlenda glæpamenn. Almenningur borgar brúsann og það er tilætlunarsemi að hann eigi ekki að hafa skoðun á því í hvað skattpeningar hans fara og hver forgangsröðunin ætti að vera. Það er fáránlegt að reyna að þagga niður í óánægju með því að kalla fólk öllum illum nöfnum. Það mun einungis skapa meiri skotgrafarhernað, sundrungu og skautun í samfélaginu. Umræðan á að vera frjáls, án tilfinningalegs ofbeldis. Að tala um málin þýðir ekki að maður sé á móti þeim, heldur að maður vilji finna lausnir sem ganga upp fyrir alla. Til að árétta, þetta er ekki árás á hinsegin samfélagið eða nokkurn annan minnihlutahóp. Þetta snýst um hvernig má ræða málin, eða réttara sagt, hvernig má ekki ræða þau. Við megum ekki gleyma því að meirihlutinn hefur líka rétt á að hafa skoðanir og tjá þær. Tjáningarfrelsi er einn af hornsteinum samfélagsins og það á að gilda jafnt fyrir alla. Höfundur hefur trú á að tjáningarfrelsið sé hornsteinn samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Sjá meira
Það er orðið fyrirsjáanlegt hvernig umræðunni um innflytjendur, hælisleitendur og hinsegin samfélagið er háttað á Íslandi, eða kannski réttara sagt: hvernig við látumst ræða um það. Í raun er engin raunveruleg umræða, heldur einræði sem er klætt í búning kærleiks og samþykkis, en er í raun ekkert nema þöggun. Umræðan er orðin að bergmálshelli þar sem sama klisjan er endurtekin aftur og aftur, líkt og biluð hljómplata. Ef þú tekur ekki undir ríkjandi skoðanir ertu stimplaður vondur, jafnvel fasisti. Það er kaldhæðnislegt í landi sem á að búa við skoðanafrelsi og lýðræði. Fjórða valdið, sérstaklega RÚV, stendur engan veginn undir skyldum sínum og hefur breyst í bergmálshelli fyrir þessa einræðistónlist. Ef einhver vogar sér að spyrja einfaldra spurninga eins og: „Getum við raunverulega séð um þennan straum fólks?“, „Hvaða kröfur ætti að gera til þeirra sem flytja hingað til að tryggja aðlögun og samheldni?“ eða „Af hverju á meirihluti þjóðarinnar að beygja sig undir minnihlutann og breyta jafnvel tungumálinu?“ þá er viðkomandi sleginn niður. Sömuleiðis er það talið bakslag í umræðunni að halda því fram að kynin séu aðeins tvö. Þetta er einföld og skilvirk leið til að þagga niður í andstæðum skoðunum. Af hverju að rífast um staðreyndir þegar þú getur bara stimplað fólk? Það er eins og málefnalegar röksemdir séu hættulegri en flóttamannastraumurinn, sem mörg Evrópulönd eru orðin ráðalaus með, eða sú ógnvekjandi hugsun að kynin séu aðeins tvö. Jarðsprengjusvæði Það er fáránlegt að við getum ekki rætt þessi mál á sama máta og Danir, Þjóðverjar og Bretar, sem eru að herða landamæri og neita að leyfa ótakmarkaðan innflutning. Sannleikurinn virðist vera það sem svokallaðir „kærleiksbirnir“ óttast mest af öllu. Þeir eru hræddir við málefnalegar rökræður og kjósa frekar að stýra þjóðinni með tilfinningum, en það hefur sjaldan reynst farsælt. Að hætta sér inn á þetta jarðsprengjusvæði og minnast á þessa málaflokka er eitthvað sem aðeins hugrökkustu þora. Það er best fyrir okkur hin að halda okkur á mottunni og fljóta bara með skoðunarofbeldinu. Að öðrum kosti eigum við það á hættu að vera útilokuð og hunsuð. Það er kaldhæðnislegt að þeir sem ætlast til ótakmarkaðs skilnings sýna engan slíkan sjálfir. Vonarljós Það er fagnaðarefni að nýr dómsmálaráðherra skuli ætla að taka fastar á málum um innflytjendur, hælisleitendur og erlenda glæpamenn. Almenningur borgar brúsann og það er tilætlunarsemi að hann eigi ekki að hafa skoðun á því í hvað skattpeningar hans fara og hver forgangsröðunin ætti að vera. Það er fáránlegt að reyna að þagga niður í óánægju með því að kalla fólk öllum illum nöfnum. Það mun einungis skapa meiri skotgrafarhernað, sundrungu og skautun í samfélaginu. Umræðan á að vera frjáls, án tilfinningalegs ofbeldis. Að tala um málin þýðir ekki að maður sé á móti þeim, heldur að maður vilji finna lausnir sem ganga upp fyrir alla. Til að árétta, þetta er ekki árás á hinsegin samfélagið eða nokkurn annan minnihlutahóp. Þetta snýst um hvernig má ræða málin, eða réttara sagt, hvernig má ekki ræða þau. Við megum ekki gleyma því að meirihlutinn hefur líka rétt á að hafa skoðanir og tjá þær. Tjáningarfrelsi er einn af hornsteinum samfélagsins og það á að gilda jafnt fyrir alla. Höfundur hefur trú á að tjáningarfrelsið sé hornsteinn samfélagsins.
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun