Shinawatra bolað úr embætti Atli Ísleifsson skrifar 29. ágúst 2025 09:53 Hin 39 ára Paetongtarn Shinawatra tók við embætti forsætisráðherra Taílands í ágúst á síðasta ári. AP Stjórnlagadómstóll Taílands hefur úrskurðað að forsætisráðherra Taílands, Paetongtarn Shinawatra, skuli vikið úr embætti. Ákvörðunin kemur í kjölfar símtals hennar við Hun Sen, þáverandi leiðtoga Kambódíu, sem var lekið. Í símtalinu gagnrýndi hún meðal annars taílenska herinn og kallaði kambódíska leiðtogann „frænda“. BBC segir frá því að Shinawatra hafi verið ákærð fyrir að hafa með símtalinu stofnað þjóðaröryggi í hættu og að mati dómstólsins á hún þar að hafa brotið siðareglur. Símtalið umdeilda átti sér stað í miðjum landamæraátökum taílenskra og kambódískra stjórnvalda í sumar. Efni þess var lekið og fóru ummæli taílenska forsætisráðherrann um skoðanaglaðan herforingja við kambódíska viðmælanda sinn aðallega fyrir brjóstið á taílenskum íhaldsmönnum. Var Paetongtarn sökuð um tilraun til að friðþægja Kambódíumennina. Úrskurðurinn er talinn mikið áfall fyrir Shinawatra-fjölskyldna sem hefur um árabil verið ein helsta valdafjölskylda landsins. Paetongtarn er yngsta dóttir Thaksin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra landsins. Bæði Thaksin og Yingluck Shinawatra, frænka Paetongtarn, var steypt af stóli sem forsætisráðherra árið 2006 og 2014 og fóru þau í útlegð í kjölfarið. Thaksin sneri þó aftur til Taílands fyrir tveimur árum og sætir hann nú ákæru fyrir spillingu og að rægja konungsveldið. Hin 39 ára Paetongtarn Shinawatra tók við embætti forsætisráðherra Taílands í ágúst á síðasta ári. Þingið kemur saman Fulltrúadeild taílenska þingsins mun nú koma saman til að skipa nýjan forsætisráðherra. Í augnablikinu er enginn augljós arftaki innan Shinawatra-fjölskyldunnar en þó þykir ljóst að flokkur fjölskyldunnar, Pheu Thai, muni tilnefna nýtt forsætisráðherraefni. Enn er þó óljóst hvort að flokkarnir, sem saman mynda ríkisstjórn, komi til með að halda áfram samstarfinu. Flokkurinn Bhumjaithai og leiðtoginn Anutin Charnvirakuls, sem njóta stuðnings frá íhaldssmönnum og hernum, bíða þess að fá tækifæri til að mynda nýja ríkisstjórn. Taíland Tengdar fréttir Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Stjórnlagadómstóll Taílands vék Paetongtarn Shinawatra úr embætti forsætisráðherra vegna ásakaa um að hún hafi brotið siðareglur með símtali við kambódískan embættismann. Paetotongtarn segist ætla að verjast ásökununum. 1. júlí 2025 11:42 Dóttir Thaksin verður yngsti forsætisráðherra Taílands Taílenska þingið hefur útnefnt Paetongtarn Shinawatra, dóttur milljarðamærings og fyrrverandi leiðtoga landsins, sem næsta forsætisráðherra. Paetongtarn, 37 ára, verður yngsti forsætisráðherrann í sögu landsins og önnur konan til að gegna embættinu. 16. ágúst 2024 06:52 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Sjá meira
BBC segir frá því að Shinawatra hafi verið ákærð fyrir að hafa með símtalinu stofnað þjóðaröryggi í hættu og að mati dómstólsins á hún þar að hafa brotið siðareglur. Símtalið umdeilda átti sér stað í miðjum landamæraátökum taílenskra og kambódískra stjórnvalda í sumar. Efni þess var lekið og fóru ummæli taílenska forsætisráðherrann um skoðanaglaðan herforingja við kambódíska viðmælanda sinn aðallega fyrir brjóstið á taílenskum íhaldsmönnum. Var Paetongtarn sökuð um tilraun til að friðþægja Kambódíumennina. Úrskurðurinn er talinn mikið áfall fyrir Shinawatra-fjölskyldna sem hefur um árabil verið ein helsta valdafjölskylda landsins. Paetongtarn er yngsta dóttir Thaksin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra landsins. Bæði Thaksin og Yingluck Shinawatra, frænka Paetongtarn, var steypt af stóli sem forsætisráðherra árið 2006 og 2014 og fóru þau í útlegð í kjölfarið. Thaksin sneri þó aftur til Taílands fyrir tveimur árum og sætir hann nú ákæru fyrir spillingu og að rægja konungsveldið. Hin 39 ára Paetongtarn Shinawatra tók við embætti forsætisráðherra Taílands í ágúst á síðasta ári. Þingið kemur saman Fulltrúadeild taílenska þingsins mun nú koma saman til að skipa nýjan forsætisráðherra. Í augnablikinu er enginn augljós arftaki innan Shinawatra-fjölskyldunnar en þó þykir ljóst að flokkur fjölskyldunnar, Pheu Thai, muni tilnefna nýtt forsætisráðherraefni. Enn er þó óljóst hvort að flokkarnir, sem saman mynda ríkisstjórn, komi til með að halda áfram samstarfinu. Flokkurinn Bhumjaithai og leiðtoginn Anutin Charnvirakuls, sem njóta stuðnings frá íhaldssmönnum og hernum, bíða þess að fá tækifæri til að mynda nýja ríkisstjórn.
Taíland Tengdar fréttir Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Stjórnlagadómstóll Taílands vék Paetongtarn Shinawatra úr embætti forsætisráðherra vegna ásakaa um að hún hafi brotið siðareglur með símtali við kambódískan embættismann. Paetotongtarn segist ætla að verjast ásökununum. 1. júlí 2025 11:42 Dóttir Thaksin verður yngsti forsætisráðherra Taílands Taílenska þingið hefur útnefnt Paetongtarn Shinawatra, dóttur milljarðamærings og fyrrverandi leiðtoga landsins, sem næsta forsætisráðherra. Paetongtarn, 37 ára, verður yngsti forsætisráðherrann í sögu landsins og önnur konan til að gegna embættinu. 16. ágúst 2024 06:52 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Sjá meira
Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Stjórnlagadómstóll Taílands vék Paetongtarn Shinawatra úr embætti forsætisráðherra vegna ásakaa um að hún hafi brotið siðareglur með símtali við kambódískan embættismann. Paetotongtarn segist ætla að verjast ásökununum. 1. júlí 2025 11:42
Dóttir Thaksin verður yngsti forsætisráðherra Taílands Taílenska þingið hefur útnefnt Paetongtarn Shinawatra, dóttur milljarðamærings og fyrrverandi leiðtoga landsins, sem næsta forsætisráðherra. Paetongtarn, 37 ára, verður yngsti forsætisráðherrann í sögu landsins og önnur konan til að gegna embættinu. 16. ágúst 2024 06:52