Shinawatra bolað úr embætti Atli Ísleifsson skrifar 29. ágúst 2025 09:53 Hin 39 ára Paetongtarn Shinawatra tók við embætti forsætisráðherra Taílands í ágúst á síðasta ári. AP Stjórnlagadómstóll Taílands hefur úrskurðað að forsætisráðherra Taílands, Paetongtarn Shinawatra, skuli vikið úr embætti. Ákvörðunin kemur í kjölfar símtals hennar við Hun Sen, þáverandi leiðtoga Kambódíu, sem var lekið. Í símtalinu gagnrýndi hún meðal annars taílenska herinn og kallaði kambódíska leiðtogann „frænda“. BBC segir frá því að Shinawatra hafi verið ákærð fyrir að hafa með símtalinu stofnað þjóðaröryggi í hættu og að mati dómstólsins á hún þar að hafa brotið siðareglur. Símtalið umdeilda átti sér stað í miðjum landamæraátökum taílenskra og kambódískra stjórnvalda í sumar. Efni þess var lekið og fóru ummæli taílenska forsætisráðherrann um skoðanaglaðan herforingja við kambódíska viðmælanda sinn aðallega fyrir brjóstið á taílenskum íhaldsmönnum. Var Paetongtarn sökuð um tilraun til að friðþægja Kambódíumennina. Úrskurðurinn er talinn mikið áfall fyrir Shinawatra-fjölskyldna sem hefur um árabil verið ein helsta valdafjölskylda landsins. Paetongtarn er yngsta dóttir Thaksin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra landsins. Bæði Thaksin og Yingluck Shinawatra, frænka Paetongtarn, var steypt af stóli sem forsætisráðherra árið 2006 og 2014 og fóru þau í útlegð í kjölfarið. Thaksin sneri þó aftur til Taílands fyrir tveimur árum og sætir hann nú ákæru fyrir spillingu og að rægja konungsveldið. Hin 39 ára Paetongtarn Shinawatra tók við embætti forsætisráðherra Taílands í ágúst á síðasta ári. Þingið kemur saman Fulltrúadeild taílenska þingsins mun nú koma saman til að skipa nýjan forsætisráðherra. Í augnablikinu er enginn augljós arftaki innan Shinawatra-fjölskyldunnar en þó þykir ljóst að flokkur fjölskyldunnar, Pheu Thai, muni tilnefna nýtt forsætisráðherraefni. Enn er þó óljóst hvort að flokkarnir, sem saman mynda ríkisstjórn, komi til með að halda áfram samstarfinu. Flokkurinn Bhumjaithai og leiðtoginn Anutin Charnvirakuls, sem njóta stuðnings frá íhaldssmönnum og hernum, bíða þess að fá tækifæri til að mynda nýja ríkisstjórn. Taíland Tengdar fréttir Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Stjórnlagadómstóll Taílands vék Paetongtarn Shinawatra úr embætti forsætisráðherra vegna ásakaa um að hún hafi brotið siðareglur með símtali við kambódískan embættismann. Paetotongtarn segist ætla að verjast ásökununum. 1. júlí 2025 11:42 Dóttir Thaksin verður yngsti forsætisráðherra Taílands Taílenska þingið hefur útnefnt Paetongtarn Shinawatra, dóttur milljarðamærings og fyrrverandi leiðtoga landsins, sem næsta forsætisráðherra. Paetongtarn, 37 ára, verður yngsti forsætisráðherrann í sögu landsins og önnur konan til að gegna embættinu. 16. ágúst 2024 06:52 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira
BBC segir frá því að Shinawatra hafi verið ákærð fyrir að hafa með símtalinu stofnað þjóðaröryggi í hættu og að mati dómstólsins á hún þar að hafa brotið siðareglur. Símtalið umdeilda átti sér stað í miðjum landamæraátökum taílenskra og kambódískra stjórnvalda í sumar. Efni þess var lekið og fóru ummæli taílenska forsætisráðherrann um skoðanaglaðan herforingja við kambódíska viðmælanda sinn aðallega fyrir brjóstið á taílenskum íhaldsmönnum. Var Paetongtarn sökuð um tilraun til að friðþægja Kambódíumennina. Úrskurðurinn er talinn mikið áfall fyrir Shinawatra-fjölskyldna sem hefur um árabil verið ein helsta valdafjölskylda landsins. Paetongtarn er yngsta dóttir Thaksin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra landsins. Bæði Thaksin og Yingluck Shinawatra, frænka Paetongtarn, var steypt af stóli sem forsætisráðherra árið 2006 og 2014 og fóru þau í útlegð í kjölfarið. Thaksin sneri þó aftur til Taílands fyrir tveimur árum og sætir hann nú ákæru fyrir spillingu og að rægja konungsveldið. Hin 39 ára Paetongtarn Shinawatra tók við embætti forsætisráðherra Taílands í ágúst á síðasta ári. Þingið kemur saman Fulltrúadeild taílenska þingsins mun nú koma saman til að skipa nýjan forsætisráðherra. Í augnablikinu er enginn augljós arftaki innan Shinawatra-fjölskyldunnar en þó þykir ljóst að flokkur fjölskyldunnar, Pheu Thai, muni tilnefna nýtt forsætisráðherraefni. Enn er þó óljóst hvort að flokkarnir, sem saman mynda ríkisstjórn, komi til með að halda áfram samstarfinu. Flokkurinn Bhumjaithai og leiðtoginn Anutin Charnvirakuls, sem njóta stuðnings frá íhaldssmönnum og hernum, bíða þess að fá tækifæri til að mynda nýja ríkisstjórn.
Taíland Tengdar fréttir Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Stjórnlagadómstóll Taílands vék Paetongtarn Shinawatra úr embætti forsætisráðherra vegna ásakaa um að hún hafi brotið siðareglur með símtali við kambódískan embættismann. Paetotongtarn segist ætla að verjast ásökununum. 1. júlí 2025 11:42 Dóttir Thaksin verður yngsti forsætisráðherra Taílands Taílenska þingið hefur útnefnt Paetongtarn Shinawatra, dóttur milljarðamærings og fyrrverandi leiðtoga landsins, sem næsta forsætisráðherra. Paetongtarn, 37 ára, verður yngsti forsætisráðherrann í sögu landsins og önnur konan til að gegna embættinu. 16. ágúst 2024 06:52 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira
Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Stjórnlagadómstóll Taílands vék Paetongtarn Shinawatra úr embætti forsætisráðherra vegna ásakaa um að hún hafi brotið siðareglur með símtali við kambódískan embættismann. Paetotongtarn segist ætla að verjast ásökununum. 1. júlí 2025 11:42
Dóttir Thaksin verður yngsti forsætisráðherra Taílands Taílenska þingið hefur útnefnt Paetongtarn Shinawatra, dóttur milljarðamærings og fyrrverandi leiðtoga landsins, sem næsta forsætisráðherra. Paetongtarn, 37 ára, verður yngsti forsætisráðherrann í sögu landsins og önnur konan til að gegna embættinu. 16. ágúst 2024 06:52