Innlent

Al­þjóð­legt peninga­þvætti á Ís­landi, hitakosningar og í beinni frá EM

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.

Netþjónn sem var hýstur hér á landi var nýttur til að þvætta um 25 milljarða af illa fengnu fé í formi rafmyntarinnar Bitcoin. Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við lögreglufulltrúa sem aðstoðaði alríkislögreglu Bandaríkjanna. Hann segir þúsundir glæpamanna hafa nýtt sér þjónustuna. 

Verðbólga hjaðnaði óvænt á milli mánaða. Við heyrum í hagfræðingi sem telur vaxtalækkun samt sem áður ekki í kortunum á árinu.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 28. ágúst 2025

Ríkisstjórnin hyggst byrja að bora fyrir nýjum jarðgöngum eftir tvö ár. Rætt verður við innviðaráðherra sem kveðst ekki bundinn af áætlunum fyrri ríkisstjórnar.

Íbúum Skorradalshrepps er sagt fjölga nú þegar styttist í kosningar um sameiningu við Borgarbyggð. Við heyrum í oddvita.

Þá verðum við í beinni frá Póllandi þar sem fyrsti leikur Íslands á EM hófst klukkan tólf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×