Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. ágúst 2025 19:36 Erik Ahlström, faðir plokksins, og Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. vísir/bjarni Maðurinn á bak við plokk hreyfinguna er kominn hingað til lands til að hvetja Íslendinga til að taka upp rusl á göngu og hlaupum. Hann skellti sér í kajaksiglingu með umhverfisráðherra í tilefni þessa og minnti á að þeir plokka sem róa. Að plokka rusl er eflaust iðja sem að fjölmargir Íslendingar hafa tekið þátt í og enn fleiri þekkja til enda sérstakur dagur tileinkaður því á ári hverju. Nú er faðir plokksins mættur til landsins og er strax byrjaður að bera út boðskapinn og plokka í ofvæni. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá Erik Ahlström, föður plokksins, kenna umhverfisráðherra og fréttamanni að plokka. Kærastan fann upp á nafninu Erik Ahlström er maðurinn á bak við plokkið eða ploggið eins og það er kallað fyrir utan landsteinanna. Hann segir það hafa byrjað sem lítið verkefni árið 2016 í skíðabæ í Svíþjóð en er nú iðkað í 90 löndum. „En svo flutti ég til Stokkhólms og ég sá að það var svo mikið rusl út um allt. Kærastan mín fann upp á nafninu. Það eru tvö orð sett saman. Á sænsku er það plogga og svo var það jogging (skokk) og það varð plogging (plokk). Það er miklu skemmtilegra að hlaupa á meðan og þá virðist maður vera klikkaður þegar maður hleypur um og tínir upp rusl.“ Hann nefndi fimm ástæður fyrir því að plokka og ítrekaði að það gæti gert mörgum mjög gott. Hann er með sérstakt nafn fyrir þessar fimm jákvæðu afleiðingar. „Ég kalla það plokkfimmu, fimm ástæður fyrir mikilvæginu. Í fyrsta lagi hreyfum við okkur ekki nóg. Við erum fædd til að hreyfa okkur en við eyðum svo miklum tíma við sjónvarpið og aðrar græjur.“ Hefur plokkað um tvö tonn á sjö árum Er mikilvægt að plokka? „Já þetta er líka bara góð útivist og gaman. Bara eitt af því sem einstaklingurinn getur gert en svo er það stjórnvalda að búa til gott umhverfi,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Örlygur Sigurjónsson hefur plokkað um árabil og nýtur þess samhliða því að vera í kajak sínum sem er hans helsta áhugamál. Hefur plokkið haft mikil áhrif á þitt líf? „Þetta felur í sér auðmýkt fyrir umhverfinu í fyrsta lagi og síðan ákveðið þakklæti til umhverfisins fyrir að hafa fóstrað mitt helsta áhugamál sem er kajakróður. Með þessu er maður að sýna umhverfinu örlítið þakklæti.“ Hefurðu einhverja hugmynd hvað þetta hefur safnast saman í mikið hjá þér? „Ætli þetta sé ekki komið hátt í tvö tonn sem ég hef tekið síðan árið 2018.“ Faðir plokksins krafðist svo að taka fréttamann í stutta plokk kennslu sem má sjá í spilaranum hér að ofan en hann segir það mikilvægast að brosa. Umhverfismál Reykjavík Loftslagsmál Hafið Svíþjóð Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Að plokka rusl er eflaust iðja sem að fjölmargir Íslendingar hafa tekið þátt í og enn fleiri þekkja til enda sérstakur dagur tileinkaður því á ári hverju. Nú er faðir plokksins mættur til landsins og er strax byrjaður að bera út boðskapinn og plokka í ofvæni. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá Erik Ahlström, föður plokksins, kenna umhverfisráðherra og fréttamanni að plokka. Kærastan fann upp á nafninu Erik Ahlström er maðurinn á bak við plokkið eða ploggið eins og það er kallað fyrir utan landsteinanna. Hann segir það hafa byrjað sem lítið verkefni árið 2016 í skíðabæ í Svíþjóð en er nú iðkað í 90 löndum. „En svo flutti ég til Stokkhólms og ég sá að það var svo mikið rusl út um allt. Kærastan mín fann upp á nafninu. Það eru tvö orð sett saman. Á sænsku er það plogga og svo var það jogging (skokk) og það varð plogging (plokk). Það er miklu skemmtilegra að hlaupa á meðan og þá virðist maður vera klikkaður þegar maður hleypur um og tínir upp rusl.“ Hann nefndi fimm ástæður fyrir því að plokka og ítrekaði að það gæti gert mörgum mjög gott. Hann er með sérstakt nafn fyrir þessar fimm jákvæðu afleiðingar. „Ég kalla það plokkfimmu, fimm ástæður fyrir mikilvæginu. Í fyrsta lagi hreyfum við okkur ekki nóg. Við erum fædd til að hreyfa okkur en við eyðum svo miklum tíma við sjónvarpið og aðrar græjur.“ Hefur plokkað um tvö tonn á sjö árum Er mikilvægt að plokka? „Já þetta er líka bara góð útivist og gaman. Bara eitt af því sem einstaklingurinn getur gert en svo er það stjórnvalda að búa til gott umhverfi,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Örlygur Sigurjónsson hefur plokkað um árabil og nýtur þess samhliða því að vera í kajak sínum sem er hans helsta áhugamál. Hefur plokkið haft mikil áhrif á þitt líf? „Þetta felur í sér auðmýkt fyrir umhverfinu í fyrsta lagi og síðan ákveðið þakklæti til umhverfisins fyrir að hafa fóstrað mitt helsta áhugamál sem er kajakróður. Með þessu er maður að sýna umhverfinu örlítið þakklæti.“ Hefurðu einhverja hugmynd hvað þetta hefur safnast saman í mikið hjá þér? „Ætli þetta sé ekki komið hátt í tvö tonn sem ég hef tekið síðan árið 2018.“ Faðir plokksins krafðist svo að taka fréttamann í stutta plokk kennslu sem má sjá í spilaranum hér að ofan en hann segir það mikilvægast að brosa.
Umhverfismál Reykjavík Loftslagsmál Hafið Svíþjóð Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira