Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. ágúst 2025 19:36 Erik Ahlström, faðir plokksins, og Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. vísir/bjarni Maðurinn á bak við plokk hreyfinguna er kominn hingað til lands til að hvetja Íslendinga til að taka upp rusl á göngu og hlaupum. Hann skellti sér í kajaksiglingu með umhverfisráðherra í tilefni þessa og minnti á að þeir plokka sem róa. Að plokka rusl er eflaust iðja sem að fjölmargir Íslendingar hafa tekið þátt í og enn fleiri þekkja til enda sérstakur dagur tileinkaður því á ári hverju. Nú er faðir plokksins mættur til landsins og er strax byrjaður að bera út boðskapinn og plokka í ofvæni. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá Erik Ahlström, föður plokksins, kenna umhverfisráðherra og fréttamanni að plokka. Kærastan fann upp á nafninu Erik Ahlström er maðurinn á bak við plokkið eða ploggið eins og það er kallað fyrir utan landsteinanna. Hann segir það hafa byrjað sem lítið verkefni árið 2016 í skíðabæ í Svíþjóð en er nú iðkað í 90 löndum. „En svo flutti ég til Stokkhólms og ég sá að það var svo mikið rusl út um allt. Kærastan mín fann upp á nafninu. Það eru tvö orð sett saman. Á sænsku er það plogga og svo var það jogging (skokk) og það varð plogging (plokk). Það er miklu skemmtilegra að hlaupa á meðan og þá virðist maður vera klikkaður þegar maður hleypur um og tínir upp rusl.“ Hann nefndi fimm ástæður fyrir því að plokka og ítrekaði að það gæti gert mörgum mjög gott. Hann er með sérstakt nafn fyrir þessar fimm jákvæðu afleiðingar. „Ég kalla það plokkfimmu, fimm ástæður fyrir mikilvæginu. Í fyrsta lagi hreyfum við okkur ekki nóg. Við erum fædd til að hreyfa okkur en við eyðum svo miklum tíma við sjónvarpið og aðrar græjur.“ Hefur plokkað um tvö tonn á sjö árum Er mikilvægt að plokka? „Já þetta er líka bara góð útivist og gaman. Bara eitt af því sem einstaklingurinn getur gert en svo er það stjórnvalda að búa til gott umhverfi,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Örlygur Sigurjónsson hefur plokkað um árabil og nýtur þess samhliða því að vera í kajak sínum sem er hans helsta áhugamál. Hefur plokkið haft mikil áhrif á þitt líf? „Þetta felur í sér auðmýkt fyrir umhverfinu í fyrsta lagi og síðan ákveðið þakklæti til umhverfisins fyrir að hafa fóstrað mitt helsta áhugamál sem er kajakróður. Með þessu er maður að sýna umhverfinu örlítið þakklæti.“ Hefurðu einhverja hugmynd hvað þetta hefur safnast saman í mikið hjá þér? „Ætli þetta sé ekki komið hátt í tvö tonn sem ég hef tekið síðan árið 2018.“ Faðir plokksins krafðist svo að taka fréttamann í stutta plokk kennslu sem má sjá í spilaranum hér að ofan en hann segir það mikilvægast að brosa. Umhverfismál Reykjavík Loftslagsmál Hafið Svíþjóð Sorphirða Íslandsvinir Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Að plokka rusl er eflaust iðja sem að fjölmargir Íslendingar hafa tekið þátt í og enn fleiri þekkja til enda sérstakur dagur tileinkaður því á ári hverju. Nú er faðir plokksins mættur til landsins og er strax byrjaður að bera út boðskapinn og plokka í ofvæni. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá Erik Ahlström, föður plokksins, kenna umhverfisráðherra og fréttamanni að plokka. Kærastan fann upp á nafninu Erik Ahlström er maðurinn á bak við plokkið eða ploggið eins og það er kallað fyrir utan landsteinanna. Hann segir það hafa byrjað sem lítið verkefni árið 2016 í skíðabæ í Svíþjóð en er nú iðkað í 90 löndum. „En svo flutti ég til Stokkhólms og ég sá að það var svo mikið rusl út um allt. Kærastan mín fann upp á nafninu. Það eru tvö orð sett saman. Á sænsku er það plogga og svo var það jogging (skokk) og það varð plogging (plokk). Það er miklu skemmtilegra að hlaupa á meðan og þá virðist maður vera klikkaður þegar maður hleypur um og tínir upp rusl.“ Hann nefndi fimm ástæður fyrir því að plokka og ítrekaði að það gæti gert mörgum mjög gott. Hann er með sérstakt nafn fyrir þessar fimm jákvæðu afleiðingar. „Ég kalla það plokkfimmu, fimm ástæður fyrir mikilvæginu. Í fyrsta lagi hreyfum við okkur ekki nóg. Við erum fædd til að hreyfa okkur en við eyðum svo miklum tíma við sjónvarpið og aðrar græjur.“ Hefur plokkað um tvö tonn á sjö árum Er mikilvægt að plokka? „Já þetta er líka bara góð útivist og gaman. Bara eitt af því sem einstaklingurinn getur gert en svo er það stjórnvalda að búa til gott umhverfi,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Örlygur Sigurjónsson hefur plokkað um árabil og nýtur þess samhliða því að vera í kajak sínum sem er hans helsta áhugamál. Hefur plokkið haft mikil áhrif á þitt líf? „Þetta felur í sér auðmýkt fyrir umhverfinu í fyrsta lagi og síðan ákveðið þakklæti til umhverfisins fyrir að hafa fóstrað mitt helsta áhugamál sem er kajakróður. Með þessu er maður að sýna umhverfinu örlítið þakklæti.“ Hefurðu einhverja hugmynd hvað þetta hefur safnast saman í mikið hjá þér? „Ætli þetta sé ekki komið hátt í tvö tonn sem ég hef tekið síðan árið 2018.“ Faðir plokksins krafðist svo að taka fréttamann í stutta plokk kennslu sem má sjá í spilaranum hér að ofan en hann segir það mikilvægast að brosa.
Umhverfismál Reykjavík Loftslagsmál Hafið Svíþjóð Sorphirða Íslandsvinir Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira