Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar 25. ágúst 2025 14:32 Gary í Indiana fylki í Bandaríkjunum er dæmi um borg sem hefur upplifað algjört íbúa hrun. Áður fyrr var þetta fjölbreytt borg með heilbrigðu samfélagi, sterkri millistétt og bjartri framtíðarsýn. Í dag er hún hins vegar orðin að stað þar sem atvinnutækifæri eru nánast engin, framtíðin svört, og margir íbúar búa þar einungis vegna þess að þeir hafa ekki efni á að flytja burt. Hvað olli þessu hruni? Gary var eitt af helstu miðstöðvum stálframleiðslu í heiminum. Á hápunkti atvinnuþróunar starfaði 30.000 af 178.000 íbúum borgarana í þeim geira. En á sjöunda til níunda áratugnum flutti framleiðslan að miklu leyti til annarra landa og sú atvinna hvarf. Þetta bitnaði ekki aðeins á þeim sem störfuðu beint við framleiðsluna, heldur á öllu samfélaginu. Fjöldi fyrirtækja sem veittu framleiðslunni þjónustu, bæði beint og óbeint, missti viðskiptin, og peningastreymið inn í staðbundið hagkerfi þornaði upp. Á Íslandi hafa Vestfirðir staðið frammi fyrir svipuðum áskorunum: samdráttur í atvinnustarfsemi, brottflutningur íbúaog hætta á að samfélög veikist. Sem betur fer virðist sem Vestfirðir muni ekki verða fyrir sömu örlögum og Gary. Á síðustu árum hefur orðið mikil endurreisn í staðbundnu hagkerfi, að mestu leyti vegna fiskeldis. Fyrir tveimur vikum heimsóttum við, hópur frá Ungum Framsóknarmönnum fyrirtækið Arnarlax, sem rekur sjókvíaeldi í Arnarfirði og víðar á Vestfjörðum. Bæði umfang framleiðslunnar og metnaðarfull framtíðarmarkmið kom okkur skemmtilega á óvart. Arnarlax og önnur fiskeldisfyrirtæki eru einmitt það sem íslenska landsbyggðin þarf: fyrirtæki sem skapa störf á svæðum þar sem fá eða engin önnur atvinnutækifæri eru til staðar. Áhrif stórra atvinnurekenda, eins og Arnarlax, ná langt út fyrir raðir launafólks og eigenda. Þeir skapa eftirspurn sem nær til margra stoðgreina. Í byggingariðnaði eykst þörfin fyrir nýju húsnæði og endurbætur á eldri fasteignum. Í þjónustugeiranum fjölgar viðskiptum hjá verslunum, veitingastöðum og ýmiss konar þjónustufyrirtækjum. Á sviði samgangna og innviða kallar aukin starfsemi á bættar samgöngur, hafnir og flutningaþjónustu. Þegar fleiri flytja á svæðið hækkar fasteignaverð, sem í mörgum tilfellum er jákvætt fyrir landsbyggðina. Á Vestfjörðum hefur fasteignaverð oft verið lægra en byggingarkostnaður nýrra húsa. Það hefur gert það hagkvæmt að byggja og dregið úr viðhaldi eldri húsa, þar sem eigendur gátu ekki endurfjármagnað framkvæmdir sem kostuðu meira en húsið var metið á. Hækkandi fasteignaverð á Vestfjörðum hefur nú snúið þessari þróun við. Það er orðin raunhæfur hvati til að byggja og halda við húsum. Arnarlax hefur til að mynda byggt fasteign sem seldist yfir kostnaðarverði, sem er afrek miðað við markaðsaðstæður svæðisins fyrir örfáum árum. Saga Gary, Indiana sýnir okkur hvað gerist þegar samfélög missa atvinnugreinina sem heldur þeim uppi. Það leiðir til fólksflótta, hnignunar og brostinnar framtíðar. Vestfirðir eru sönnun þess að hægt er að snúa þessari þróun við ef gripið er til aðgerða á réttum tíma. Með nýjum atvinnugreinum eins og fiskeldi, fjárfestingu í innviðum og stuðningi við frumkvöðla má skapa störf sem halda íbúum á svæðinu og laða nýja að. Við megum ekki láta landsbyggðina veslast upp. Hvert nýtt starf, hver nýbygging og hver ný fjárfesting er skref í átt að sterkari, sjálfbærri framtíð fyrir svæðin utan höfuðborgarinnar. Verndum landsbyggðina, sköpum störf og tryggjum framtíð landsins! Höfundur er varaformaður Sambands ungra Framsóknarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggðamál Vinnumarkaður Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Gary í Indiana fylki í Bandaríkjunum er dæmi um borg sem hefur upplifað algjört íbúa hrun. Áður fyrr var þetta fjölbreytt borg með heilbrigðu samfélagi, sterkri millistétt og bjartri framtíðarsýn. Í dag er hún hins vegar orðin að stað þar sem atvinnutækifæri eru nánast engin, framtíðin svört, og margir íbúar búa þar einungis vegna þess að þeir hafa ekki efni á að flytja burt. Hvað olli þessu hruni? Gary var eitt af helstu miðstöðvum stálframleiðslu í heiminum. Á hápunkti atvinnuþróunar starfaði 30.000 af 178.000 íbúum borgarana í þeim geira. En á sjöunda til níunda áratugnum flutti framleiðslan að miklu leyti til annarra landa og sú atvinna hvarf. Þetta bitnaði ekki aðeins á þeim sem störfuðu beint við framleiðsluna, heldur á öllu samfélaginu. Fjöldi fyrirtækja sem veittu framleiðslunni þjónustu, bæði beint og óbeint, missti viðskiptin, og peningastreymið inn í staðbundið hagkerfi þornaði upp. Á Íslandi hafa Vestfirðir staðið frammi fyrir svipuðum áskorunum: samdráttur í atvinnustarfsemi, brottflutningur íbúaog hætta á að samfélög veikist. Sem betur fer virðist sem Vestfirðir muni ekki verða fyrir sömu örlögum og Gary. Á síðustu árum hefur orðið mikil endurreisn í staðbundnu hagkerfi, að mestu leyti vegna fiskeldis. Fyrir tveimur vikum heimsóttum við, hópur frá Ungum Framsóknarmönnum fyrirtækið Arnarlax, sem rekur sjókvíaeldi í Arnarfirði og víðar á Vestfjörðum. Bæði umfang framleiðslunnar og metnaðarfull framtíðarmarkmið kom okkur skemmtilega á óvart. Arnarlax og önnur fiskeldisfyrirtæki eru einmitt það sem íslenska landsbyggðin þarf: fyrirtæki sem skapa störf á svæðum þar sem fá eða engin önnur atvinnutækifæri eru til staðar. Áhrif stórra atvinnurekenda, eins og Arnarlax, ná langt út fyrir raðir launafólks og eigenda. Þeir skapa eftirspurn sem nær til margra stoðgreina. Í byggingariðnaði eykst þörfin fyrir nýju húsnæði og endurbætur á eldri fasteignum. Í þjónustugeiranum fjölgar viðskiptum hjá verslunum, veitingastöðum og ýmiss konar þjónustufyrirtækjum. Á sviði samgangna og innviða kallar aukin starfsemi á bættar samgöngur, hafnir og flutningaþjónustu. Þegar fleiri flytja á svæðið hækkar fasteignaverð, sem í mörgum tilfellum er jákvætt fyrir landsbyggðina. Á Vestfjörðum hefur fasteignaverð oft verið lægra en byggingarkostnaður nýrra húsa. Það hefur gert það hagkvæmt að byggja og dregið úr viðhaldi eldri húsa, þar sem eigendur gátu ekki endurfjármagnað framkvæmdir sem kostuðu meira en húsið var metið á. Hækkandi fasteignaverð á Vestfjörðum hefur nú snúið þessari þróun við. Það er orðin raunhæfur hvati til að byggja og halda við húsum. Arnarlax hefur til að mynda byggt fasteign sem seldist yfir kostnaðarverði, sem er afrek miðað við markaðsaðstæður svæðisins fyrir örfáum árum. Saga Gary, Indiana sýnir okkur hvað gerist þegar samfélög missa atvinnugreinina sem heldur þeim uppi. Það leiðir til fólksflótta, hnignunar og brostinnar framtíðar. Vestfirðir eru sönnun þess að hægt er að snúa þessari þróun við ef gripið er til aðgerða á réttum tíma. Með nýjum atvinnugreinum eins og fiskeldi, fjárfestingu í innviðum og stuðningi við frumkvöðla má skapa störf sem halda íbúum á svæðinu og laða nýja að. Við megum ekki láta landsbyggðina veslast upp. Hvert nýtt starf, hver nýbygging og hver ný fjárfesting er skref í átt að sterkari, sjálfbærri framtíð fyrir svæðin utan höfuðborgarinnar. Verndum landsbyggðina, sköpum störf og tryggjum framtíð landsins! Höfundur er varaformaður Sambands ungra Framsóknarmanna.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar