Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar 25. ágúst 2025 10:00 Ég tók nýverið nokkra áfanga í Háskólanum á Bifröst. Áður en ég sótti um fór ég á heimasíðu skólans, las um inntökuskilyrði, áfangalýsingar og tók svo upplýsta ákvörðun hvort fjarnámið hentaði mér. Mönnum þykir þetta kannski ekkert sérlega merkilegt, virkar þetta ekki alltaf svona? Ég hefði haldið það en af einhverri ástæðu á umsókn í Evrópusambandið að virka allt öðruvísi, eða svo er sagt. Nú eru 27 lönd í ESB og því ekkert leyndarmál hvers sé ætlast af þeim ríkjum sem ganga í sambandið, það er meira að segja listað upp á heimasíðunni þeirra. Þrátt fyrir þetta vilja Viðreisn og Samfylkingin alls ekki ræða hver inngönguskilyrðin séu. Þau vilja telja okkur trú um að við þurfum fyrst að sækja um og svo sé hægt að skoða skilyrðin. Af hverju ætli það sé? Ástæðan sem við heyrum er sú að allar þjóðir „semji“ um sína inngöngu. Staðreyndin er hins vegar sú að inngönguferlið snýst ekki um að semja um grundvallarreglur heldur um hraða aðlögunar. Einungis tvær þjóðir í Evrópusambandinu hafa fengið varanlegar undanþágur: Danmörk og Írland. Danir sluppu m.a. undan upptöku evrunnar og halda dönsku krónunni í gegnum fastgengistengingu en Írar fengu undanþágu frá Schengen-landamærakerfinu til að viðhalda nánum tengslum við Bretland. Enginn hefur fengið varanlegar undanþágur frá auðlindarákvæðum þrátt fyrir að Bretar og Írar hafi ítrekað reynt, Spánverjar og Portúgalir fengu tímabundnar undanþágur í aðlögunarferlinu en þurftu að lokum að fylgja sameiginlegri fiskveiðistefnu ESB líkt og allir aðrir. Stór ástæða þess að margir studdu Brexit var einmitt vegna þess að Bretar vildu fá sjálfstjórn aftur á sjávarútveginum. Margir trúa því kannski ekki sem ég er að skrifa hér en ég beini þeim að lesa t.d. þessa Wikipedia-síðu um undanþágurnar. Við heyrum mikið hvernig það þurfi „treysta þjóðinni“ í þessu máli en traustið virðist ekki ná lengra en svo en að það megi alls ekki ræða innihald umsóknarinnar fyrr en EFTIR að kosið væri um að sækja um. Ef marka má heimasíðu ESB og skort á varanlegum undanþágum aðildaríkja þá er ekkert um að semja nema hvernig aðlögunarferlið á sér stað, líkt og Štefan Füle, fyrrum stækkunarstjóri ESB, lagði mikla áherslu á þegar Ísland sótti síðast um. Ég vil því senda út ákall til Evrópusinna: Sýnið okkur undanþágurnar. Ef það er svona auðvelt að semja sig frá auðlindarákvæðum ESB, þá hlýtur að vera hægt að benda á hvernig aðrar þjóðir hafa gert það? Og nei, því miður telst Danmörk ekki með, Grænland og Færeyjar eru ekki í Evrópusambandinu og því augljóst að þau stýri eigin fiskimiðum. Grænlendingar ákváðu að segja sig úr ESB m.a. vegna fiskimiðana sinna. Vinsamlegast sýnið okkur svart á hvítu varanlegar undanþágur ríkja að auðlindarákvæðum ESB. Því ef engar slíkar undanþágur finnast, þá er tími til kominn að hætta að blekkja þjóðina með falskri von. Hlakka til að heyra frá ykkur. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Einar Jóhannes Guðnason Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór 3003 Elliði Vignisson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ég tók nýverið nokkra áfanga í Háskólanum á Bifröst. Áður en ég sótti um fór ég á heimasíðu skólans, las um inntökuskilyrði, áfangalýsingar og tók svo upplýsta ákvörðun hvort fjarnámið hentaði mér. Mönnum þykir þetta kannski ekkert sérlega merkilegt, virkar þetta ekki alltaf svona? Ég hefði haldið það en af einhverri ástæðu á umsókn í Evrópusambandið að virka allt öðruvísi, eða svo er sagt. Nú eru 27 lönd í ESB og því ekkert leyndarmál hvers sé ætlast af þeim ríkjum sem ganga í sambandið, það er meira að segja listað upp á heimasíðunni þeirra. Þrátt fyrir þetta vilja Viðreisn og Samfylkingin alls ekki ræða hver inngönguskilyrðin séu. Þau vilja telja okkur trú um að við þurfum fyrst að sækja um og svo sé hægt að skoða skilyrðin. Af hverju ætli það sé? Ástæðan sem við heyrum er sú að allar þjóðir „semji“ um sína inngöngu. Staðreyndin er hins vegar sú að inngönguferlið snýst ekki um að semja um grundvallarreglur heldur um hraða aðlögunar. Einungis tvær þjóðir í Evrópusambandinu hafa fengið varanlegar undanþágur: Danmörk og Írland. Danir sluppu m.a. undan upptöku evrunnar og halda dönsku krónunni í gegnum fastgengistengingu en Írar fengu undanþágu frá Schengen-landamærakerfinu til að viðhalda nánum tengslum við Bretland. Enginn hefur fengið varanlegar undanþágur frá auðlindarákvæðum þrátt fyrir að Bretar og Írar hafi ítrekað reynt, Spánverjar og Portúgalir fengu tímabundnar undanþágur í aðlögunarferlinu en þurftu að lokum að fylgja sameiginlegri fiskveiðistefnu ESB líkt og allir aðrir. Stór ástæða þess að margir studdu Brexit var einmitt vegna þess að Bretar vildu fá sjálfstjórn aftur á sjávarútveginum. Margir trúa því kannski ekki sem ég er að skrifa hér en ég beini þeim að lesa t.d. þessa Wikipedia-síðu um undanþágurnar. Við heyrum mikið hvernig það þurfi „treysta þjóðinni“ í þessu máli en traustið virðist ekki ná lengra en svo en að það megi alls ekki ræða innihald umsóknarinnar fyrr en EFTIR að kosið væri um að sækja um. Ef marka má heimasíðu ESB og skort á varanlegum undanþágum aðildaríkja þá er ekkert um að semja nema hvernig aðlögunarferlið á sér stað, líkt og Štefan Füle, fyrrum stækkunarstjóri ESB, lagði mikla áherslu á þegar Ísland sótti síðast um. Ég vil því senda út ákall til Evrópusinna: Sýnið okkur undanþágurnar. Ef það er svona auðvelt að semja sig frá auðlindarákvæðum ESB, þá hlýtur að vera hægt að benda á hvernig aðrar þjóðir hafa gert það? Og nei, því miður telst Danmörk ekki með, Grænland og Færeyjar eru ekki í Evrópusambandinu og því augljóst að þau stýri eigin fiskimiðum. Grænlendingar ákváðu að segja sig úr ESB m.a. vegna fiskimiðana sinna. Vinsamlegast sýnið okkur svart á hvítu varanlegar undanþágur ríkja að auðlindarákvæðum ESB. Því ef engar slíkar undanþágur finnast, þá er tími til kominn að hætta að blekkja þjóðina með falskri von. Hlakka til að heyra frá ykkur. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar