Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Lovísa Arnardóttir skrifar 24. ágúst 2025 16:07 Magnús vonar að einhver hafi séð þegar kofinn var fluttur burt og hafi samband. Aðsend Magnús Bjarki Snæbjörnsson smiður leitar nú logandi ljósi að kofa sem hann keypti af sveitarfélaginu Bláskógabyggð og ætlaði að flytja að sumarhúsi frændfólks síns og gera upp. Kofann keypti hann síðustu mánaðamót af Bláskógabyggð, en þegar hann fór að sækja hann í dag var hann horfinn. „Ég keypti þetta hús af sveitarfélaginu Bláskógabyggð í góðri trú nú um mánaðamótin síðustu. Gamalt klósethús af hjólhýsasvæðinu. Nú þegar ég ætlaði að sækja það var það horfið með manni og mús. Ekki kannast einhver við að hafa séð það a ferðinni?“ Svona hljóðar auglýsing sem Magnús Bjarki setti inn á Facebook-hópinn Brask og brall síðdegis í dag. Í samtali við fréttastofu segir hann það verulegt svekkelsi að einhver hafi tekið kofann sem er um tíu til fimmtán fermetrar að stærð. Kofann ætlaði Magnús að nota sem viðbyggingu við sumarhús. Aðsend Kofinn var staðsettur á gömlu hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni sem var lokað vegna öryggismála sem ekki voru talin nægjanleg. Hjólhýsabyggðin hafði þá verið á svæðinu í um fimmtíu ár. Ákvörðunin var verulega umdeild. Hann segist ekki ætla að tilkynna þjófnaðinn til lögreglu strax því hann vonist til þess að um einhvern misskilning sé að ræða. „Ég var að preppa undirstöður og ætlaði að flytja hann í vikunni. En núna er ég bara að leita að honum og reyna að finna hann,“ segir Magnús Bjarki. Sá kofann á sínum stað í síðustu viku Sjálfur sá hann kofann á sínum stað í síðustu viku. Hann hefur þegar haft samband við sveitarfélagið sem kannaðist ekki við að hafa fjarlægt kofann. Hann segir það þekkt að fólk taki hluti af svæðinu en sveitarfélagið vinni að því að hreinsa það. Kofinn var á gamla hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni. Aðsend „Við ætluðum að nota þetta sem auka gistiaðstöðu. Bara gera þetta næs. Við sáum tækifæri í þessu, en nú er það bara horfið. Þetta eru mikil vonbrigði og svekkelsi. Það situr sárt í manni að ætla að gera eitthvað næs og plana eitthvað en svo eru bara hlutirnir horfnir.“ Viti einhver eitthvað um kofann biður Magnús fólk um að það hafi samband við hann í gegnum Facebook eða síma. Hann á von á því að einhver hafi séð fólk flytja hann og biður þau sem eitthvað vita að hafa samband. Bláskógabyggð Tengdar fréttir Ákvörðun um að loka hjólhýsabyggð á Laugarvatni endanleg Hjólhýsaeigendur á Laugarvatni verða að vera búnir að koma öllum hjólhýsum, pöllum og öðrum fylgihlutum í burtu fyrir næstu áramót samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar. Formaður félags hjólhýsaeigenda á Laugarvatni ætlar ekki að gefast upp en sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir ákvörðunina endanlega. 14. júlí 2022 16:06 „Maður grætur á kvöldin þegar maður fer að sofa“ Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur ákveðið að hjólhýsabyggðin við Laugarvatn fái ekki að vera áfram. Eigendur hýsanna eru þegar byrjaðir að pakka saman og rífa niður og tilfinningarnar eru miklar. 22. júlí 2022 22:36 Ekki af baki dottin þótt meirihlutinn hafi rifið upp ræturnar Hópur hjólhýsaeigenda við hjólhýsabyggðina við Laugarvatn virðist ekki af baki dottinn þrátt fyrir kröfu sveitarfélagsins um að hjólhýsi og tengd mannvirki verði fjarlægð. Hópurinn hefur fengið lögmann í málið og búið er að senda inn stjórnsýslukæru til innviðaráðuneytisins. Um sextíu hýsi af um tvöhundruð eru eftir. 31. ágúst 2022 09:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
„Ég keypti þetta hús af sveitarfélaginu Bláskógabyggð í góðri trú nú um mánaðamótin síðustu. Gamalt klósethús af hjólhýsasvæðinu. Nú þegar ég ætlaði að sækja það var það horfið með manni og mús. Ekki kannast einhver við að hafa séð það a ferðinni?“ Svona hljóðar auglýsing sem Magnús Bjarki setti inn á Facebook-hópinn Brask og brall síðdegis í dag. Í samtali við fréttastofu segir hann það verulegt svekkelsi að einhver hafi tekið kofann sem er um tíu til fimmtán fermetrar að stærð. Kofann ætlaði Magnús að nota sem viðbyggingu við sumarhús. Aðsend Kofinn var staðsettur á gömlu hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni sem var lokað vegna öryggismála sem ekki voru talin nægjanleg. Hjólhýsabyggðin hafði þá verið á svæðinu í um fimmtíu ár. Ákvörðunin var verulega umdeild. Hann segist ekki ætla að tilkynna þjófnaðinn til lögreglu strax því hann vonist til þess að um einhvern misskilning sé að ræða. „Ég var að preppa undirstöður og ætlaði að flytja hann í vikunni. En núna er ég bara að leita að honum og reyna að finna hann,“ segir Magnús Bjarki. Sá kofann á sínum stað í síðustu viku Sjálfur sá hann kofann á sínum stað í síðustu viku. Hann hefur þegar haft samband við sveitarfélagið sem kannaðist ekki við að hafa fjarlægt kofann. Hann segir það þekkt að fólk taki hluti af svæðinu en sveitarfélagið vinni að því að hreinsa það. Kofinn var á gamla hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni. Aðsend „Við ætluðum að nota þetta sem auka gistiaðstöðu. Bara gera þetta næs. Við sáum tækifæri í þessu, en nú er það bara horfið. Þetta eru mikil vonbrigði og svekkelsi. Það situr sárt í manni að ætla að gera eitthvað næs og plana eitthvað en svo eru bara hlutirnir horfnir.“ Viti einhver eitthvað um kofann biður Magnús fólk um að það hafi samband við hann í gegnum Facebook eða síma. Hann á von á því að einhver hafi séð fólk flytja hann og biður þau sem eitthvað vita að hafa samband.
Bláskógabyggð Tengdar fréttir Ákvörðun um að loka hjólhýsabyggð á Laugarvatni endanleg Hjólhýsaeigendur á Laugarvatni verða að vera búnir að koma öllum hjólhýsum, pöllum og öðrum fylgihlutum í burtu fyrir næstu áramót samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar. Formaður félags hjólhýsaeigenda á Laugarvatni ætlar ekki að gefast upp en sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir ákvörðunina endanlega. 14. júlí 2022 16:06 „Maður grætur á kvöldin þegar maður fer að sofa“ Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur ákveðið að hjólhýsabyggðin við Laugarvatn fái ekki að vera áfram. Eigendur hýsanna eru þegar byrjaðir að pakka saman og rífa niður og tilfinningarnar eru miklar. 22. júlí 2022 22:36 Ekki af baki dottin þótt meirihlutinn hafi rifið upp ræturnar Hópur hjólhýsaeigenda við hjólhýsabyggðina við Laugarvatn virðist ekki af baki dottinn þrátt fyrir kröfu sveitarfélagsins um að hjólhýsi og tengd mannvirki verði fjarlægð. Hópurinn hefur fengið lögmann í málið og búið er að senda inn stjórnsýslukæru til innviðaráðuneytisins. Um sextíu hýsi af um tvöhundruð eru eftir. 31. ágúst 2022 09:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Ákvörðun um að loka hjólhýsabyggð á Laugarvatni endanleg Hjólhýsaeigendur á Laugarvatni verða að vera búnir að koma öllum hjólhýsum, pöllum og öðrum fylgihlutum í burtu fyrir næstu áramót samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar. Formaður félags hjólhýsaeigenda á Laugarvatni ætlar ekki að gefast upp en sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir ákvörðunina endanlega. 14. júlí 2022 16:06
„Maður grætur á kvöldin þegar maður fer að sofa“ Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur ákveðið að hjólhýsabyggðin við Laugarvatn fái ekki að vera áfram. Eigendur hýsanna eru þegar byrjaðir að pakka saman og rífa niður og tilfinningarnar eru miklar. 22. júlí 2022 22:36
Ekki af baki dottin þótt meirihlutinn hafi rifið upp ræturnar Hópur hjólhýsaeigenda við hjólhýsabyggðina við Laugarvatn virðist ekki af baki dottinn þrátt fyrir kröfu sveitarfélagsins um að hjólhýsi og tengd mannvirki verði fjarlægð. Hópurinn hefur fengið lögmann í málið og búið er að senda inn stjórnsýslukæru til innviðaráðuneytisins. Um sextíu hýsi af um tvöhundruð eru eftir. 31. ágúst 2022 09:00