Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Lovísa Arnardóttir skrifar 23. ágúst 2025 11:15 Hjólagæslan er opin frá 8 til miðnættis í kvöld. Aðsend Reiðhjólabændur bjóða í ár upp á vöktuð hjólastæði í bílastæðahúsinu Traðarkoti við Hverfisgötu á móti Þjóðleikhúsinu. Birgir Birgisson, formaður Reiðhjólabænda, segir þetta gert til að hvetja fólk til að koma á hjóli í bæinn í dag á Menningarnótt. Fólk þarf að koma með eigin lás. Sjálfboðaliðar frá félaginu voru mættir klukkan átta í morgun í bílastæðahúsið og munu standa vaktina þar til miðnættis. Formlegri dagskrá menningarnætur lýkur um klukkan 22 í kvöld. „Það eru nokkrir tugir hjóla hérna núna og ég á von á því að þeim fjölgi nokkur hratt eftir um klukkutíma þegar formleg dagskrá hefst,“ segir Birgir í samtali við fréttastofu. Birgir í hjólageymslunni í morgun. Tugir voru mættir snemma með hjólin. Aðsend Hann segir nóg pláss í bílastæðahúsinu sem sé ekki í notkun í dag fyrir bíla vegna götulokana á svæðinu. „Við höfum heyrt af því, í gegnum Reiðhjólabændur, að fólk hafi veigrað sér við því að fara hjólandi í miðbæinn af því þeim finnst þau ekki geta gengið frá hjólunum á öruggan hátt,“ segir Birgir og að félagið hafi því stungið upp á þessu við borgina. Hann segir borgina hafa gefið leyfi fyrir notkun á neðstu hæð bílastæðahússins og því verði félagið þar í dag. Verði mikil nýting á þjónustunni muni þau færa sig á efri hæðar bílastæðahússins líka. Ekki margir öruggir staðir í miðbænum fyrir hjól „Það eru margir staðir til að geyma hjól með öruggum hætti í miðbænum og á svona fjölmennum viðburði getur maður ekki treyst á það, þegar maður leggur af stað úr úthverfinu, að það verði laust í stæði á þessum fáu stöðum sem eru,“ segir Birgir og nefnir hjólastæði Bikekeep sem dæmi. „Fólk kemur með sinn eigin lás, læsir hjólinu og við höfum svo auga með því. Við skráum hjólin líka hjá okkur,“ segir Birgir. Auk þess séu sjálfboðaliðar með á staðnum verkfæri og pumpu og ef fólk vill láta kíkja á hjólið og dytta að því geti sjálfboðaliðar gert það fyrir lágt gjald. Þessi fjölskylda kom saman á hjóli í miðbæinn í morgun. Aðsend Birgir býst við því að vera á staðnum í allan dag en sjálfboðaliðar í félaginu munu skipta með sér vöktum og mæti tvo tíma í senn. Hvetja fólk til að hjóla Hvað varðar hjólageymslu í miðbænum hvetur Birgir, og félagið, borgina til að fjölga hjólastæðum almennt en einnig á mannmörgum viðburðum að skoða hvort hægt sé að koma upp færanlegum hjólastæðum í gámum til dæmis. „Það myndi hvetja fólk til að koma hjólandi í bæinn. Það er gott að koma hjólandi núna. Það eru götulokanir og öðruvísi tímar á strætó auk þess sem vagninn getur verið fullur á álagstímum.“ Hann segir vaktaða hjólastæði í dag vonandi upphafið að einhverju sem svo heldur áfram á næstu stóru viðburðum borgarinnar. „Við endurtökum þetta að ári ef það er stemning fyrir því.“ Menningarnótt Reykjavík Hjólreiðar Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Sjálfboðaliðar frá félaginu voru mættir klukkan átta í morgun í bílastæðahúsið og munu standa vaktina þar til miðnættis. Formlegri dagskrá menningarnætur lýkur um klukkan 22 í kvöld. „Það eru nokkrir tugir hjóla hérna núna og ég á von á því að þeim fjölgi nokkur hratt eftir um klukkutíma þegar formleg dagskrá hefst,“ segir Birgir í samtali við fréttastofu. Birgir í hjólageymslunni í morgun. Tugir voru mættir snemma með hjólin. Aðsend Hann segir nóg pláss í bílastæðahúsinu sem sé ekki í notkun í dag fyrir bíla vegna götulokana á svæðinu. „Við höfum heyrt af því, í gegnum Reiðhjólabændur, að fólk hafi veigrað sér við því að fara hjólandi í miðbæinn af því þeim finnst þau ekki geta gengið frá hjólunum á öruggan hátt,“ segir Birgir og að félagið hafi því stungið upp á þessu við borgina. Hann segir borgina hafa gefið leyfi fyrir notkun á neðstu hæð bílastæðahússins og því verði félagið þar í dag. Verði mikil nýting á þjónustunni muni þau færa sig á efri hæðar bílastæðahússins líka. Ekki margir öruggir staðir í miðbænum fyrir hjól „Það eru margir staðir til að geyma hjól með öruggum hætti í miðbænum og á svona fjölmennum viðburði getur maður ekki treyst á það, þegar maður leggur af stað úr úthverfinu, að það verði laust í stæði á þessum fáu stöðum sem eru,“ segir Birgir og nefnir hjólastæði Bikekeep sem dæmi. „Fólk kemur með sinn eigin lás, læsir hjólinu og við höfum svo auga með því. Við skráum hjólin líka hjá okkur,“ segir Birgir. Auk þess séu sjálfboðaliðar með á staðnum verkfæri og pumpu og ef fólk vill láta kíkja á hjólið og dytta að því geti sjálfboðaliðar gert það fyrir lágt gjald. Þessi fjölskylda kom saman á hjóli í miðbæinn í morgun. Aðsend Birgir býst við því að vera á staðnum í allan dag en sjálfboðaliðar í félaginu munu skipta með sér vöktum og mæti tvo tíma í senn. Hvetja fólk til að hjóla Hvað varðar hjólageymslu í miðbænum hvetur Birgir, og félagið, borgina til að fjölga hjólastæðum almennt en einnig á mannmörgum viðburðum að skoða hvort hægt sé að koma upp færanlegum hjólastæðum í gámum til dæmis. „Það myndi hvetja fólk til að koma hjólandi í bæinn. Það er gott að koma hjólandi núna. Það eru götulokanir og öðruvísi tímar á strætó auk þess sem vagninn getur verið fullur á álagstímum.“ Hann segir vaktaða hjólastæði í dag vonandi upphafið að einhverju sem svo heldur áfram á næstu stóru viðburðum borgarinnar. „Við endurtökum þetta að ári ef það er stemning fyrir því.“
Menningarnótt Reykjavík Hjólreiðar Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira