Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Sandra Sigurðardóttir, Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, Halldór Benjamín Hreinsson og Njörður Sigurðsson skrifa 22. ágúst 2025 11:31 Í málefnasamningi Okkar Hveragerðis og Framsóknar fyrir kjörtímabilið 2022–2026 er lögð sérstök áhersla á að bæta stöðu barnafjölskyldna í Hveragerði. Mikilvægur liður í því markmiði snýr að því að lækka leikskólagjöld með því að bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla í allt að sex tíma á dag á sama tíma og öllum börnum 12 mánaða og eldri er tryggt leikskólapláss. 12 mánaða börnum tryggður leikskóli Með opnun nýs hluta Leikskólans Óskalands undir lok sumars hefur Hveragerðisbær loks náð því markmiði að tryggja öllum börnum frá 12 mánaða aldri leikskólapláss. Þegar núverandi meirihluti tók við árið 2022 hafði um nokkurt skeið ekki tekist að standa við þessa stefnu bæjarins. Til að mæta þeirri stöðu var ákveðið í upphafi kjörtímabilsins að greiða foreldragreiðslur til þeirra fjölskyldna sem ekki fengu pláss fyrir börn sín við 12 mánaða aldur og fram að úthlutun leikskólapláss. Með þessum greiðslum var leitast við að vega upp kostnað sem foreldrar þurftu að bera vegna skorts á leikskólaplássum. Nú er ánægjulegt að segja frá því að öllum börnum í Hveragerði er tryggt leikskólapláss í samræmi við það markmið sem meirihlutinn setti sér í upphafi kjörtímabilsins. Gjaldfrjálsir tímar á leikskólum Á kjörtímabilinu hefur verið unnið markvisst að því að lækka leikskólagjöld með því að fjölga gjaldfrjálsum tímum á leikskólum Hveragerðisbæjar. Árið 2022 var boðinn einn slíkur tími, árið 2023 tveir, árið 2024 þrír og frá 1. september 2025 verða þeir orðnir fjórir. Markmiðið er að árið 2026 verði sex tímar gjaldfrjálsir á dag. Þessi aðferð hefur skilað því að leikskólagjöld fyrir átta tíma dvöl á dag hafa lækkað úr 29.256 krónum á mánuði árið 2022 í 16.800 krónur árið 2025, sem samsvarar 43% lækkun. Á kjörtímabilinu hafa leikskólagjöld i Hveragerði lækkað verulega og biðlistar eru nú auðir sem áður voru þéttsettnir. Það er Hveragerðisleiðin. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, formaður bæjarráðs Sandra Sigurðardóttir, forseti bæjarstjórnar Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, bæjarfulltrúi Halldór Benjamín Hreinsson, bæjarfulltrúi Njörður Sigurðsson, bæjarfulltrúi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Leikskólar Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir Njörður Sigurðsson Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Í málefnasamningi Okkar Hveragerðis og Framsóknar fyrir kjörtímabilið 2022–2026 er lögð sérstök áhersla á að bæta stöðu barnafjölskyldna í Hveragerði. Mikilvægur liður í því markmiði snýr að því að lækka leikskólagjöld með því að bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla í allt að sex tíma á dag á sama tíma og öllum börnum 12 mánaða og eldri er tryggt leikskólapláss. 12 mánaða börnum tryggður leikskóli Með opnun nýs hluta Leikskólans Óskalands undir lok sumars hefur Hveragerðisbær loks náð því markmiði að tryggja öllum börnum frá 12 mánaða aldri leikskólapláss. Þegar núverandi meirihluti tók við árið 2022 hafði um nokkurt skeið ekki tekist að standa við þessa stefnu bæjarins. Til að mæta þeirri stöðu var ákveðið í upphafi kjörtímabilsins að greiða foreldragreiðslur til þeirra fjölskyldna sem ekki fengu pláss fyrir börn sín við 12 mánaða aldur og fram að úthlutun leikskólapláss. Með þessum greiðslum var leitast við að vega upp kostnað sem foreldrar þurftu að bera vegna skorts á leikskólaplássum. Nú er ánægjulegt að segja frá því að öllum börnum í Hveragerði er tryggt leikskólapláss í samræmi við það markmið sem meirihlutinn setti sér í upphafi kjörtímabilsins. Gjaldfrjálsir tímar á leikskólum Á kjörtímabilinu hefur verið unnið markvisst að því að lækka leikskólagjöld með því að fjölga gjaldfrjálsum tímum á leikskólum Hveragerðisbæjar. Árið 2022 var boðinn einn slíkur tími, árið 2023 tveir, árið 2024 þrír og frá 1. september 2025 verða þeir orðnir fjórir. Markmiðið er að árið 2026 verði sex tímar gjaldfrjálsir á dag. Þessi aðferð hefur skilað því að leikskólagjöld fyrir átta tíma dvöl á dag hafa lækkað úr 29.256 krónum á mánuði árið 2022 í 16.800 krónur árið 2025, sem samsvarar 43% lækkun. Á kjörtímabilinu hafa leikskólagjöld i Hveragerði lækkað verulega og biðlistar eru nú auðir sem áður voru þéttsettnir. Það er Hveragerðisleiðin. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, formaður bæjarráðs Sandra Sigurðardóttir, forseti bæjarstjórnar Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, bæjarfulltrúi Halldór Benjamín Hreinsson, bæjarfulltrúi Njörður Sigurðsson, bæjarfulltrúi
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun