Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar 22. ágúst 2025 14:30 Við almenna umræða um aðild að ESB er gott að skoða einstaka hópa samfélagsins. Þar sem ég er í Öldrunarráði Viðreisnar hef ég sérstaklega verið að kanna og fá upplýsingar um áhrif aðildar að ESB á þau mál. Mikilvægt er að fá opna og faglega umræðu um kosti og galla aðildar að ESB. Það þarf að fara vel yfir reglurnar sem Ísland þarf að innleiða og það tekur tíma og kostar aukalega í upphafi aðildar. En miðað við núverandi reglur innan ESB þá má benda á eftirfarandi sem styrkir stöðu eldri borgara þegar Ísland er aðili að ESB. 1. Fjárhagslegt öryggi Sterkari gjaldmiðill og lægri verðbólga: Aðild að ESB og upptaka evru myndi draga úr gengissveiflum og verðbólgu. Það skilar sér í stöðugri kaupmætti lífeyris og sparifjár eldri borgara. Lægra vaxtastig: Eldri borgarar búa oft við föst laun og hafa sparað eða eru með lán. Evran hefur almennt lægra vaxtastig en krónan, sem þýðir lægri vexti á skuldir og betri raunávöxtun á sparnað. ESB-styrkir og samstarf: Evrópa veitir fjármagn til verkefna í öldrunarmálum, heilbrigðisþjónustu og félagslegrar nýsköpunar sem Ísland gæti nýtt betur innan sambandsins. 2. Heilbrigði og velferð Betri aðgangur að Evrópskum heilbrigðisverkefnum: Ísland fengi aðild að sameiginlegum forvörnum, rannsóknum og nýjungum í heilbrigðismálum. Þetta skiptir máli þar sem Evrópa leggur mikla áherslu á öldrunarþjónustu og lífsgæði eldri borgara. Samræmdar gæðakröfur: ESB setur sameiginleg viðmið um þjónustu, öryggi og aðbúnað í heilbrigðis- og félagsþjónustu. Ísland myndi þurfa að fylgja þeim og þar með tryggja eldri borgurum meiri réttindi og samræmdrar þjónustu á landsvísu. 3. Ferðafrelsi og samfélagsleg virkni Ferðafrelsi innan ESB: Eldri borgarar myndu hafa rétt til frjálsrar farar, búsetu og dvalar í öllum ESB-löndum. Það gerir ferðalög innan Evrópu einfaldari og ódýrari. Heilbrigðisréttindi í Evrópu: Með Evrópsku sjúkratryggingakortinu gætu eldri borgarar fengið heilbrigðisþjónustu á sama verði og heimamenn í öllum ESB-löndum – mikilvæg trygging fyrir þá sem ferðast eða dvelja tímabundið erlendis. Nám og menning: Eldri borgarar gætu tekið þátt í menningar- og fræðsluverkefnum á vettvangi ESB, líkt og Erasmus+ hefur þegar boðið upp á fyrir eldri hópa í aðildarlöndum. Ísland getur þar lagt til rannsóknir og niðurstöður frá Janus heilsueflingu. 4. Félagslegt réttlæti og samstaða Evrópsk réttindi: ESB leggur áherslu á mannréttindi, jafnræði og bann við mismunun. Eldri borgarar hefðu því skýrari vernd gegn mismunun á grundvelli aldurs. Þekkingarmiðlun og samstarf: Ísland gæti tekið þátt í samstarfsverkefnum milli sveitarfélaga í Evrópu sem miða að því að minnka einmanaleika, efla sjálfstæði og auka virkni eldri borgara. Aðild að ESB getur tryggt eldri borgurum meiri fjárhagslegan stöðugleika, betri heilbrigðisréttindi og aukið frelsi til ferðalaga og búsetu. Hún myndi líka efla þjónustu við þá með aðgangi að sameiginlegum evrópskum úrræðum og styrkjum. Mikilvægt er að opna faglega umræða um hugsanleg áhrif af aðild ESB. En það er alveg ljóst að raunverulegar niðurstöður koma ekki fram fyrr en í samningum við ESB sem Íslendingar kjósa um áður en til aðildar kemur. Höfundur er viðskiptafræðingur og stjórnarmaður í Öldungaráði Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun Öflugri saman inn í framtíðina Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Rekum RUV ohf „að heiman“ Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vinstri græn gegn íslensku láglaunastefnunni Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Ísland eftir 100 ár Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Við almenna umræða um aðild að ESB er gott að skoða einstaka hópa samfélagsins. Þar sem ég er í Öldrunarráði Viðreisnar hef ég sérstaklega verið að kanna og fá upplýsingar um áhrif aðildar að ESB á þau mál. Mikilvægt er að fá opna og faglega umræðu um kosti og galla aðildar að ESB. Það þarf að fara vel yfir reglurnar sem Ísland þarf að innleiða og það tekur tíma og kostar aukalega í upphafi aðildar. En miðað við núverandi reglur innan ESB þá má benda á eftirfarandi sem styrkir stöðu eldri borgara þegar Ísland er aðili að ESB. 1. Fjárhagslegt öryggi Sterkari gjaldmiðill og lægri verðbólga: Aðild að ESB og upptaka evru myndi draga úr gengissveiflum og verðbólgu. Það skilar sér í stöðugri kaupmætti lífeyris og sparifjár eldri borgara. Lægra vaxtastig: Eldri borgarar búa oft við föst laun og hafa sparað eða eru með lán. Evran hefur almennt lægra vaxtastig en krónan, sem þýðir lægri vexti á skuldir og betri raunávöxtun á sparnað. ESB-styrkir og samstarf: Evrópa veitir fjármagn til verkefna í öldrunarmálum, heilbrigðisþjónustu og félagslegrar nýsköpunar sem Ísland gæti nýtt betur innan sambandsins. 2. Heilbrigði og velferð Betri aðgangur að Evrópskum heilbrigðisverkefnum: Ísland fengi aðild að sameiginlegum forvörnum, rannsóknum og nýjungum í heilbrigðismálum. Þetta skiptir máli þar sem Evrópa leggur mikla áherslu á öldrunarþjónustu og lífsgæði eldri borgara. Samræmdar gæðakröfur: ESB setur sameiginleg viðmið um þjónustu, öryggi og aðbúnað í heilbrigðis- og félagsþjónustu. Ísland myndi þurfa að fylgja þeim og þar með tryggja eldri borgurum meiri réttindi og samræmdrar þjónustu á landsvísu. 3. Ferðafrelsi og samfélagsleg virkni Ferðafrelsi innan ESB: Eldri borgarar myndu hafa rétt til frjálsrar farar, búsetu og dvalar í öllum ESB-löndum. Það gerir ferðalög innan Evrópu einfaldari og ódýrari. Heilbrigðisréttindi í Evrópu: Með Evrópsku sjúkratryggingakortinu gætu eldri borgarar fengið heilbrigðisþjónustu á sama verði og heimamenn í öllum ESB-löndum – mikilvæg trygging fyrir þá sem ferðast eða dvelja tímabundið erlendis. Nám og menning: Eldri borgarar gætu tekið þátt í menningar- og fræðsluverkefnum á vettvangi ESB, líkt og Erasmus+ hefur þegar boðið upp á fyrir eldri hópa í aðildarlöndum. Ísland getur þar lagt til rannsóknir og niðurstöður frá Janus heilsueflingu. 4. Félagslegt réttlæti og samstaða Evrópsk réttindi: ESB leggur áherslu á mannréttindi, jafnræði og bann við mismunun. Eldri borgarar hefðu því skýrari vernd gegn mismunun á grundvelli aldurs. Þekkingarmiðlun og samstarf: Ísland gæti tekið þátt í samstarfsverkefnum milli sveitarfélaga í Evrópu sem miða að því að minnka einmanaleika, efla sjálfstæði og auka virkni eldri borgara. Aðild að ESB getur tryggt eldri borgurum meiri fjárhagslegan stöðugleika, betri heilbrigðisréttindi og aukið frelsi til ferðalaga og búsetu. Hún myndi líka efla þjónustu við þá með aðgangi að sameiginlegum evrópskum úrræðum og styrkjum. Mikilvægt er að opna faglega umræða um hugsanleg áhrif af aðild ESB. En það er alveg ljóst að raunverulegar niðurstöður koma ekki fram fyrr en í samningum við ESB sem Íslendingar kjósa um áður en til aðildar kemur. Höfundur er viðskiptafræðingur og stjórnarmaður í Öldungaráði Viðreisnar.
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun