Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 22. ágúst 2025 10:03 Í gær lýsti Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra því yfir að við ættum að nota ökklabönd í fleiri tilvikum í dómskerfinu en gert er í dag. Kom sú yfirlýsing í kjölfar tillaga starfshóps að breytingu á lögum til verndar brotaþolum. Afstaða fagnar þessari afstöðu dómsmálaráðherra. Í síðustu viku tilkynntu einmitt norsk stjórnvöld að þau myndu taka ökklaband í notkun fyrir þá einstaklinga sem hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Það er í samræmi við stefnu Afstöðu, um að ávallt skuli beita mögulega vægasta úrræði til frelsissviptingar. Þarna er enda um að ræða hóp einstaklinga sem ekki hefur hlotið dóm. En rétt eins og í Noregi byggist réttarkerfið hér á þeirri grundvallarreglu, að allir skuli teljast saklausir uns sekt er sönnuð. Afstaða fagnar yfirlýsingum dómsmálaráðherra um mögulega aukningu á notkun ökklabanda og hvetur jafnframt til þess að við fetum í spor Norðmanna um upptöku notkunar ökklabanda fyrir þá sem hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Lærum af Noregi Í vor hélt Afstaða 20 ára afmælisráðstefnu sem var vel sótt þar sem við beindum einmitt sérstaklega augum okkar til Noregs og fengum til landsins sérfræðinga þaðan, bæði frá fangelsisyfirvöldum sem og félagasamtökum. Það er enda ekki bara Afstaða sem beinir augum sínum til Noregs í fangelsismálum, heldur einnig stjórnvöld. Afstaða skilaði í gær inn umsögnum til bæði dómsmála- og félagsmálaráðuneytisins vegna fyrirhugaðrar lagasetningar um öryggisvistun. Er í þarfagreiningu dómsmálaráðuneytisins m.a. vísað til svo kallaðra „forvarings“ laga í Noregi. Eins og kemur fram í umsögnum Afstöðu til beggja ráðuneyta hefur að undanförnu farið fram mikil umræða um öryggisúrræði í Noregi, í aðdraganda væntanlegra þingkosninga í byrjun september. Nauðsynlegt er að litið verði til reynslu Noregs þegar íslensk stjórnvöld taka ákvörðun í svo afdrifaríku málefni sem öryggisvistun er, þar sem vísað er til reynslunnar í Noregi. Afstaða í fararbroddi Ég mun í næstu viku, ásamt lögfræðingi Afstöðu, fara til Noregs til að eiga fundi með bæði opinberum aðilum sem og félagasamtökum sem eru systursamtök Afstöðu. Þar munum við kynna okkur þær breytingar sem þar eru að verða, eins og víðari notkun ökklabanda, en einnig kynna okkur þekkingu þeirra á öryggisvistun og mikilvægi jafningjastuðnings þar í landi sem er einmitt kjarninn í starfi Afstöðu. Við fylgdumst í síðustu viku með stjórnmálaumræðum sem fram fóru um fangelsismál í Noregi (s.k. Arendalsuke) þar sem m.a. var fjallað um öryggisvistanir. Stjórnandi þeirrar umræðu var Leo Ajkic, þáttagerðarmaður hjá norska ríkissjónvarpinu NRK sem gerði þætti um „forvaring“ öryggisvistun í Noregi og sýndir voru í sjónvarpi á síðasta ári. Þar tók einnig þátt í umræðunum Hans Marius, sem hafði verið dæmdur í 10 ára öryggisvistun þegar hann var aðeins 19 ára gamall með möguleika á framlengingu. Hann hafði einmitt verið viðmælandi í þáttunum „Leo og hin hættulegu“ (Leo og de farlige) sem fjallar um þá sem sæta öryggisvistun í Noregi. Það væri RÚV til mikils sóma að sýna þessa þætti NRK, sem innlegg í upplýsta umræðu um öryggisvistun. Dómsmálaráðuneytið hefur enda vísað til reynslunnar í Noregi sem fyrirmynd að hugsanlegri lagasetningu um öryggisvistun (forvaring) í gögnum sínum. Við þurfumnefnilega að einsetja okkur að læra í raun af reynslu þeirra þjóða sem við berum okkur svo oft saman við, sér í lagi þegar við tökum afdrifaríkar ákvarðanir eins og í málum sem þessum þar sem ætlunin er að gera grunvallarbreytingu á réttarkerfi okkar. Afstaða mun halda áfram að læra af reynslu nágrannaríkja okkar á Norðurlöndunum. Það er enda margt sem við getum lært, m.a. frá Noregi, og því þá ekki t.d. að taka upp hér á landi notkun ökklabanda fyrir þá sem eru úrskurðaðir í gæsluvarðhald? Rétt eins og nú hefur verið gert í Noregi. Höfundur er formaður Afstöðu- Réttindafélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Í gær lýsti Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra því yfir að við ættum að nota ökklabönd í fleiri tilvikum í dómskerfinu en gert er í dag. Kom sú yfirlýsing í kjölfar tillaga starfshóps að breytingu á lögum til verndar brotaþolum. Afstaða fagnar þessari afstöðu dómsmálaráðherra. Í síðustu viku tilkynntu einmitt norsk stjórnvöld að þau myndu taka ökklaband í notkun fyrir þá einstaklinga sem hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Það er í samræmi við stefnu Afstöðu, um að ávallt skuli beita mögulega vægasta úrræði til frelsissviptingar. Þarna er enda um að ræða hóp einstaklinga sem ekki hefur hlotið dóm. En rétt eins og í Noregi byggist réttarkerfið hér á þeirri grundvallarreglu, að allir skuli teljast saklausir uns sekt er sönnuð. Afstaða fagnar yfirlýsingum dómsmálaráðherra um mögulega aukningu á notkun ökklabanda og hvetur jafnframt til þess að við fetum í spor Norðmanna um upptöku notkunar ökklabanda fyrir þá sem hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Lærum af Noregi Í vor hélt Afstaða 20 ára afmælisráðstefnu sem var vel sótt þar sem við beindum einmitt sérstaklega augum okkar til Noregs og fengum til landsins sérfræðinga þaðan, bæði frá fangelsisyfirvöldum sem og félagasamtökum. Það er enda ekki bara Afstaða sem beinir augum sínum til Noregs í fangelsismálum, heldur einnig stjórnvöld. Afstaða skilaði í gær inn umsögnum til bæði dómsmála- og félagsmálaráðuneytisins vegna fyrirhugaðrar lagasetningar um öryggisvistun. Er í þarfagreiningu dómsmálaráðuneytisins m.a. vísað til svo kallaðra „forvarings“ laga í Noregi. Eins og kemur fram í umsögnum Afstöðu til beggja ráðuneyta hefur að undanförnu farið fram mikil umræða um öryggisúrræði í Noregi, í aðdraganda væntanlegra þingkosninga í byrjun september. Nauðsynlegt er að litið verði til reynslu Noregs þegar íslensk stjórnvöld taka ákvörðun í svo afdrifaríku málefni sem öryggisvistun er, þar sem vísað er til reynslunnar í Noregi. Afstaða í fararbroddi Ég mun í næstu viku, ásamt lögfræðingi Afstöðu, fara til Noregs til að eiga fundi með bæði opinberum aðilum sem og félagasamtökum sem eru systursamtök Afstöðu. Þar munum við kynna okkur þær breytingar sem þar eru að verða, eins og víðari notkun ökklabanda, en einnig kynna okkur þekkingu þeirra á öryggisvistun og mikilvægi jafningjastuðnings þar í landi sem er einmitt kjarninn í starfi Afstöðu. Við fylgdumst í síðustu viku með stjórnmálaumræðum sem fram fóru um fangelsismál í Noregi (s.k. Arendalsuke) þar sem m.a. var fjallað um öryggisvistanir. Stjórnandi þeirrar umræðu var Leo Ajkic, þáttagerðarmaður hjá norska ríkissjónvarpinu NRK sem gerði þætti um „forvaring“ öryggisvistun í Noregi og sýndir voru í sjónvarpi á síðasta ári. Þar tók einnig þátt í umræðunum Hans Marius, sem hafði verið dæmdur í 10 ára öryggisvistun þegar hann var aðeins 19 ára gamall með möguleika á framlengingu. Hann hafði einmitt verið viðmælandi í þáttunum „Leo og hin hættulegu“ (Leo og de farlige) sem fjallar um þá sem sæta öryggisvistun í Noregi. Það væri RÚV til mikils sóma að sýna þessa þætti NRK, sem innlegg í upplýsta umræðu um öryggisvistun. Dómsmálaráðuneytið hefur enda vísað til reynslunnar í Noregi sem fyrirmynd að hugsanlegri lagasetningu um öryggisvistun (forvaring) í gögnum sínum. Við þurfumnefnilega að einsetja okkur að læra í raun af reynslu þeirra þjóða sem við berum okkur svo oft saman við, sér í lagi þegar við tökum afdrifaríkar ákvarðanir eins og í málum sem þessum þar sem ætlunin er að gera grunvallarbreytingu á réttarkerfi okkar. Afstaða mun halda áfram að læra af reynslu nágrannaríkja okkar á Norðurlöndunum. Það er enda margt sem við getum lært, m.a. frá Noregi, og því þá ekki t.d. að taka upp hér á landi notkun ökklabanda fyrir þá sem eru úrskurðaðir í gæsluvarðhald? Rétt eins og nú hefur verið gert í Noregi. Höfundur er formaður Afstöðu- Réttindafélags.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar