Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. ágúst 2025 15:04 Stór ökutæki eru á bílastæði Ástjarnarkirkju. Ástjarnarkirkja Bílastæðið við Ástjarnarkirkju hefur verið tekið yfir af stórum atvinnutækum sem leggja yfir þvert bílastæðið. Prestur í kirkjunni segir slíkt ekki gerast oft. Bílastæði kirkjunnar er ekki það eina þar sem fullt er af ökutækjum. „Við í Ástjarnarkirkju erum öll af vilja gerð til að vera fólki að liði. Oft - og eiginlega oftast horfum við í gegnum fingur okkar með það þegar bílastæðin við kirkjuna fyllast af bílum af ýmsum stærðum og gerðum - öndum með nefinu og bíðum eftir að þeir verði færðir svo fólk sem kemur í kirkjuna geti lagt bílunum sínum við kirkjuna,“ skrifar Arnór Bjarki Blomsterberg, prestur í Ástjarnarkirkju, á Facebook. Í færslunni biður hann þá sem eiga umrædd ökutæki að finna önnur bílastæði. Það sé leiðinlegt að fólk sem sæki kirkjuna fái ekki stæði. „Þetta er ekki algengt og við höfum yfirleitt horft í gegnum fingur okkar,“ segir Arnór í samtali við fréttastofu. Hann þurfi nokkrum sinnum á ári að birta slíkar færslur í hóp íbúa í Hafnarfirði á Facebook, aðallega þegar viðburðir eru fram undan. Hann segist þó skilja ökumenn farartækjanna sem leggi á bílastæði kirkjunnar. Þeir keyri stór ökutæki sem almennt sé erfitt að finna stæði fyrir. Þá sé kirkjan ef til vill nær heimilum viðkomandi og því freistandi að leggja nær heimilum þeirra. Arnór Bjarki segir ökumennina alltaf hafa brugðist vel við og fært bílana samstundis. Hann segir í færslunni að hann vonist til að allir bílarnir verði farnir fyrir morgundaginn. Ferðavagnar taka yfir bílastæði grunnskóla Bílastæði Ástjarnarkirkju er ekki það eina á höfuðborgarsvæðinu sem á í slíkum vanda. Í færslu á Facebook-síðu Garðabæjar biðja bæjaryfirvöld íbúa um að sækja ferðavagna sem geymdir eru á skólalóðum grunnskólanna. „Það er enn fullt af ferðavögnum við grunnskóla bæjarins, sérstaklega við Sjálandsskóla,“ segir í færslunni. Skólastarf hefst á morgun og þurfi starfsfólk og nemendur greitt aðgengi að skólanum og bílastæði hans. „Göngum í málið og sækjum tækin strax í dag.“ Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði og Kópavogi hafa áður boðið íbúum að geyma hjól- og fellihýsi á svæðum í eigu sveitarfélaganna. Í svari við fyrirspurn Kolbrúnar Baldursdóttur, þáverandi áherynarfulltrúa í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar frá árinu 2022 sagði að ekki væri á dagskrá að útvega eigendum hjól- og fellihýsa sérstakt geymslupláss yfir sumartímann. Sjá nánar: Ekki á dagskrá að sjá hjól- og fellihýsaeigendum fyrir geymsluplássi á sumrin Hafnarfjörður Garðabær Bílastæði Bílar Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira
„Við í Ástjarnarkirkju erum öll af vilja gerð til að vera fólki að liði. Oft - og eiginlega oftast horfum við í gegnum fingur okkar með það þegar bílastæðin við kirkjuna fyllast af bílum af ýmsum stærðum og gerðum - öndum með nefinu og bíðum eftir að þeir verði færðir svo fólk sem kemur í kirkjuna geti lagt bílunum sínum við kirkjuna,“ skrifar Arnór Bjarki Blomsterberg, prestur í Ástjarnarkirkju, á Facebook. Í færslunni biður hann þá sem eiga umrædd ökutæki að finna önnur bílastæði. Það sé leiðinlegt að fólk sem sæki kirkjuna fái ekki stæði. „Þetta er ekki algengt og við höfum yfirleitt horft í gegnum fingur okkar,“ segir Arnór í samtali við fréttastofu. Hann þurfi nokkrum sinnum á ári að birta slíkar færslur í hóp íbúa í Hafnarfirði á Facebook, aðallega þegar viðburðir eru fram undan. Hann segist þó skilja ökumenn farartækjanna sem leggi á bílastæði kirkjunnar. Þeir keyri stór ökutæki sem almennt sé erfitt að finna stæði fyrir. Þá sé kirkjan ef til vill nær heimilum viðkomandi og því freistandi að leggja nær heimilum þeirra. Arnór Bjarki segir ökumennina alltaf hafa brugðist vel við og fært bílana samstundis. Hann segir í færslunni að hann vonist til að allir bílarnir verði farnir fyrir morgundaginn. Ferðavagnar taka yfir bílastæði grunnskóla Bílastæði Ástjarnarkirkju er ekki það eina á höfuðborgarsvæðinu sem á í slíkum vanda. Í færslu á Facebook-síðu Garðabæjar biðja bæjaryfirvöld íbúa um að sækja ferðavagna sem geymdir eru á skólalóðum grunnskólanna. „Það er enn fullt af ferðavögnum við grunnskóla bæjarins, sérstaklega við Sjálandsskóla,“ segir í færslunni. Skólastarf hefst á morgun og þurfi starfsfólk og nemendur greitt aðgengi að skólanum og bílastæði hans. „Göngum í málið og sækjum tækin strax í dag.“ Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði og Kópavogi hafa áður boðið íbúum að geyma hjól- og fellihýsi á svæðum í eigu sveitarfélaganna. Í svari við fyrirspurn Kolbrúnar Baldursdóttur, þáverandi áherynarfulltrúa í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar frá árinu 2022 sagði að ekki væri á dagskrá að útvega eigendum hjól- og fellihýsa sérstakt geymslupláss yfir sumartímann. Sjá nánar: Ekki á dagskrá að sjá hjól- og fellihýsaeigendum fyrir geymsluplássi á sumrin
Hafnarfjörður Garðabær Bílastæði Bílar Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira