Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 20. ágúst 2025 12:33 Við sögðum fyrir kosningar að fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar undir forystu Kristrúnar Frostadóttur yrði að ná styrkri stjórn á fjármálum ríkisins. Fregnir af því að alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings hafi breytt horfum um lánshæfi ríkissjóðs úr stöðugum í jákvæðar eru enn ein staðfestingin á því að þessu verkefni miðar vel. Sömu skilaboð berast frá OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðinum í nýlegum úttektum þeirra á íslensku efnahagslífi og stöðu ríkisfjármála. Vaxtaákvörðun Seðlabankans í dag og þróun verðbólguvæntinga gefa engu að síður tilefni til að hugað verði að enn harkalegra aðhaldi í ríkisfjármálum þegar þing kemur saman í haust. Lækkun skulda breytir leiknum Fitch rökstyður breyttar lánshæfishorfur með vísan til pólitískra aðgerða nýrrar ríkisstjórnar og embættisverka Daða Más Kristóferssonar fjármála- og efnahagsráðherra. Meginástæðurnar eru vel heppnað uppgjör á skuldbindingum Íbúðalánasjóðs og salan á Íslandsbanka, ákvarðanir sem gerbreyta skuldastöðu ríkissjóðs til hins betra, og aðhaldssöm fjármálaáætlun okkar sem gerir ráð fyrir stórbættri afkomu ríkisins á næstu árum. Síðast en ekki síst er bent á stórkostleg tækifæri til aukinnar verðmætasköpunar og fjölgunar stoða í atvinnulífi um allt land. Þar mun nýting endurnýjanlegra orkugjafa og efling framleiðslu og flutnings raforku til orkuskipta, atvinnuppbyggingar og gjaldeyrisðflunar leika lykilhlutverk. Um leið skulum við muna að oft er verndun óspjallaðrar náttúru einmitt sú tegund nýtingar sem skilar samfélaginu mestum fjárhagsábata. 100 milljarða hagræðing í ríkisrekstri Þegar fyrri ríkisstjórn fór frá völdum í desember síðastliðnum stefndi í viðstöðulausan hallarekstur ríkissjóðs út þennan áratug. Nú, með nýrri ríkisstjórn og nýrri stefnu er unnið samkvæmt fjármálaáætlun sem gerir ráð fyrir að hallinn snarminnki á næsta ári og verði nánast enginn árið 2027. Þetta er algjör umbylting á stöðu ríkisfjármála. Við tökum til í ríkisrekstrinum með 100 milljarða hagræðingaraðgerðum á áætlunartímanum og um leið skrúfum við fyrir skattaglufur og innheimtum raunveruleg auðlindagjöld. Bestu fréttirnar eru þær að á sama tíma og við lokum fjárlagahallanum og grynnkum á skuldum ríkisins þá sköpum við svigrúm til þess að styrkja velferðarkerfið okkar og innviði. Við erum að spýta mörgum milljörðum aukalega í vegakerfið, fjölga lögreglumönnum, binda lífeyri við launavísitölu og hækka frítekjumark ellilífeyris, styrkja fæðingarorlofskerfið, byggja hjúkrunarheimili og verknámsskóla og svo margt fleira. Þetta er hægt vegna þess að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur er með skýra forgangsröðun og gengur sameinuð til verka. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Samfylkingin Mest lesið Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun Öflugri saman inn í framtíðina Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Rekum RUV ohf „að heiman“ Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Vinstri græn gegn íslensku láglaunastefnunni Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Ísland eftir 100 ár Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Við sögðum fyrir kosningar að fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar undir forystu Kristrúnar Frostadóttur yrði að ná styrkri stjórn á fjármálum ríkisins. Fregnir af því að alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings hafi breytt horfum um lánshæfi ríkissjóðs úr stöðugum í jákvæðar eru enn ein staðfestingin á því að þessu verkefni miðar vel. Sömu skilaboð berast frá OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðinum í nýlegum úttektum þeirra á íslensku efnahagslífi og stöðu ríkisfjármála. Vaxtaákvörðun Seðlabankans í dag og þróun verðbólguvæntinga gefa engu að síður tilefni til að hugað verði að enn harkalegra aðhaldi í ríkisfjármálum þegar þing kemur saman í haust. Lækkun skulda breytir leiknum Fitch rökstyður breyttar lánshæfishorfur með vísan til pólitískra aðgerða nýrrar ríkisstjórnar og embættisverka Daða Más Kristóferssonar fjármála- og efnahagsráðherra. Meginástæðurnar eru vel heppnað uppgjör á skuldbindingum Íbúðalánasjóðs og salan á Íslandsbanka, ákvarðanir sem gerbreyta skuldastöðu ríkissjóðs til hins betra, og aðhaldssöm fjármálaáætlun okkar sem gerir ráð fyrir stórbættri afkomu ríkisins á næstu árum. Síðast en ekki síst er bent á stórkostleg tækifæri til aukinnar verðmætasköpunar og fjölgunar stoða í atvinnulífi um allt land. Þar mun nýting endurnýjanlegra orkugjafa og efling framleiðslu og flutnings raforku til orkuskipta, atvinnuppbyggingar og gjaldeyrisðflunar leika lykilhlutverk. Um leið skulum við muna að oft er verndun óspjallaðrar náttúru einmitt sú tegund nýtingar sem skilar samfélaginu mestum fjárhagsábata. 100 milljarða hagræðing í ríkisrekstri Þegar fyrri ríkisstjórn fór frá völdum í desember síðastliðnum stefndi í viðstöðulausan hallarekstur ríkissjóðs út þennan áratug. Nú, með nýrri ríkisstjórn og nýrri stefnu er unnið samkvæmt fjármálaáætlun sem gerir ráð fyrir að hallinn snarminnki á næsta ári og verði nánast enginn árið 2027. Þetta er algjör umbylting á stöðu ríkisfjármála. Við tökum til í ríkisrekstrinum með 100 milljarða hagræðingaraðgerðum á áætlunartímanum og um leið skrúfum við fyrir skattaglufur og innheimtum raunveruleg auðlindagjöld. Bestu fréttirnar eru þær að á sama tíma og við lokum fjárlagahallanum og grynnkum á skuldum ríkisins þá sköpum við svigrúm til þess að styrkja velferðarkerfið okkar og innviði. Við erum að spýta mörgum milljörðum aukalega í vegakerfið, fjölga lögreglumönnum, binda lífeyri við launavísitölu og hækka frítekjumark ellilífeyris, styrkja fæðingarorlofskerfið, byggja hjúkrunarheimili og verknámsskóla og svo margt fleira. Þetta er hægt vegna þess að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur er með skýra forgangsröðun og gengur sameinuð til verka. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun