Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar 20. ágúst 2025 13:07 Á sama tíma og eldislaxar ógna framtíð villtra laxastofna og landeigendur berjast fyrir stjórnarskrárvörðum réttindum sínum, situr Umhverfis- og orkustofnun yfir fundum vegna steina í Miðfjarðará samkvæmt fyrirspurnum Morgunblaðsins. Nokkrir vörubílar af grjóti, framkvæmd í neyðarrétti sem enginn óskar sér að þurfa að fara í, til að verja hrygningarstöðvar, eru orðnir að aðaláhyggjuefni stofnunarinnar sem á að hafa eftirlit með því að fiskeldisfyrirtæki fylgi lögum og starfsleyfum. Að sama skapi hefur Morgunblaðið – blað í eigu útgerðarmanna – gert þessa „steinamálsrannsókn“ að fréttamálum síðustu daga. Blaðið hefur hringt í stofnanir, kallað eftir skýringum og skrifað ítrekað um árbakkann en ekki tekið eitt viðtal við landeigendur. Þess má geta að laxveiðiám hefur verið lokað í Noregi m.a. vegna fiskeldis og því vekur furðu að nokkrir steinar taki meira pláss í prentun en framtíð íslenska laxins og afkomu fjölda fjölskyldna á landsbyggðinni. Endurtekin brot – en engin umræða um endurmat starfsleyfa Frá 2021 til 2024 hafa komið fram fjölmörg frávik frá starfsleyfi Umhverfisstofnunar hjá Arctic Sea Farm í Dýrafirði. Fyrirtækið fór yfir hámarkslífmassa starfsleyfisins árið 2021 og í eftirlitsskýrslum síðan hafa ítrekað komið fram alvarleg brot, þar á meðal framleiðsla umfram heimildir, rangar staðsetningar kvía og vanræksla á lögbundinni skýrslugjöf. Í nýjustu úttekt árið 2024 voru skráð níu frávik í einu eftirliti, þar á meðal að seiði voru sett í kvíar án tilskilinna gagna. Þetta er ekki spurning um einstaka „mistök“ heldur mynstur kerfisbundinnar vanrækslu sem ætti að kalla á endurmat starfsleyfa og umræðu um hvernig Ísland ætlar að uppfylla skuldbindingar sínar samkvæmt Vatnatilskipun. Það vekur því sérstaka furðu að Umhverfisstofnun verji tíma í fundi um steina í árbakka, þegar Eftirlitsstofnun EFTA hefur nýlega bent á að Ísland hafi ekki einu sinni flokkað vistfræðilegt eða efnafræðilegt ástand vatnshlota sinna samkvæmt vatnatilskipun ESB. Þetta er skilgreindur innleiðingarhalli sem kallar á úrbætur – ekki steinamál. Þess í stað er Umhverfisstofnun að verja tíma í að ræða steina sem landeigendur lögðu í á til að verja eignir sínar og hrygningarsvæði villtra laxa. Þess má einnig geta að í eftirlitsskýrslum Matvælastofnunar um rekstrarleyfi umrædds fyrirtækis hafa síðustu ár komið fram alvarleg frávik í hverri einustu eftirlitsferð. Öndum rólega? Í þessu samhengi skrifar framkvæmdastjóri SFS grein undir fyrirsögninni „Öndum rólega“. Sama viðkvæði og í veiðigjaldadeilunni: ef við eigum alltaf að anda jafn rólega og SFS vill, þá gerist ekki mikið. Í greininni reynir hún að draga úr alvöru sleppinga með því að vísa í erfðagreiningar sem liggja ekki fyrir, fullyrða að eldislax æxlist illa, og benda á að áhættumat Hafrannsóknarstofnjunar geri beinlínis ráð fyrir strokum sem „villtur lax geti staðið af sér“. Þetta er villandi mynd. Í fyrsta lagi er slepping sjálfstætt brot á lögum, ekki “það gera allir mistök”. Í öðru lagi er hugmyndin um að villtir stofnar „standi af sér ágang“ röng, því erfðablöndun er óafturkræf og Noregur er augljóst dæmi um það einsog framkvæmdastjóri SFS veit full vel. Í þriðja lagi er það einfaldlega rangt að Ísland sé „á undan öðrum“ í verndun; við erum eina landið í Norður-Atlantshafi sem leyfir áframhaldandi stækkun sjókvíaeldis þrátt fyrir stórfelldar sleppingar. Það er því að fagna að í stjórnarsáttmála er kveðið á um að styrkja komandi lagaumgjörð og færa Ísland nær lokuðum kvíum en ekki bara fara í öndunaræfingar með SFS. „Mistök gerast“? Þegar framkvæmdastjóri SFS segir í grein sinni á Vísi að „mistök gerist“ er það eins og um sé að ræða óvænt slys. En raunveruleikinn er annar: fiskeldisstöðvar komast varla í gegnum eina einustu úttekt án athugasemda. Það er alltaf eitthvað að – ónógar varnir, slitnar netapokar, skortur á vöktun. Þetta eru ekki mistök, þetta er mynstur. Sleppingar eru fyrirsjáanlegar afleiðingar kerfis sem hefur normalíserað vanrækslu. Á meðan SFS biður um rósemi og Morgunblaðið eltir steina, stendur stærsta spurningin eftir ósvöruð: Hvers vegna er Umhverfisstofnun ekki að endurmeta starfsleyfi fiskeldisins þegar fyrirtækin starfa ekki samkvæmt lögum? Höfundur er lögfræðingur og stjórnarmaður IWF. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun Öflugri saman inn í framtíðina Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Rekum RUV ohf „að heiman“ Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vinstri græn gegn íslensku láglaunastefnunni Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Ísland eftir 100 ár Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Á sama tíma og eldislaxar ógna framtíð villtra laxastofna og landeigendur berjast fyrir stjórnarskrárvörðum réttindum sínum, situr Umhverfis- og orkustofnun yfir fundum vegna steina í Miðfjarðará samkvæmt fyrirspurnum Morgunblaðsins. Nokkrir vörubílar af grjóti, framkvæmd í neyðarrétti sem enginn óskar sér að þurfa að fara í, til að verja hrygningarstöðvar, eru orðnir að aðaláhyggjuefni stofnunarinnar sem á að hafa eftirlit með því að fiskeldisfyrirtæki fylgi lögum og starfsleyfum. Að sama skapi hefur Morgunblaðið – blað í eigu útgerðarmanna – gert þessa „steinamálsrannsókn“ að fréttamálum síðustu daga. Blaðið hefur hringt í stofnanir, kallað eftir skýringum og skrifað ítrekað um árbakkann en ekki tekið eitt viðtal við landeigendur. Þess má geta að laxveiðiám hefur verið lokað í Noregi m.a. vegna fiskeldis og því vekur furðu að nokkrir steinar taki meira pláss í prentun en framtíð íslenska laxins og afkomu fjölda fjölskyldna á landsbyggðinni. Endurtekin brot – en engin umræða um endurmat starfsleyfa Frá 2021 til 2024 hafa komið fram fjölmörg frávik frá starfsleyfi Umhverfisstofnunar hjá Arctic Sea Farm í Dýrafirði. Fyrirtækið fór yfir hámarkslífmassa starfsleyfisins árið 2021 og í eftirlitsskýrslum síðan hafa ítrekað komið fram alvarleg brot, þar á meðal framleiðsla umfram heimildir, rangar staðsetningar kvía og vanræksla á lögbundinni skýrslugjöf. Í nýjustu úttekt árið 2024 voru skráð níu frávik í einu eftirliti, þar á meðal að seiði voru sett í kvíar án tilskilinna gagna. Þetta er ekki spurning um einstaka „mistök“ heldur mynstur kerfisbundinnar vanrækslu sem ætti að kalla á endurmat starfsleyfa og umræðu um hvernig Ísland ætlar að uppfylla skuldbindingar sínar samkvæmt Vatnatilskipun. Það vekur því sérstaka furðu að Umhverfisstofnun verji tíma í fundi um steina í árbakka, þegar Eftirlitsstofnun EFTA hefur nýlega bent á að Ísland hafi ekki einu sinni flokkað vistfræðilegt eða efnafræðilegt ástand vatnshlota sinna samkvæmt vatnatilskipun ESB. Þetta er skilgreindur innleiðingarhalli sem kallar á úrbætur – ekki steinamál. Þess í stað er Umhverfisstofnun að verja tíma í að ræða steina sem landeigendur lögðu í á til að verja eignir sínar og hrygningarsvæði villtra laxa. Þess má einnig geta að í eftirlitsskýrslum Matvælastofnunar um rekstrarleyfi umrædds fyrirtækis hafa síðustu ár komið fram alvarleg frávik í hverri einustu eftirlitsferð. Öndum rólega? Í þessu samhengi skrifar framkvæmdastjóri SFS grein undir fyrirsögninni „Öndum rólega“. Sama viðkvæði og í veiðigjaldadeilunni: ef við eigum alltaf að anda jafn rólega og SFS vill, þá gerist ekki mikið. Í greininni reynir hún að draga úr alvöru sleppinga með því að vísa í erfðagreiningar sem liggja ekki fyrir, fullyrða að eldislax æxlist illa, og benda á að áhættumat Hafrannsóknarstofnjunar geri beinlínis ráð fyrir strokum sem „villtur lax geti staðið af sér“. Þetta er villandi mynd. Í fyrsta lagi er slepping sjálfstætt brot á lögum, ekki “það gera allir mistök”. Í öðru lagi er hugmyndin um að villtir stofnar „standi af sér ágang“ röng, því erfðablöndun er óafturkræf og Noregur er augljóst dæmi um það einsog framkvæmdastjóri SFS veit full vel. Í þriðja lagi er það einfaldlega rangt að Ísland sé „á undan öðrum“ í verndun; við erum eina landið í Norður-Atlantshafi sem leyfir áframhaldandi stækkun sjókvíaeldis þrátt fyrir stórfelldar sleppingar. Það er því að fagna að í stjórnarsáttmála er kveðið á um að styrkja komandi lagaumgjörð og færa Ísland nær lokuðum kvíum en ekki bara fara í öndunaræfingar með SFS. „Mistök gerast“? Þegar framkvæmdastjóri SFS segir í grein sinni á Vísi að „mistök gerist“ er það eins og um sé að ræða óvænt slys. En raunveruleikinn er annar: fiskeldisstöðvar komast varla í gegnum eina einustu úttekt án athugasemda. Það er alltaf eitthvað að – ónógar varnir, slitnar netapokar, skortur á vöktun. Þetta eru ekki mistök, þetta er mynstur. Sleppingar eru fyrirsjáanlegar afleiðingar kerfis sem hefur normalíserað vanrækslu. Á meðan SFS biður um rósemi og Morgunblaðið eltir steina, stendur stærsta spurningin eftir ósvöruð: Hvers vegna er Umhverfisstofnun ekki að endurmeta starfsleyfi fiskeldisins þegar fyrirtækin starfa ekki samkvæmt lögum? Höfundur er lögfræðingur og stjórnarmaður IWF.
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun