Viðskipti innlent

Endur­bættur Kaffivagn opnar aftur í dag

Lovísa Arnardóttir skrifar
Veitingastaðurinn er verulega breyttur frá því sem áður var.
Veitingastaðurinn er verulega breyttur frá því sem áður var. Jónatan Grétarsson

Veitingastaðurinn Kaffivagninn opnar aftur í dag fyrir gesti og gangandi eftir gagngerar endurbætur, endurhönnun og endursköpun. Veitingastaðurinn hefur verið lokaður frá því í vor vegna endurbótanna. Veitingastaðurinn opnaði árið 1935 og er elsti starfandi veitingastaður á Íslandi.

Matreiðslu- og veitingamaðurinn Axel Óskarsson rekur veitingastaðinn en hann hefur síðustu ár einnig rekið veitingahúsið Öðling í golfskálanum Oddi, ásamt eiginkonu sinni Katrínu Ósk Aldan.

Axel, Katrín Ósk og börn þeirra á útipalli staðarins.Jónatan Grétarsson

Fjallað var um endurbæturnar á Vísi í vor en þar kom fram að við endurbæturnar hefðu fundist ýmsar gersemar í veggjunum, allt að 70 ára gamlar.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×