Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 20. ágúst 2025 07:02 Frá því skömmu eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar hafa regnhlífarsamtökin European Movement International unnið ötullega að lokamarkmiðinu með samrunanum innan Evrópusambandsins og forvera þess allt frá upphafi að til verði að lokum evrópskt sambandsríki. Regnhlífarsamtökin samanstanda af samtökum frá flestum Evrópuríkjum og þar á meðal frá Íslandi en Evrópuhreyfingin er aðili að þeim líkt og eldri samtök íslenzkra Evrópusambandssinna voru áður. Til að mynda kom þannig fram í Schuman-yfirlýsingunni 1950, sem markar upphaf Evrópusambandsins eins og við þekkjum það í dag, að fyrsta skrefið á þeirri vegferð væri að koma stál- og kolaframleiðslu Evrópuríkja undir eina yfirþjóðlega stjórn en lokamarkmiðið evrópskt sambandsríki. Síðan hefur sambandið jafnt og þétt öðlast fleiri einkenni ríkis. Nú síðast var til að mynda talað um áframhaldandi þróun í þá átt í stjórnarsáttmála síðustu ríkisstjórnar Þýzkalands. Hér er einmitt lykilorðið „áframhaldandi þróun“ enda er Evrópusambandið í dag að stóru leyti þegar orðið federalískt og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun. Þannig eru flestar helztu stofnanir sambandsins federalískar í eðli sínu. Hrein leitun hefur enda verið að forystumönnum Evrópusambandsins og ríkja þess á liðnum árum sem ekki hafa verið yfirlýstir stuðningsmenn lokamarkmiðsins. Þar á meðal allir forsetar framkvæmdastjórnar sambandsins undanfarna áratugi. Með öðrum orðum er Evrópuhreyfingin ljóslega samtök íslenzkra sambandsríkissinna sem vilja að Ísland verði hluti evrópsks sambandsríkis. Annars væri hreyfingin varla aðili að regnhlífarsamtökum evrópskra sambandsríkissinna. Hver þróunin hefur verið innan Evrópusambandsins og hvert hún stefnir er annars lykilatriði þegar rætt er um það hvort rétt væri að Ísland yrði hluti þess. Eins er auðvitað gagnlegt að vita hvers konar félagsskapur Evrópuhreyfingin er í raun. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Öflugri saman inn í framtíðina Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Rekum RUV ohf „að heiman“ Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vinstri græn gegn íslensku láglaunastefnunni Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Ísland eftir 100 ár Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Frá því skömmu eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar hafa regnhlífarsamtökin European Movement International unnið ötullega að lokamarkmiðinu með samrunanum innan Evrópusambandsins og forvera þess allt frá upphafi að til verði að lokum evrópskt sambandsríki. Regnhlífarsamtökin samanstanda af samtökum frá flestum Evrópuríkjum og þar á meðal frá Íslandi en Evrópuhreyfingin er aðili að þeim líkt og eldri samtök íslenzkra Evrópusambandssinna voru áður. Til að mynda kom þannig fram í Schuman-yfirlýsingunni 1950, sem markar upphaf Evrópusambandsins eins og við þekkjum það í dag, að fyrsta skrefið á þeirri vegferð væri að koma stál- og kolaframleiðslu Evrópuríkja undir eina yfirþjóðlega stjórn en lokamarkmiðið evrópskt sambandsríki. Síðan hefur sambandið jafnt og þétt öðlast fleiri einkenni ríkis. Nú síðast var til að mynda talað um áframhaldandi þróun í þá átt í stjórnarsáttmála síðustu ríkisstjórnar Þýzkalands. Hér er einmitt lykilorðið „áframhaldandi þróun“ enda er Evrópusambandið í dag að stóru leyti þegar orðið federalískt og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun. Þannig eru flestar helztu stofnanir sambandsins federalískar í eðli sínu. Hrein leitun hefur enda verið að forystumönnum Evrópusambandsins og ríkja þess á liðnum árum sem ekki hafa verið yfirlýstir stuðningsmenn lokamarkmiðsins. Þar á meðal allir forsetar framkvæmdastjórnar sambandsins undanfarna áratugi. Með öðrum orðum er Evrópuhreyfingin ljóslega samtök íslenzkra sambandsríkissinna sem vilja að Ísland verði hluti evrópsks sambandsríkis. Annars væri hreyfingin varla aðili að regnhlífarsamtökum evrópskra sambandsríkissinna. Hver þróunin hefur verið innan Evrópusambandsins og hvert hún stefnir er annars lykilatriði þegar rætt er um það hvort rétt væri að Ísland yrði hluti þess. Eins er auðvitað gagnlegt að vita hvers konar félagsskapur Evrópuhreyfingin er í raun. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun