Segir ásakanir Evrópu barnalegar Samúel Karl Ólason skrifar 19. ágúst 2025 14:03 Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. EPA/PAVEL BEDNYAKOV Ekki er hægt að koma á langvarandi friði milli Rússlands og Úkraínu án tillits til áhyggja Rússa hvað varðar öryggi og virðingu fyrir rússneskumælandi fólki í Úkraínu. Þetta segir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, en hann segir einnig að leysa þurfi „grunnástæður“ átakanna og þvertók fyrir að innrás Rússa í Úkraínu snerist um landvinninga. Lavrov segir einnig að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og hans fólk átti sig á því að ástæða sé fyrir átökunum og að Trump vilji leysa þessar áðurnefndu „grunnástæður“. Hann segir ásakanir leiðtoga Evrópu um að innrás Rússa hafi verið tilefnislaus vera barnalegar. Í viðtali í Rússlandi í morgun sagði Ráðherrann einnig að Rússar neituðu ekki að eiga í nokkurskonar viðræðum og var hann þar að vísa til mögulegs fundar milli Vladimírs Pútin og Vólódímírs Selenskí, forseta Rússlands og Úkraínu, og mögulegs fundar sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, myndi einnig sitja. Sjá einnig: Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Lavrov ítrekaði þó að undirbúa þyrfti slíkan fund mjög vandlega. „Án þess að virðing sé borin fyrir öryggishagsmunum Rússlands, án fullrar virðingar fyrir réttindum Rússa og rússneskumælandi fólks í Úkraínu, er ekki hægt að ræða langvarandi samkomulag.“ Þegar ráðamenn í Rússlandi hafa talað um grunnástæður innrásarinnar eða áhyggjur þeirra vaðrandi öryggi Rússlands eru þeir að vísa til kröfu þeirra um að ríkjum Austur-Evrópu verði vísað úr Atlantshafsbandalaginu. Lavrov hélt því einnig fram að Rússar hafðu ekki ætlað sér að leggja undir sig landsvæði í Úkraínu. Heldur væri markmið þeirra að vernda rússneskt fólk sem hefði búið á þessu svæði um langt skeið. Pútín hefur margsinnis talað um að Úkraína sé ekki réttmætt ríki og tilheyri í raun Rússlandi. „Klassískur tafaleikur“ Ummæli Lavrovs virðast staðfesta að þrátt fyrir fundi í Bandaríkjunum, milli Donalds Trump og Vladimírs Pútín, forseta Bandaríkjanna og Rússlands, og fund Trumps og Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu, og annarra leiðtoga frá Evrópu, hefur afstaða Rússa gagnvart vopnahléi og öryggistryggingum handa Úkraínumönnum ekkert breyst. Sjá einnig: „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ „Þeir vilja ekki vopnahlé. Þeir vilja viðræður og samninga, og svo vopnahlé. Það er bara klassískur tafaleikur. Það er endalaust hægt að teygja þann lopa á meðan Rússar vonast til að ná meiri árangri á vígvellinum í Úkraínu,“ sagði Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra, til að mynda í hádegisfréttum Bylgjunnar. Vilja einangra gamlar nýlendur Að hinum meintu „grunnástæðum“ fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Fyrir innrásina krafðist Pútín þess að Úkraínu yrði meinaður aðgangur að NATO og að bandalagið myndi flytja alla hermenn og búnað úr aðildarríkjum sem gengu til liðs við bandalagið eftir 1997. Þar á meðal eru Pólland og Eystrasaltsríkin, sem hafa varað við því að Rússar vilji auka umsvif sín á svæðinu og draga úr fullveldi þeirra. Sjá einnig (Frá desember 2021): „Það eru ekki við sem höfum ógnað neinum“ Pólland, Ungverjaland og Tékkland gengu til liðs við Atlantshafsbandalagið árið 1999. Árið 2004 gerðu Búlgaríu, Rúmenía og Slóvakía það einnig auk Eystrasaltsríkjanna Eistlands, Lettlands og Litháen. Í kjölfarið af því gengu Albanía, Króatía, Svartfjallaland og Norður Makedónía það einnig. Þessi ríki eru á gömlu yfirráðasvæði Sovétríkjanna. Forsvarsmenn NATO hafa sagt að ekki komi til greina að neita ríkjum mögulega aðild. Sú ákvörðun sé á höndum íbúa ríkjanna sjálfra og svo aðildarríkja NATO sem þurfa að samþykkja umsóknir. Það er eitt að grunngildum NATO að hvaða ríki sem er geti sótt um aðild. Laug um loforð um NATO Lavrov vísaði einnig í viðtalinu til þess að Rússum hafi verið lofað að NATO myndi ekki teygja anga sína til austurs og að þau loforð hafi verði brotin. Það er ekki rétt. Því er reglulega haldið fram að ráðamönnum í Rússlandi og fólki sem aðhyllist málstað Rússa að þeim hafi verið lofað að ríki Austur-Evrópu myndu ekki fá inngöngu í Atlantshafsbandalagið. Oftast er vísað til ummæla James A. Baker, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem á að hafa lofað Míkhaíl Gorbatsjov, síðasta leiðtoga Sovétríkjanna, eftir að Berlínarmúrinn féll, að NATO myndi ekki fara „eina tommu“ inn í Austur-Evrópu. Hið rétta er að Baker sagði þetta við ráðamenn í Sovétríkjunum í viðræðum yfir 1990-91 um sameiningu Austur- og Vestur-Þýskalands, áður en Sovétríkin féllu. Þá var verið að tala um að NATO myndi ekki senda hermenn inn í Austur-Þýskaland fyrr en síðasti hermaður Sovétríkjanna væri farinn þaðan og átti það ekki að gerast fyrr en í lok ársins 1994. Fáni Sovétríkjanna var dreginn að húni við Kreml í Moskvu í síðasta sinn þann 25. desember 1991. Í viðræðunum sem Baker kom að var aldrei talað um að leyfa ríkjum Austur-Evrópu að ganga inn í NATO eða ekki, því Varsjárbandalagið var enn við lýði. Bæði Baker hefur sagt að ummæli sín hafi verið tekin úr algeru samhengi og eins og bent er á í frétt New York Times, hefur tók Gorbatsjov einnig undir það að aðild ríkja Austur-Evrópu að NATO hafi ekki verið til umræðu. Þá má vísa til ummæla Pútins frá 2002, þegar hann var spurður út í mögulega aðild Úkraínu að NATO. Þá sagði hann það í raun ekki koma Rússlandi við. Það væri á milli NATO og Úkraínu. Segjast vilja bjarga fólki frá þjóðarmorði Þegar Lavrov sagði innrás Rússa ekki snúast um landvinninga, heldur það að verja rússneskumælandi fólk í Úkraínu, var hann að slá á svipaða strengi og ráðamenn í Rússlandi hafa áður gert. Þar á meðal Pútín. Meðal annars hafa þeir haldið því fram að Úkraínu sé í raun stjórnað af nasistum og þurfi að gangast nasistaafvæðingu, sem er einnig rangt. Úkraínu er ekki stjórnað af nasistum en Rússar og málpípur þeirra í rússneskum fjölmiðlum hafa í raun talað um alla Úkraínumenn sem eru mótfallnir yfirráðum Rússa yfir ríkinu sem nasista. Pútín hefur ítrekað talað um nauðsyn þess að bjarga rússneskumælandi fólki í Austur-Úkraínu og hefur haldið því fram að fyrir innrásina í febrúar 2022 hafi Úkraínumenn verið að fremja þjóðarmorð á þessu fólki. Meðal annars hefur hann talað um að fjórtán þúsund óbreyttir borgarar hafi fallið í átökunum í austurhluta Úkraínu, frá því aðskilnaðarsinnar í austurhluta landsins tóku upp rússnesk vopn og lögðu undir sig stóran hluta Dónetsk og Lúhanskhéraða, með aðstoð rússneska hersins, árið 2014 og til ársins 2022. Hann hefur sakað Úkraínumenn um að fella allt þetta fólk en þær ásakanir eru einnig rangar. Fimmtíu dóu á tveimur árum fyrir innrás Frá því átökin hófust þann 14. apríl 2014, þegar aðskilnaðarsinnar gerðu uppreisn í þessum hluta landsins, með stuðningi Rússa, til 31. desember 2021 féllu 3.404 óbreyttir borgarar í austurhluta Úkraínu, samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna. Lang flestir þeirra féllu á árunum 2014 og 2015, þegar átökin voru hvað umfangsmest og eru 298 manns sem voru um borð í MH17, flugvél Malaysian Airlines, sem aðskilnaðarsinnar skutu niður með rússnesku loftvarnarkerfi, taldir með. Sjá einnig: Pútín hafi ákveðið að senda eldflaugina sem notuð var gegn MH17 Árið 2014 dóu 2084 óbreyttir borgarar, samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna, og árið 2015 dóu 955. Síðustu þrjú árin fyrir innrás Rússa, sem hófst í febrúar 2022, dóu einungis 78 óbreyttir borgarar. 27 árið 2019, 26 árið 2020 og 25 árið 2021. Sameinuðu þjóðirnar hafa aldrei sagt að þetta fólk hafi allt fallið í árásum Úkraínumanna eins og Rússar hafa haldið fram. Síðustu árin dóu flestir vegna jarðsprengja eða annarra ósprunginna sprengja. Í tölum Sameinuðu þjóðanna segir að séu bæði úkraínskir hermenn og úkraínskir aðskilnaðarsinnar taldir með, hafi 14.200 til 14.400 manns fallið í átökunum, frá apríl 2014 til loka árs 2021. Fleiri óbreyttir borgarar falla Frá því Rússar gerðu aðra innrás í Úkraínu 2022 hafa að minnsta kosti 13.883 óbreyttir borgarar fallið í árásum Rússa og þar á meðal 726 börn, samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna. Dauðsföllum óbreyttra borgara hefur farið fjölgandi undanfarna mánuði en í júlí dóu 286, sem var mesti fjöldinn í þrjú ár. Þessar tölur eru algjört lágmark og eiga eingöngu við á þeim svæðum sem Úkraínumenn stjórna. Marktækar tölur um dauða óbreyttra borgara á hernumdum svæðum í Úkraínu liggja ekki fyrir. Þaðan hafa þó reglulega borist fregnir af ódæðum gegn óbreyttum borgurum. Þegar kemur að mannfalli meðal óbreyttra borgara í Maríupól, borg sem er í um fjörutíu kílómetra fjarlægð frá landamærum Rússlands og hersveitir Rússa náðu snemma að eftir að innrás þeirra hófst, er ólíklegt að fjöldinn fáist nokkurn tímann á hreint. Rússneskir hermenn sátu um borgina í 86 daga og gerðu linnulausar stórskotaliðs- og loftárásir á borgina, þar sem . Stórir hlutar borgarinnar voru svo gott sem lagðir í rúst. Áætlanir um fjölda látinna borgara eru allt frá átta þúsund til nokkurra tuga þúsunda. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Úkraína Hernaður Bandaríkin Donald Trump NATO Fréttaskýringar Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Fleiri fréttir Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Sjá meira
Lavrov segir einnig að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og hans fólk átti sig á því að ástæða sé fyrir átökunum og að Trump vilji leysa þessar áðurnefndu „grunnástæður“. Hann segir ásakanir leiðtoga Evrópu um að innrás Rússa hafi verið tilefnislaus vera barnalegar. Í viðtali í Rússlandi í morgun sagði Ráðherrann einnig að Rússar neituðu ekki að eiga í nokkurskonar viðræðum og var hann þar að vísa til mögulegs fundar milli Vladimírs Pútin og Vólódímírs Selenskí, forseta Rússlands og Úkraínu, og mögulegs fundar sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, myndi einnig sitja. Sjá einnig: Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Lavrov ítrekaði þó að undirbúa þyrfti slíkan fund mjög vandlega. „Án þess að virðing sé borin fyrir öryggishagsmunum Rússlands, án fullrar virðingar fyrir réttindum Rússa og rússneskumælandi fólks í Úkraínu, er ekki hægt að ræða langvarandi samkomulag.“ Þegar ráðamenn í Rússlandi hafa talað um grunnástæður innrásarinnar eða áhyggjur þeirra vaðrandi öryggi Rússlands eru þeir að vísa til kröfu þeirra um að ríkjum Austur-Evrópu verði vísað úr Atlantshafsbandalaginu. Lavrov hélt því einnig fram að Rússar hafðu ekki ætlað sér að leggja undir sig landsvæði í Úkraínu. Heldur væri markmið þeirra að vernda rússneskt fólk sem hefði búið á þessu svæði um langt skeið. Pútín hefur margsinnis talað um að Úkraína sé ekki réttmætt ríki og tilheyri í raun Rússlandi. „Klassískur tafaleikur“ Ummæli Lavrovs virðast staðfesta að þrátt fyrir fundi í Bandaríkjunum, milli Donalds Trump og Vladimírs Pútín, forseta Bandaríkjanna og Rússlands, og fund Trumps og Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu, og annarra leiðtoga frá Evrópu, hefur afstaða Rússa gagnvart vopnahléi og öryggistryggingum handa Úkraínumönnum ekkert breyst. Sjá einnig: „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ „Þeir vilja ekki vopnahlé. Þeir vilja viðræður og samninga, og svo vopnahlé. Það er bara klassískur tafaleikur. Það er endalaust hægt að teygja þann lopa á meðan Rússar vonast til að ná meiri árangri á vígvellinum í Úkraínu,“ sagði Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra, til að mynda í hádegisfréttum Bylgjunnar. Vilja einangra gamlar nýlendur Að hinum meintu „grunnástæðum“ fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Fyrir innrásina krafðist Pútín þess að Úkraínu yrði meinaður aðgangur að NATO og að bandalagið myndi flytja alla hermenn og búnað úr aðildarríkjum sem gengu til liðs við bandalagið eftir 1997. Þar á meðal eru Pólland og Eystrasaltsríkin, sem hafa varað við því að Rússar vilji auka umsvif sín á svæðinu og draga úr fullveldi þeirra. Sjá einnig (Frá desember 2021): „Það eru ekki við sem höfum ógnað neinum“ Pólland, Ungverjaland og Tékkland gengu til liðs við Atlantshafsbandalagið árið 1999. Árið 2004 gerðu Búlgaríu, Rúmenía og Slóvakía það einnig auk Eystrasaltsríkjanna Eistlands, Lettlands og Litháen. Í kjölfarið af því gengu Albanía, Króatía, Svartfjallaland og Norður Makedónía það einnig. Þessi ríki eru á gömlu yfirráðasvæði Sovétríkjanna. Forsvarsmenn NATO hafa sagt að ekki komi til greina að neita ríkjum mögulega aðild. Sú ákvörðun sé á höndum íbúa ríkjanna sjálfra og svo aðildarríkja NATO sem þurfa að samþykkja umsóknir. Það er eitt að grunngildum NATO að hvaða ríki sem er geti sótt um aðild. Laug um loforð um NATO Lavrov vísaði einnig í viðtalinu til þess að Rússum hafi verið lofað að NATO myndi ekki teygja anga sína til austurs og að þau loforð hafi verði brotin. Það er ekki rétt. Því er reglulega haldið fram að ráðamönnum í Rússlandi og fólki sem aðhyllist málstað Rússa að þeim hafi verið lofað að ríki Austur-Evrópu myndu ekki fá inngöngu í Atlantshafsbandalagið. Oftast er vísað til ummæla James A. Baker, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem á að hafa lofað Míkhaíl Gorbatsjov, síðasta leiðtoga Sovétríkjanna, eftir að Berlínarmúrinn féll, að NATO myndi ekki fara „eina tommu“ inn í Austur-Evrópu. Hið rétta er að Baker sagði þetta við ráðamenn í Sovétríkjunum í viðræðum yfir 1990-91 um sameiningu Austur- og Vestur-Þýskalands, áður en Sovétríkin féllu. Þá var verið að tala um að NATO myndi ekki senda hermenn inn í Austur-Þýskaland fyrr en síðasti hermaður Sovétríkjanna væri farinn þaðan og átti það ekki að gerast fyrr en í lok ársins 1994. Fáni Sovétríkjanna var dreginn að húni við Kreml í Moskvu í síðasta sinn þann 25. desember 1991. Í viðræðunum sem Baker kom að var aldrei talað um að leyfa ríkjum Austur-Evrópu að ganga inn í NATO eða ekki, því Varsjárbandalagið var enn við lýði. Bæði Baker hefur sagt að ummæli sín hafi verið tekin úr algeru samhengi og eins og bent er á í frétt New York Times, hefur tók Gorbatsjov einnig undir það að aðild ríkja Austur-Evrópu að NATO hafi ekki verið til umræðu. Þá má vísa til ummæla Pútins frá 2002, þegar hann var spurður út í mögulega aðild Úkraínu að NATO. Þá sagði hann það í raun ekki koma Rússlandi við. Það væri á milli NATO og Úkraínu. Segjast vilja bjarga fólki frá þjóðarmorði Þegar Lavrov sagði innrás Rússa ekki snúast um landvinninga, heldur það að verja rússneskumælandi fólk í Úkraínu, var hann að slá á svipaða strengi og ráðamenn í Rússlandi hafa áður gert. Þar á meðal Pútín. Meðal annars hafa þeir haldið því fram að Úkraínu sé í raun stjórnað af nasistum og þurfi að gangast nasistaafvæðingu, sem er einnig rangt. Úkraínu er ekki stjórnað af nasistum en Rússar og málpípur þeirra í rússneskum fjölmiðlum hafa í raun talað um alla Úkraínumenn sem eru mótfallnir yfirráðum Rússa yfir ríkinu sem nasista. Pútín hefur ítrekað talað um nauðsyn þess að bjarga rússneskumælandi fólki í Austur-Úkraínu og hefur haldið því fram að fyrir innrásina í febrúar 2022 hafi Úkraínumenn verið að fremja þjóðarmorð á þessu fólki. Meðal annars hefur hann talað um að fjórtán þúsund óbreyttir borgarar hafi fallið í átökunum í austurhluta Úkraínu, frá því aðskilnaðarsinnar í austurhluta landsins tóku upp rússnesk vopn og lögðu undir sig stóran hluta Dónetsk og Lúhanskhéraða, með aðstoð rússneska hersins, árið 2014 og til ársins 2022. Hann hefur sakað Úkraínumenn um að fella allt þetta fólk en þær ásakanir eru einnig rangar. Fimmtíu dóu á tveimur árum fyrir innrás Frá því átökin hófust þann 14. apríl 2014, þegar aðskilnaðarsinnar gerðu uppreisn í þessum hluta landsins, með stuðningi Rússa, til 31. desember 2021 féllu 3.404 óbreyttir borgarar í austurhluta Úkraínu, samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna. Lang flestir þeirra féllu á árunum 2014 og 2015, þegar átökin voru hvað umfangsmest og eru 298 manns sem voru um borð í MH17, flugvél Malaysian Airlines, sem aðskilnaðarsinnar skutu niður með rússnesku loftvarnarkerfi, taldir með. Sjá einnig: Pútín hafi ákveðið að senda eldflaugina sem notuð var gegn MH17 Árið 2014 dóu 2084 óbreyttir borgarar, samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna, og árið 2015 dóu 955. Síðustu þrjú árin fyrir innrás Rússa, sem hófst í febrúar 2022, dóu einungis 78 óbreyttir borgarar. 27 árið 2019, 26 árið 2020 og 25 árið 2021. Sameinuðu þjóðirnar hafa aldrei sagt að þetta fólk hafi allt fallið í árásum Úkraínumanna eins og Rússar hafa haldið fram. Síðustu árin dóu flestir vegna jarðsprengja eða annarra ósprunginna sprengja. Í tölum Sameinuðu þjóðanna segir að séu bæði úkraínskir hermenn og úkraínskir aðskilnaðarsinnar taldir með, hafi 14.200 til 14.400 manns fallið í átökunum, frá apríl 2014 til loka árs 2021. Fleiri óbreyttir borgarar falla Frá því Rússar gerðu aðra innrás í Úkraínu 2022 hafa að minnsta kosti 13.883 óbreyttir borgarar fallið í árásum Rússa og þar á meðal 726 börn, samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna. Dauðsföllum óbreyttra borgara hefur farið fjölgandi undanfarna mánuði en í júlí dóu 286, sem var mesti fjöldinn í þrjú ár. Þessar tölur eru algjört lágmark og eiga eingöngu við á þeim svæðum sem Úkraínumenn stjórna. Marktækar tölur um dauða óbreyttra borgara á hernumdum svæðum í Úkraínu liggja ekki fyrir. Þaðan hafa þó reglulega borist fregnir af ódæðum gegn óbreyttum borgurum. Þegar kemur að mannfalli meðal óbreyttra borgara í Maríupól, borg sem er í um fjörutíu kílómetra fjarlægð frá landamærum Rússlands og hersveitir Rússa náðu snemma að eftir að innrás þeirra hófst, er ólíklegt að fjöldinn fáist nokkurn tímann á hreint. Rússneskir hermenn sátu um borgina í 86 daga og gerðu linnulausar stórskotaliðs- og loftárásir á borgina, þar sem . Stórir hlutar borgarinnar voru svo gott sem lagðir í rúst. Áætlanir um fjölda látinna borgara eru allt frá átta þúsund til nokkurra tuga þúsunda.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Úkraína Hernaður Bandaríkin Donald Trump NATO Fréttaskýringar Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Fleiri fréttir Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Sjá meira