Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar 19. ágúst 2025 10:00 Þann 17. ágúst var stigið stórt framfaraskref í átt að góðu öflugu strætisvagnakerfi á höfuðborgarsvæðinu. Tíðni vagna jókst sem vonandi ýtir undir þá upplifun margra að strætisvagnar sé álitlegur kostur til að koma sér á milli staða. Í samtali mínu við gervigreindina komumst við að því að í viðbót við tíðni og stundvísi þá séu nokkur fleiri einkenni sem strætisvagnakerfi þarf að uppfylla til að vera eftirsóknarvert. Meðal annars skýrt, þétt og gott leiðarkerfi; hófleg og sanngjörn fargjöld; aðgengismál séu til fyrirmyndar fyrir alla notendur, þar með talið aðgengi að upplýsingum; og ekki síst að notkun strætisvagna sé þægilegur ferðamáti. Strætó hefur bætt margt í strætisvagnakerfi höfuðborgarsvæðisins á undanförnum árum. Notendur geta sem dæmi fylgst með upplýsingum um ferðir í rauntíma og geta þannig lágmarkað þann tíma sem það býður eftir vagni þegar veður er slæmt. Á einu sviði hefur þjónustan hins vegar versnað. Þægindi farþegar í akstri er minni en áður. Oftast ek ég eða hjóla í vinnu. Nokkrum sinnum á ári nota ég strætisvagna og verð oftar en ekki fyrir vonbrigðum. Hluti bílstjóra keyrir það illa að fólk þarf að hafa sig allt við að halda sér í sætunum. Vagninn hökktir áfram, hemlar skart, jafnvel nauðhemlar við það eitt að ökumaður á næsta bíl hægir örlítið á sér. Ég velti stundum fyrir mér hvort það sé markmið hjá hluta vagnstjóra að hafa aldrei minna en 2 metra í næsta ökutæki fyrir framan. Ég veit að stór hluti vagnstjóra eru frábærir ökumenn og -konur sem ástunda góðakstur á hverjum degi þannig að unun er að sitja með þeim í vagni. Hins vegar virðist ég vera óheppinn með eindæmum því í annað hvert skipti sem ég slysast í strætisvagn þá líður mér illa. Ég sé nánast eftir að hafa ekki tekið sjóveiktöflu tímanlega fyrir brottför. Ég vona að byggðasamlagið Strætó finni leið til að hvetja alla ökumenn sína til að ástunda góðakstur. Byggðasamlagið gæti mögulega notað Arctic Track ökuritann sem Hlynur Rúnarsson kynnti í Bítinu árið 2017. Sjálfsagt eru fleiri kerfi nothæf til að auka áherslu á góðakstur. Betri akstur leiðir til betri upplifunar farþega, minni orkunotkunar og minna slits á vögnunum, allt ákjósanlegt fyrir rekstur Strætó. Þegar aksturlagið verður ásættanlegt, er von að ég og enn fleiri hoppi á vagninn og nýti sér tíðar ferðir strætisvagna. Höfundur er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Strætó Samgöngur Mest lesið Öflugri saman inn í framtíðina Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Rekum RUV ohf „að heiman“ Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vinstri græn gegn íslensku láglaunastefnunni Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Ísland eftir 100 ár Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Þann 17. ágúst var stigið stórt framfaraskref í átt að góðu öflugu strætisvagnakerfi á höfuðborgarsvæðinu. Tíðni vagna jókst sem vonandi ýtir undir þá upplifun margra að strætisvagnar sé álitlegur kostur til að koma sér á milli staða. Í samtali mínu við gervigreindina komumst við að því að í viðbót við tíðni og stundvísi þá séu nokkur fleiri einkenni sem strætisvagnakerfi þarf að uppfylla til að vera eftirsóknarvert. Meðal annars skýrt, þétt og gott leiðarkerfi; hófleg og sanngjörn fargjöld; aðgengismál séu til fyrirmyndar fyrir alla notendur, þar með talið aðgengi að upplýsingum; og ekki síst að notkun strætisvagna sé þægilegur ferðamáti. Strætó hefur bætt margt í strætisvagnakerfi höfuðborgarsvæðisins á undanförnum árum. Notendur geta sem dæmi fylgst með upplýsingum um ferðir í rauntíma og geta þannig lágmarkað þann tíma sem það býður eftir vagni þegar veður er slæmt. Á einu sviði hefur þjónustan hins vegar versnað. Þægindi farþegar í akstri er minni en áður. Oftast ek ég eða hjóla í vinnu. Nokkrum sinnum á ári nota ég strætisvagna og verð oftar en ekki fyrir vonbrigðum. Hluti bílstjóra keyrir það illa að fólk þarf að hafa sig allt við að halda sér í sætunum. Vagninn hökktir áfram, hemlar skart, jafnvel nauðhemlar við það eitt að ökumaður á næsta bíl hægir örlítið á sér. Ég velti stundum fyrir mér hvort það sé markmið hjá hluta vagnstjóra að hafa aldrei minna en 2 metra í næsta ökutæki fyrir framan. Ég veit að stór hluti vagnstjóra eru frábærir ökumenn og -konur sem ástunda góðakstur á hverjum degi þannig að unun er að sitja með þeim í vagni. Hins vegar virðist ég vera óheppinn með eindæmum því í annað hvert skipti sem ég slysast í strætisvagn þá líður mér illa. Ég sé nánast eftir að hafa ekki tekið sjóveiktöflu tímanlega fyrir brottför. Ég vona að byggðasamlagið Strætó finni leið til að hvetja alla ökumenn sína til að ástunda góðakstur. Byggðasamlagið gæti mögulega notað Arctic Track ökuritann sem Hlynur Rúnarsson kynnti í Bítinu árið 2017. Sjálfsagt eru fleiri kerfi nothæf til að auka áherslu á góðakstur. Betri akstur leiðir til betri upplifunar farþega, minni orkunotkunar og minna slits á vögnunum, allt ákjósanlegt fyrir rekstur Strætó. Þegar aksturlagið verður ásættanlegt, er von að ég og enn fleiri hoppi á vagninn og nýti sér tíðar ferðir strætisvagna. Höfundur er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands.
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun