Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Tómas Arnar Þorláksson skrifar 18. ágúst 2025 13:38 Flugeldasýningin á Menningarnótt verður klukkutíma fyrr á ferðinni en áður. vísir/vilhelm Menningarnótt verður með breyttu sniði í ár í kjölfar þess að stúlka var myrt á hátíðinni á síðasta ári. Dagskrá Menningarnætur lýkur klukkutíma fyrr en fyrir ári og þá verður aukið við gæslu lögreglu og fleiri fulltrúar frístundamiðstöðva verða á svæðinu. 24. ágúst 2024, fyrir tæpu ári síðan, skömmu eftir að hátíðardagskrá Menningarnætur lauk átti sér stað voveiflegur atburður sem kom til með að skekja samfélagið. Bryndís Klara Birgisdóttir, sautján ára, var stungin til bana. Í kjölfarið hefur verið mikil vitundarvakning hér á landi varðandi ofbeldi og vopnaburð ungmenna. Til að mynda var stofnaður minningarsjóður í hennar nafni og stofnað til átaksins Riddarar kærleikans. Guðmundur Birgir Halldórsson, verkefnastjóri viðburða hjá Reykjavíkurborg, segir að mikið hafi verið lagt upp úr forvörnum í ár fyrir Menningarnótt enda mikilvægt að stuðla að auknu öryggi. „Það er verkefni sem heitir Verum klár sem hefur verið í gangi í sumar sem við höfum verið að vinna með ungmennum og fleirum í því að gera fólk meðvitað um að hjálpa náunganum og standa saman. Það verkefni er í gangi ennþá og því verður haldið áfram.“ Gerðar eru breytingar á dagskrá hátíðarinnar en henni lýkur klukkutíma fyrr en áður til að gera hana fjölskylduvænni. „Svo verður hátíðin sett við Þjóðleikhúsið sem er 75 ára um hádegi og svo byrja viðburðirnir. Breytingin í ár er að við ætlum að hætta klukkan tíu. Hátíðin verður meira um daginn. Viðburðirnir byrja mjög mikið upp úr tólf. Á hátíðum á síðasta ári, sérstaklega á Menningarnótt og fleiri hátíðum, hefur verið vart við að unglingar séu mikið einir og jafnvel unglingadrykkju. Hugmyndin er að gera hátíðina að meiri fjölskylduhátíð.“ Þá verður aukin löggæsla á svæðinu. Viðvera Flotans, sem er hluti af forvarnarvettvangsstarfi félagsmiðstöðva, verður einnig meiri en síðustu ár. „Við vinnum alltaf allt þétt með lögreglu, slökkviliði og sjúkraliði og fleirum. Það eru haldnir margir fundir til að plana alla gæslu í borginni. Við erum að vinna með félagsmiðstöðvum frá öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu sem verða með hópa sem að labba um, ásamt teymi frá lögreglu sem byrjar alveg klukkan þrjú. Síðan mæli ég bara með að mæta snemma í bæinn og vera góð við hvort annað og skemmta sér vel.“ Menningarnótt Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
24. ágúst 2024, fyrir tæpu ári síðan, skömmu eftir að hátíðardagskrá Menningarnætur lauk átti sér stað voveiflegur atburður sem kom til með að skekja samfélagið. Bryndís Klara Birgisdóttir, sautján ára, var stungin til bana. Í kjölfarið hefur verið mikil vitundarvakning hér á landi varðandi ofbeldi og vopnaburð ungmenna. Til að mynda var stofnaður minningarsjóður í hennar nafni og stofnað til átaksins Riddarar kærleikans. Guðmundur Birgir Halldórsson, verkefnastjóri viðburða hjá Reykjavíkurborg, segir að mikið hafi verið lagt upp úr forvörnum í ár fyrir Menningarnótt enda mikilvægt að stuðla að auknu öryggi. „Það er verkefni sem heitir Verum klár sem hefur verið í gangi í sumar sem við höfum verið að vinna með ungmennum og fleirum í því að gera fólk meðvitað um að hjálpa náunganum og standa saman. Það verkefni er í gangi ennþá og því verður haldið áfram.“ Gerðar eru breytingar á dagskrá hátíðarinnar en henni lýkur klukkutíma fyrr en áður til að gera hana fjölskylduvænni. „Svo verður hátíðin sett við Þjóðleikhúsið sem er 75 ára um hádegi og svo byrja viðburðirnir. Breytingin í ár er að við ætlum að hætta klukkan tíu. Hátíðin verður meira um daginn. Viðburðirnir byrja mjög mikið upp úr tólf. Á hátíðum á síðasta ári, sérstaklega á Menningarnótt og fleiri hátíðum, hefur verið vart við að unglingar séu mikið einir og jafnvel unglingadrykkju. Hugmyndin er að gera hátíðina að meiri fjölskylduhátíð.“ Þá verður aukin löggæsla á svæðinu. Viðvera Flotans, sem er hluti af forvarnarvettvangsstarfi félagsmiðstöðva, verður einnig meiri en síðustu ár. „Við vinnum alltaf allt þétt með lögreglu, slökkviliði og sjúkraliði og fleirum. Það eru haldnir margir fundir til að plana alla gæslu í borginni. Við erum að vinna með félagsmiðstöðvum frá öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu sem verða með hópa sem að labba um, ásamt teymi frá lögreglu sem byrjar alveg klukkan þrjú. Síðan mæli ég bara með að mæta snemma í bæinn og vera góð við hvort annað og skemmta sér vel.“
Menningarnótt Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira