Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar 18. ágúst 2025 10:01 Það er ánægjulegt að lesa hjartnæmar þakkir Sivjar Friðleifsdóttur á Vísi þar sem hún þakkar stofnunni fyrir að 90% skilríkjaeftirliti samkvæmt markmiðum stofnunarinnar. Það er auðvitað gott að þakka fyrir gott starf - rétt eins og við þökkum flugfélagi fyrir að lenda flugvélinni í níu af hverjum tíu lendingum og ljósmóðurinni sem missir einungis 10 börn í gólfið af hverjum 100 sem fæðast. Tækninýjung: Að treysta á stopult minni Það er merkilegt að lesa lof á fyrirkomulag þar sem verndun ungmenna byggist á því að starfsfólk áfengisverslana muni eftir að spyrja um skilríki. Til samanburðar nota allar netverslanir á Íslandi rafræn skilríki sem útiloka algerlega sölu til unglinga. En hvers vegna treysta á örugga tækni þegar maður getur treyst á göfug markmið? Milljarðaógn Siv varar við milljarða kostnaðarauka ef ÁTVR yrði lagt niður og engin ungmenni fengju lengur að kaupa vín eins og verið hefur enda muni áfengisneysla þjóðarinnar aukast verulega eins og allir vísindamenn eru sammála um, nánar tiltekið lýðheilsufræðingar sem hafa viðurværi af því að skrifa um eigið mikilvægi í bland við heimsendaspár enda veit sú stétt manna að þú lesandi góður ert algerlega ófær um að sjá fótum þínum forráð í daglegu líf. Enn hefur engum tekist að draga fram svar frá Siv og hennar líkum um af hverju áfengisneysla hefur dregist saman samfara stórauknu aðgengi undanfarin ár sem Siv hefur lýst sem lýðheilsuslysi. Siv og félagar láta hinsvegar staðreyndir ekki trufla góðan hræðsluáróður. Það virðist sem enginn hafi farið fram á það við lýðheilsufræðinginn Siv að sýna fram á orsakasamhengi á milli aukins aðgengis og aukinnar neyslu, t.d. með tilvísun í að matvælaneysla aukist ef matvörubúðum fjölgar eða að lyfjaneysla hafi aukist af því að apótek eru einkarekin. Slík smáatriði eru auðvitað óþörf þegar maður hefur ákveðið niðurstöðuna fyrirfram. Verndun sem virkar... stundum Það er vissulega gott að vita að núverandi kerfi verndar ungmenni í allt að 90% tilfella. Þetta minnir mann á aðrar vel virkar verndarráðstafanir í samfélaginu, eins og að láta slysavarnir bíla virka í 90% árekstra eða að byggingaeftirlitsmenn séu vakandi fyrir bygginganefndarteikningum eftir minni. Hraði snigils Greinarhöfundur gagnrýnir lögreglu fyrir að vera að rannsaka mál enda skilur Siv ekki að lögregla rannsaki jafnt til sýknu og sektar og að ákærur eru ekki gefnar út ef t.d lögsögu skortir auk þess sem ákærusviði lögreglu ætti að vera fullkunnugt um atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar og EES samninginn sem Ísland er bundið af. Niðurstaða Það er verðugt að þakka fyrir gott starf, en kannski ættum við að íhuga hvort 90% árangur í verndun ungmenna sé raunverulega þess virð aði íslenskt samfélag greiði 5,5 milljarða fyrir rekstur á þéttasta neti áfengisverslana í heimi miðað við höfðatölu? Í öðrum geirum samfélagsins væri slíkur árangur álitinn óásættanlegur, en þegar kemur að áfengissölu framsóknarmanna virðist tölfræðin snúast á hvolf. Það er væntanlega tími til að löggjafinn taki heilsteypta ákvörðun um hvort við viljum treysta á tækni sem virkar í 100% tilfella eða halda áfram að treysta á mannlegt minni sem virkar stopult. Höfundur er eigandi Sante. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netverslun með áfengi Mest lesið Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun Öflugri saman inn í framtíðina Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Rekum RUV ohf „að heiman“ Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Vinstri græn gegn íslensku láglaunastefnunni Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Ísland eftir 100 ár Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Það er ánægjulegt að lesa hjartnæmar þakkir Sivjar Friðleifsdóttur á Vísi þar sem hún þakkar stofnunni fyrir að 90% skilríkjaeftirliti samkvæmt markmiðum stofnunarinnar. Það er auðvitað gott að þakka fyrir gott starf - rétt eins og við þökkum flugfélagi fyrir að lenda flugvélinni í níu af hverjum tíu lendingum og ljósmóðurinni sem missir einungis 10 börn í gólfið af hverjum 100 sem fæðast. Tækninýjung: Að treysta á stopult minni Það er merkilegt að lesa lof á fyrirkomulag þar sem verndun ungmenna byggist á því að starfsfólk áfengisverslana muni eftir að spyrja um skilríki. Til samanburðar nota allar netverslanir á Íslandi rafræn skilríki sem útiloka algerlega sölu til unglinga. En hvers vegna treysta á örugga tækni þegar maður getur treyst á göfug markmið? Milljarðaógn Siv varar við milljarða kostnaðarauka ef ÁTVR yrði lagt niður og engin ungmenni fengju lengur að kaupa vín eins og verið hefur enda muni áfengisneysla þjóðarinnar aukast verulega eins og allir vísindamenn eru sammála um, nánar tiltekið lýðheilsufræðingar sem hafa viðurværi af því að skrifa um eigið mikilvægi í bland við heimsendaspár enda veit sú stétt manna að þú lesandi góður ert algerlega ófær um að sjá fótum þínum forráð í daglegu líf. Enn hefur engum tekist að draga fram svar frá Siv og hennar líkum um af hverju áfengisneysla hefur dregist saman samfara stórauknu aðgengi undanfarin ár sem Siv hefur lýst sem lýðheilsuslysi. Siv og félagar láta hinsvegar staðreyndir ekki trufla góðan hræðsluáróður. Það virðist sem enginn hafi farið fram á það við lýðheilsufræðinginn Siv að sýna fram á orsakasamhengi á milli aukins aðgengis og aukinnar neyslu, t.d. með tilvísun í að matvælaneysla aukist ef matvörubúðum fjölgar eða að lyfjaneysla hafi aukist af því að apótek eru einkarekin. Slík smáatriði eru auðvitað óþörf þegar maður hefur ákveðið niðurstöðuna fyrirfram. Verndun sem virkar... stundum Það er vissulega gott að vita að núverandi kerfi verndar ungmenni í allt að 90% tilfella. Þetta minnir mann á aðrar vel virkar verndarráðstafanir í samfélaginu, eins og að láta slysavarnir bíla virka í 90% árekstra eða að byggingaeftirlitsmenn séu vakandi fyrir bygginganefndarteikningum eftir minni. Hraði snigils Greinarhöfundur gagnrýnir lögreglu fyrir að vera að rannsaka mál enda skilur Siv ekki að lögregla rannsaki jafnt til sýknu og sektar og að ákærur eru ekki gefnar út ef t.d lögsögu skortir auk þess sem ákærusviði lögreglu ætti að vera fullkunnugt um atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar og EES samninginn sem Ísland er bundið af. Niðurstaða Það er verðugt að þakka fyrir gott starf, en kannski ættum við að íhuga hvort 90% árangur í verndun ungmenna sé raunverulega þess virð aði íslenskt samfélag greiði 5,5 milljarða fyrir rekstur á þéttasta neti áfengisverslana í heimi miðað við höfðatölu? Í öðrum geirum samfélagsins væri slíkur árangur álitinn óásættanlegur, en þegar kemur að áfengissölu framsóknarmanna virðist tölfræðin snúast á hvolf. Það er væntanlega tími til að löggjafinn taki heilsteypta ákvörðun um hvort við viljum treysta á tækni sem virkar í 100% tilfella eða halda áfram að treysta á mannlegt minni sem virkar stopult. Höfundur er eigandi Sante.
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun