Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar 15. ágúst 2025 15:00 Við hjá Krabbameinsfélaginu höfum lengi lagt mikla áherslu á að horfst verði í augu við þau áhrif sem mikil fjölgun krabbameinstilvika hefur á heilbrigðisþjónustuna, sem á mörgum sviðum er komin að þolmörkum. Með öldrun þjóðarinnar fjölgar krabbameinstilvikum en sama gera framfarir í vísindum sem bæta greiningaraðferðir en auka batahorfur sömuleiðis. Út frá fjölgun þjóðarinnar, aldurssamsetningu og fleiri þáttum getum við spáð með áreiðanlegum hætti fyrir um fjölda krabbameinstilvika fram í tímann. Fjölgun tilvika hefur verið langt umfram fólksfjölgun á síðustu áratugum. Um 1980 voru krabbameinstilvik 717 að meðaltali á ári en eru nú um 2.000 að meðaltali á ári. Árið 2040 gerum við ráð fyrir 2.900 tilvikum. Um leið og við hjá Krabbameinsfélaginu vinnum að því að fækka í hópi þeirra sem fá krabbamein beitum við okkur fyrir því að öllum þeim sem veikjast bjóðist besta meðferð sem tryggir bestar batahorfur og lífsgæði, með og eftir krabbamein. Sú staða sem upp er komin varðandi geislameðferð hér á landi sýnir svo ekki verður um villst að grunnstoðum; sérhæfðum mannafla, húsnæði og tækjakosti hefur ekki verið viðhaldið þannig að krabbameinsþjónustan ráði að fullu við verkefni sín. Það veldur óþarfa töfum, áhyggjum og álagi á það fólk sem þarf á meðferðinni að halda og fjölskyldur þess og getur haft áhrif á batahorfur. Að auki er staðan líka erfið fyrir það starfsfólk sem getur ekki veitt bestu þjónustu. Við hjá Krabbameinsfélaginu treystum því að spretthópur heilbrigðisráðherra finni árangursríkar lausnir bæði til skamms og langs tíma. Þrátt fyrir mjög erfiða og viðkvæma stöðu í dag er rík ástæða til að fagna því að þingmenn, þvert á flokka, samþykktu samhljóða aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum til ársins 2030 á vorþinginu. Í aðgerðaáætluninni er fjöldi atriða sem Krabbameinsfélagið hefur lengi talað fyrir og við vitum að framkvæmd áætlunarinnar mun skipta sköpum varðandi þjónustuna fram á veginn. Mörg atriðanna eru forsenda þess að á Landspítala verði alþjóðlega vottuð krabbameinsmiðstöð sem er markmið metnaðarfulls starfsfólks spítalans. Við trúum því að með samþykkt aðgerðaáætlunarinnar hafi þingmenn sýnt í verki að þeir vilji að þjónusta við fólk með krabbamein hér á landi sé eins góð og mögulegt er og séu tilbúnir að leggjast á árarnar til að svo verði. Augljóst er að aðgerðaáætlunin hefur aldrei verið eins nauðsynleg og nú. Hún er hins vegar takmörkuð og tekur til dæmis hvorki á húsnæðis- né tækjamálum og er ekki full fjármögnuð. Forsvarsfólk krabbameinsþjónustu á Landspítala hefur í samtölum við okkur hjá Krabbameinsfélaginu allt frá árinu 2018 lýst því hve nauðsynlegt sé að bæta úr húsnæðismálum án þess að við hafi verið brugðist með viðunandi hætti. Í nýbyggingu Landspítala er ekki gert ráð fyrir geislameðferð við krabbameinum eða dag- og göngudeild fyrir krabbameinslyfjagjafir. Málið þolir enga bið, það verður að bregðast við. Við treystum á að staðan sem nú er uppi varðandi geislameðferð verði víti til varnaðar og stjórnvöld stígi þau skref sem til þarf svo tryggja megi nauðsynlegan tækjakost, aðstöðu og sérhæft starfsfólk til framtíðar. Fólk sem tekst á við ein erfiðustu verkefni lífs síns verður að geta treyst á að fá bestu þjónustu sem völ er á. Við hjá Krabbameinsfélaginu skorum á stjórnvöld að láta verkin tala. Við þurfum sterka forystu með skýra og metnaðarfulla sýn á krabbameinsþjónustu til framtíðar. Við treystum því að það muni endurspeglast í aðgerðum stjórnvalda og fjárlögum næsta árs og hlökkum til frekara samstarfs því lífið liggur við. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið Öflugri saman inn í framtíðina Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Rekum RUV ohf „að heiman“ Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vinstri græn gegn íslensku láglaunastefnunni Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Ísland eftir 100 ár Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Við hjá Krabbameinsfélaginu höfum lengi lagt mikla áherslu á að horfst verði í augu við þau áhrif sem mikil fjölgun krabbameinstilvika hefur á heilbrigðisþjónustuna, sem á mörgum sviðum er komin að þolmörkum. Með öldrun þjóðarinnar fjölgar krabbameinstilvikum en sama gera framfarir í vísindum sem bæta greiningaraðferðir en auka batahorfur sömuleiðis. Út frá fjölgun þjóðarinnar, aldurssamsetningu og fleiri þáttum getum við spáð með áreiðanlegum hætti fyrir um fjölda krabbameinstilvika fram í tímann. Fjölgun tilvika hefur verið langt umfram fólksfjölgun á síðustu áratugum. Um 1980 voru krabbameinstilvik 717 að meðaltali á ári en eru nú um 2.000 að meðaltali á ári. Árið 2040 gerum við ráð fyrir 2.900 tilvikum. Um leið og við hjá Krabbameinsfélaginu vinnum að því að fækka í hópi þeirra sem fá krabbamein beitum við okkur fyrir því að öllum þeim sem veikjast bjóðist besta meðferð sem tryggir bestar batahorfur og lífsgæði, með og eftir krabbamein. Sú staða sem upp er komin varðandi geislameðferð hér á landi sýnir svo ekki verður um villst að grunnstoðum; sérhæfðum mannafla, húsnæði og tækjakosti hefur ekki verið viðhaldið þannig að krabbameinsþjónustan ráði að fullu við verkefni sín. Það veldur óþarfa töfum, áhyggjum og álagi á það fólk sem þarf á meðferðinni að halda og fjölskyldur þess og getur haft áhrif á batahorfur. Að auki er staðan líka erfið fyrir það starfsfólk sem getur ekki veitt bestu þjónustu. Við hjá Krabbameinsfélaginu treystum því að spretthópur heilbrigðisráðherra finni árangursríkar lausnir bæði til skamms og langs tíma. Þrátt fyrir mjög erfiða og viðkvæma stöðu í dag er rík ástæða til að fagna því að þingmenn, þvert á flokka, samþykktu samhljóða aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum til ársins 2030 á vorþinginu. Í aðgerðaáætluninni er fjöldi atriða sem Krabbameinsfélagið hefur lengi talað fyrir og við vitum að framkvæmd áætlunarinnar mun skipta sköpum varðandi þjónustuna fram á veginn. Mörg atriðanna eru forsenda þess að á Landspítala verði alþjóðlega vottuð krabbameinsmiðstöð sem er markmið metnaðarfulls starfsfólks spítalans. Við trúum því að með samþykkt aðgerðaáætlunarinnar hafi þingmenn sýnt í verki að þeir vilji að þjónusta við fólk með krabbamein hér á landi sé eins góð og mögulegt er og séu tilbúnir að leggjast á árarnar til að svo verði. Augljóst er að aðgerðaáætlunin hefur aldrei verið eins nauðsynleg og nú. Hún er hins vegar takmörkuð og tekur til dæmis hvorki á húsnæðis- né tækjamálum og er ekki full fjármögnuð. Forsvarsfólk krabbameinsþjónustu á Landspítala hefur í samtölum við okkur hjá Krabbameinsfélaginu allt frá árinu 2018 lýst því hve nauðsynlegt sé að bæta úr húsnæðismálum án þess að við hafi verið brugðist með viðunandi hætti. Í nýbyggingu Landspítala er ekki gert ráð fyrir geislameðferð við krabbameinum eða dag- og göngudeild fyrir krabbameinslyfjagjafir. Málið þolir enga bið, það verður að bregðast við. Við treystum á að staðan sem nú er uppi varðandi geislameðferð verði víti til varnaðar og stjórnvöld stígi þau skref sem til þarf svo tryggja megi nauðsynlegan tækjakost, aðstöðu og sérhæft starfsfólk til framtíðar. Fólk sem tekst á við ein erfiðustu verkefni lífs síns verður að geta treyst á að fá bestu þjónustu sem völ er á. Við hjá Krabbameinsfélaginu skorum á stjórnvöld að láta verkin tala. Við þurfum sterka forystu með skýra og metnaðarfulla sýn á krabbameinsþjónustu til framtíðar. Við treystum því að það muni endurspeglast í aðgerðum stjórnvalda og fjárlögum næsta árs og hlökkum til frekara samstarfs því lífið liggur við. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun