Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal og Sólveig Nikulásdóttir skrifa 15. ágúst 2025 18:01 Í síbreytilegu og oft krefjandi umhverfi ferðaþjónustunnar gegnir öryggismenning lykilhlutverki í að tryggja sem best velferð bæði starfsfólks og gesta. Til að öryggismenning verði lifandi hluti af starfsemi fyrirtækja þarf skýra og stöðuga forystu. Stjórnendur gegna lykilhlutverki með því að, sýna gott fordæmi í daglegum ákvörðunum og skapa menningu þar sem öryggi og velferð er ekki aukaatriði heldur hluti af kjarna starfseminnar. Þegar allt starfsfólk leggst á eitt og vinnur saman að því að koma sér og gestum sínum heilum heim alla daga, verður öryggismenning að sameiginlegu verkefni sem styrkir fyrirtækið innan frá. Öryggismenning felur í sér sameiginleg viðhorf, gildi og hegðun sem móta skilning, umræðu um og framkvæmd á öryggismálum innan fyrirtækja. Hún endurspeglar hversu djúpt öryggisvitund er rótgróin starfseminni – hvort sem um ræðir viðbrögð við óvæntum atvikum eða daglegar venjur. Sterk öryggismenning byggir á trausti, opnum samskiptum og virku samstarfi, þar sem allt starfsfólk ber ábyrgð og tekur virkan þátt í að skapa öruggt starfsumhverfi. Fyrirtæki í ferðaþjónustu sem rækta öryggismenningu uppskera margvíslegan og varanlegan ávinning. Þegar öryggi er samþætt menningu fyrirtækisins styrkist innri samstaða og ábyrgðartilfinning starfsfólks, sem leiðir til betri samvinnu og skilvirkari vinnubragða. Slík menning stuðlar að færri atvikum og slysum, sem hefur bein áhrif á rekstrarkostnað og dregur úr fjárhagslegri áhættu. Auk þess eykst starfsánægja þegar starfsfólk finnur að öryggi þess er virt og að þau geti tjáð sig um áhættur og umbætur án ótta við afleiðingar. Með því að byggja upp öryggismenningu sem grundvallarstoð í rekstrinum geta stjórnendur skapað stöðugleika og sjálfbærni í rekstri, sem skilar sér í auknum árangri til lengri tíma. En hvernig byggjum við upp öfluga öryggismenningu? Stjórnendur þurfa að leggja áherslu á fræðslu og þjálfun þar sem öryggisvitund er efld og viðbrögð við áhættu skýrð og æfð. Móta þarf starfsumhverfi þar sem ekki er refsað fyrir mistök heldur þau nýtt sem tækifæri til lærdóms og umbóta. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hefur tekið saman sex hagnýt ráð sem styðja stjórnendur í ferðaþjónustu í að efla öryggi sem órjúfanlegan hluta af daglegri starfsemi – sjá stuðningsefni inni á haefni.is/studningsefni/oryggismenningu. Á síðunni okkar er einnig yfirlit yfir fjölbreytt námskeið um öryggismál fyrir ferðaþjónustuna -https://haefni.is/nam-og-namskeid/fraedslugatt/. Öryggismenning verður ekki innleidd með einni stefnu eða verkferlum á blaði, hún þarf að þróast í gegnum stöðugt samtal, virka þátttöku og skuldbindingu allra innan fyrirtækisins alla daga, allt árið um kring. Fyrirtæki í ferðaþjónustu sem sýna forystu í öryggismálum og rækta menningu þar sem öryggi og velferð eru sameiginleg ábyrgð, eru betur í stakk búin til að takast á við óvæntar aðstæður, byggja upp traust og skapa sjálfbæran vöxt. Höfundar eru Ólína Laxdal og Sólveig Nikulásdóttir sérfræðingar hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggi á ferðamannastöðum Slysavarnir Ferðaþjónusta Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Í síbreytilegu og oft krefjandi umhverfi ferðaþjónustunnar gegnir öryggismenning lykilhlutverki í að tryggja sem best velferð bæði starfsfólks og gesta. Til að öryggismenning verði lifandi hluti af starfsemi fyrirtækja þarf skýra og stöðuga forystu. Stjórnendur gegna lykilhlutverki með því að, sýna gott fordæmi í daglegum ákvörðunum og skapa menningu þar sem öryggi og velferð er ekki aukaatriði heldur hluti af kjarna starfseminnar. Þegar allt starfsfólk leggst á eitt og vinnur saman að því að koma sér og gestum sínum heilum heim alla daga, verður öryggismenning að sameiginlegu verkefni sem styrkir fyrirtækið innan frá. Öryggismenning felur í sér sameiginleg viðhorf, gildi og hegðun sem móta skilning, umræðu um og framkvæmd á öryggismálum innan fyrirtækja. Hún endurspeglar hversu djúpt öryggisvitund er rótgróin starfseminni – hvort sem um ræðir viðbrögð við óvæntum atvikum eða daglegar venjur. Sterk öryggismenning byggir á trausti, opnum samskiptum og virku samstarfi, þar sem allt starfsfólk ber ábyrgð og tekur virkan þátt í að skapa öruggt starfsumhverfi. Fyrirtæki í ferðaþjónustu sem rækta öryggismenningu uppskera margvíslegan og varanlegan ávinning. Þegar öryggi er samþætt menningu fyrirtækisins styrkist innri samstaða og ábyrgðartilfinning starfsfólks, sem leiðir til betri samvinnu og skilvirkari vinnubragða. Slík menning stuðlar að færri atvikum og slysum, sem hefur bein áhrif á rekstrarkostnað og dregur úr fjárhagslegri áhættu. Auk þess eykst starfsánægja þegar starfsfólk finnur að öryggi þess er virt og að þau geti tjáð sig um áhættur og umbætur án ótta við afleiðingar. Með því að byggja upp öryggismenningu sem grundvallarstoð í rekstrinum geta stjórnendur skapað stöðugleika og sjálfbærni í rekstri, sem skilar sér í auknum árangri til lengri tíma. En hvernig byggjum við upp öfluga öryggismenningu? Stjórnendur þurfa að leggja áherslu á fræðslu og þjálfun þar sem öryggisvitund er efld og viðbrögð við áhættu skýrð og æfð. Móta þarf starfsumhverfi þar sem ekki er refsað fyrir mistök heldur þau nýtt sem tækifæri til lærdóms og umbóta. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hefur tekið saman sex hagnýt ráð sem styðja stjórnendur í ferðaþjónustu í að efla öryggi sem órjúfanlegan hluta af daglegri starfsemi – sjá stuðningsefni inni á haefni.is/studningsefni/oryggismenningu. Á síðunni okkar er einnig yfirlit yfir fjölbreytt námskeið um öryggismál fyrir ferðaþjónustuna -https://haefni.is/nam-og-namskeid/fraedslugatt/. Öryggismenning verður ekki innleidd með einni stefnu eða verkferlum á blaði, hún þarf að þróast í gegnum stöðugt samtal, virka þátttöku og skuldbindingu allra innan fyrirtækisins alla daga, allt árið um kring. Fyrirtæki í ferðaþjónustu sem sýna forystu í öryggismálum og rækta menningu þar sem öryggi og velferð eru sameiginleg ábyrgð, eru betur í stakk búin til að takast á við óvæntar aðstæður, byggja upp traust og skapa sjálfbæran vöxt. Höfundar eru Ólína Laxdal og Sólveig Nikulásdóttir sérfræðingar hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun