Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Agnar Már Másson skrifar 15. ágúst 2025 13:48 Ökumaðurinn beygði þvert yfir, eins og hann gerði sér ekki grein fyrir því að á móti honum æki bíll á nítíu kílómetra hraða. Skjáskot Hjónum á Hellu brá í brún þegar annar ökumaður begyði skyndilega fyrir þau á Suðurlandsvegi. Sjálfstýringin í bílnum þeirra kom þeim til bjargar en litlu mátti muna að árekstur ætti sér stað. „Þetta var alveg rosalegt,“ segir Orri Ragnar Árnason Amin um atvikið en hann og eiginkonan voru að aka heim til sín á Hellu í gær, fimmtudag, þegar annar ökumaður beygði skyndilega þvert yfir veginn við gatnamótin að Gunnarsholti. „Hann kemur bara keyrandi og beygir beint fyrir framan nefið á okkur,“ segir Orri í samtali við Vísi en Mannlíf greindi fyrst frá glannaakstrinum. Hjónin aka um á Teslu og var bíllinn stilltur á sjálfstýringu á nítján kílómetra hraða en Orri Ragnar segir að ef ekki hefði verið fyrir sjálfvirk viðbrögð bílsins hefði farið verr. „Það hefur aldrei reynt á þetta áður,“ segir hann. „Ég vissi ekki að það virkaði svona vel.“ Orri segir greinilegt að um ferðamenn hafi verið að ræða. Suðurlandsvegur er einn fjölfarnasti vegur landsins, einkum vegna fjölda ferðamanna sem sækja Suðurlandið heim. Bendir hann á að oft hafi borið á því að ferðamenn skilji einfaldlega ekki umferðarlög. „Að fylgjast með þessu fólki á bílastæðum, það beygir bara inn þar sem því dettur í hug og fram eftir götunum,“ segir Orri. „Við vorum bara að koma heim á Hellu og erum með bílinn stilltan á átópilot á nítíu, við komum.“ Hann segir að auka þurfi fræðslu á bílaleigum en ganga úr skugga um að fólk sé með réttindi til aksturs áður en það fær að leiga út bíl. „Það þarf að fara hreinlega yfir það hvort fólk sé með gild ökuréttindi,“ segir Orri. Bendir hann á að réttindalausir Íslendingar geti auðveldlega fengið að leigja bíl erlendis og hann veltir því fyrir sér hvort það sé jafnauðvelt hér á landi. Bendir hann auk þess á að ökukennsla sé mismunandi og misgóð eftir löndum og í löndum eins og í löndum eins og Kína sé oft ekki gert ráð fyrir að fólk aki á landsbyggðarvegum. „Þetta er alveg svakalegt.“ Bílaleigur Rangárþing ytra Öryggi á ferðamannastöðum Ferðaþjónusta Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
„Þetta var alveg rosalegt,“ segir Orri Ragnar Árnason Amin um atvikið en hann og eiginkonan voru að aka heim til sín á Hellu í gær, fimmtudag, þegar annar ökumaður beygði skyndilega þvert yfir veginn við gatnamótin að Gunnarsholti. „Hann kemur bara keyrandi og beygir beint fyrir framan nefið á okkur,“ segir Orri í samtali við Vísi en Mannlíf greindi fyrst frá glannaakstrinum. Hjónin aka um á Teslu og var bíllinn stilltur á sjálfstýringu á nítján kílómetra hraða en Orri Ragnar segir að ef ekki hefði verið fyrir sjálfvirk viðbrögð bílsins hefði farið verr. „Það hefur aldrei reynt á þetta áður,“ segir hann. „Ég vissi ekki að það virkaði svona vel.“ Orri segir greinilegt að um ferðamenn hafi verið að ræða. Suðurlandsvegur er einn fjölfarnasti vegur landsins, einkum vegna fjölda ferðamanna sem sækja Suðurlandið heim. Bendir hann á að oft hafi borið á því að ferðamenn skilji einfaldlega ekki umferðarlög. „Að fylgjast með þessu fólki á bílastæðum, það beygir bara inn þar sem því dettur í hug og fram eftir götunum,“ segir Orri. „Við vorum bara að koma heim á Hellu og erum með bílinn stilltan á átópilot á nítíu, við komum.“ Hann segir að auka þurfi fræðslu á bílaleigum en ganga úr skugga um að fólk sé með réttindi til aksturs áður en það fær að leiga út bíl. „Það þarf að fara hreinlega yfir það hvort fólk sé með gild ökuréttindi,“ segir Orri. Bendir hann á að réttindalausir Íslendingar geti auðveldlega fengið að leigja bíl erlendis og hann veltir því fyrir sér hvort það sé jafnauðvelt hér á landi. Bendir hann auk þess á að ökukennsla sé mismunandi og misgóð eftir löndum og í löndum eins og í löndum eins og Kína sé oft ekki gert ráð fyrir að fólk aki á landsbyggðarvegum. „Þetta er alveg svakalegt.“
Bílaleigur Rangárþing ytra Öryggi á ferðamannastöðum Ferðaþjónusta Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira