Innlent

Eldislaxar í Hauka­dals­á, Gnoðarvogur og sam­göngur á Vestur­landi

Auðun Georg Ólafsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.

Neyðarástand ríkir í Haukadalsá í Dalabyggð að sögn fiskifræðings. Þrír eldislaxar voru veiddir þar í nótt. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. 

Við greinum einnig frá því að þó nokkur vandræðagangur hefur verið í íbúðinni við Gnoðarvog þar sem fjórir voru handteknir í aðgerðum lögreglu í gærkvöldi.  Sérsveitin tók þátt í aðgerðunum og lagt var hald á töluvert magn af óþekktu efni. 

Ríkisstjórnin kom saman til fundar í Stykkishólmi í morgun og þar voru samgöngumál á Vesturlandi sett á oddinn. Við ræðum við framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem segir samgöngur þar hafa orðið útundan. 

Allra augu beinast nú að borginni Anchorage í Alaska þar sem fundur Trump og Pútín fer fram á morgun. Við kynnum okkur borgina og einnig þá staðreynd að aðeins 88 kílómetrar skilja Alaska og Rússland. Fundarstaðurinn þykir engin tilviljun. 

Nýjasta heimildamyndin sem forsýnd verður í dag verður sýnd í agnarlitlu bíóhúsi í Hlöðuvík á Hornströndum. Við kynnum okkur málið og svo er nóg um að vera í sportinu þar sem mikilvægir leikir eru hjá íslenskum fótboltaliðum í Evrópukeppninni í dag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×