Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 13. ágúst 2025 07:32 Fyrr á árinu skrifaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, undir samkomulag við Evrópusambandið sem meðal annars felur í sér að Ísland aðlagi sig að utanríkisstefnu sambandsins. Þar segir með skýrum hætti: „Aðlögun að utanríkisstefnu ESB […] aðlögun EFTA/EES-ríkjanna að ákvörðunum, yfirlýsingum og refsiaðgerðum ESB.“ Þorgerður hefur þvertekið fyrir þetta þrátt fyrir að það standi beinlínis í skjalinu sem hún undirritaði. Fram kemur í svari frá upplýsingaskrifstofu Evrópusambandsins, unnið í samráði við utanríkisráðuneyti þess, við fyrirspurn frá mér varðandi það hvernig bæri að skilja umræddan texta í framkvæmd að hann fæli í sér pólitíska skuldbindingu Íslands í þessum efnum. Svarið er svohljóðandi: „Aðlögun felur í sér pólitíska skuldbindingu landanna þriggja sem nefnd eru, Íslands, Liechtensteins og Noregs, til þess að fylgja og framkvæma ákveðna þætti utanríkisstefnu Evrópusambandsins.“ Meðal þess sem fram kemur í rýniskýrslu Evrópusambandsins um utanríkis-, öryggis- og varnarmál, vegna umsóknar þáverandi ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og VG um inngöngu í sambandið á sínum tíma, er að ríki sem gangi þar inn þurfi einmitt að aðlaga sig að stefnu þess í þeim málum. Ríkin þurfi þannig að „aðlaga sig að yfirlýsingum Evrópusambandsins, taka þátt í ákvörðunum sambandsins og hrinda í framkvæmd samþykktum refsi- og þvingunaraðgerðum þess.“ Fram kemur að sama skapi í gögnum Evrópusambandsins almennt varðandi inngöngu nýrra ríkja í sambandið að umsóknarríkjum sé meðal annars skylt að aðlaga sig utanríkisstefnu þess: „Umsóknarríkjum er skylt að aðlaga sig jafnt og þétt að yfirlýsingum Evrópusambandsins og hrinda í framkvæmd refsi- og þvingunaraðgerðum þess þegar þess gerist þörf.“ Þá kemur skýrt fram víða í gögnum sambandsins að umsóknarferlið gangi öðru fremur út á slíka aðlögun. Hérlend stjórnvöld hafa í gegnum tíðina reglulega verið sökuð um að reka ekki sjálfstæða utanríkisstefnu. Þá ýmist gagnvart Bandaríkjunum, Evrópusambandinu eða eftir atvikum báðum þessum aðilum. Þar hefur þó verið um að ræða einstök, afmörkuð og fyrirliggjandi mál. Hversu langt sem það kann annars að hafa náð hefur ekki áður verið gengið svo langt að undirrita formlegt og skuldbindandi samkomulag um aðlögun Íslands að utanríkisstefnu erlendra ríkja. Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa ítrekað slegið um sig með þeim orðum að þeir treysti þjóðinni til þess að ákveða í þjóðaratkvæði hvort hefja eigi á nýjan leik umsóknarferli að Evrópusambandinu. Hins vegar er á sama tíma ljóst að ráðherrar ríkisstjórnarinnar, hinir miklu lýðræðissinnar, hafa þegar hafizt handa við að vinna sér í haginn og hrinda ferlinu óformlega af stað áður en þjóðin hefur kosið um málið og áður en fyrir liggur hvort hún leggi blessun sína yfir það. Hafa má í huga í þessum efnum þau orð Þorgerðar Katrínar í Spursmálum á mbl.is þann 20. nóvember, í aðdraganda síðustu þingkosninga, að þjóðaratkvæði um málið væri „mikil málamiðlun“ af hálfu Viðreisnar. Helzt vildi flokkurinn þannig fara undir eins í umsóknarferlið í stað þess að málið færi fyrst til þjóðarinnar. Hins vegar liggur nú fyrir sem fyrr segir að ákveðið hefur verið að láta það eftir sér og hefja undir eins vinnu við ferlið í stað þess að bíða aðkomu þjóðarinnar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Öflugri saman inn í framtíðina Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Rekum RUV ohf „að heiman“ Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Vinstri græn gegn íslensku láglaunastefnunni Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Fyrr á árinu skrifaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, undir samkomulag við Evrópusambandið sem meðal annars felur í sér að Ísland aðlagi sig að utanríkisstefnu sambandsins. Þar segir með skýrum hætti: „Aðlögun að utanríkisstefnu ESB […] aðlögun EFTA/EES-ríkjanna að ákvörðunum, yfirlýsingum og refsiaðgerðum ESB.“ Þorgerður hefur þvertekið fyrir þetta þrátt fyrir að það standi beinlínis í skjalinu sem hún undirritaði. Fram kemur í svari frá upplýsingaskrifstofu Evrópusambandsins, unnið í samráði við utanríkisráðuneyti þess, við fyrirspurn frá mér varðandi það hvernig bæri að skilja umræddan texta í framkvæmd að hann fæli í sér pólitíska skuldbindingu Íslands í þessum efnum. Svarið er svohljóðandi: „Aðlögun felur í sér pólitíska skuldbindingu landanna þriggja sem nefnd eru, Íslands, Liechtensteins og Noregs, til þess að fylgja og framkvæma ákveðna þætti utanríkisstefnu Evrópusambandsins.“ Meðal þess sem fram kemur í rýniskýrslu Evrópusambandsins um utanríkis-, öryggis- og varnarmál, vegna umsóknar þáverandi ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og VG um inngöngu í sambandið á sínum tíma, er að ríki sem gangi þar inn þurfi einmitt að aðlaga sig að stefnu þess í þeim málum. Ríkin þurfi þannig að „aðlaga sig að yfirlýsingum Evrópusambandsins, taka þátt í ákvörðunum sambandsins og hrinda í framkvæmd samþykktum refsi- og þvingunaraðgerðum þess.“ Fram kemur að sama skapi í gögnum Evrópusambandsins almennt varðandi inngöngu nýrra ríkja í sambandið að umsóknarríkjum sé meðal annars skylt að aðlaga sig utanríkisstefnu þess: „Umsóknarríkjum er skylt að aðlaga sig jafnt og þétt að yfirlýsingum Evrópusambandsins og hrinda í framkvæmd refsi- og þvingunaraðgerðum þess þegar þess gerist þörf.“ Þá kemur skýrt fram víða í gögnum sambandsins að umsóknarferlið gangi öðru fremur út á slíka aðlögun. Hérlend stjórnvöld hafa í gegnum tíðina reglulega verið sökuð um að reka ekki sjálfstæða utanríkisstefnu. Þá ýmist gagnvart Bandaríkjunum, Evrópusambandinu eða eftir atvikum báðum þessum aðilum. Þar hefur þó verið um að ræða einstök, afmörkuð og fyrirliggjandi mál. Hversu langt sem það kann annars að hafa náð hefur ekki áður verið gengið svo langt að undirrita formlegt og skuldbindandi samkomulag um aðlögun Íslands að utanríkisstefnu erlendra ríkja. Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa ítrekað slegið um sig með þeim orðum að þeir treysti þjóðinni til þess að ákveða í þjóðaratkvæði hvort hefja eigi á nýjan leik umsóknarferli að Evrópusambandinu. Hins vegar er á sama tíma ljóst að ráðherrar ríkisstjórnarinnar, hinir miklu lýðræðissinnar, hafa þegar hafizt handa við að vinna sér í haginn og hrinda ferlinu óformlega af stað áður en þjóðin hefur kosið um málið og áður en fyrir liggur hvort hún leggi blessun sína yfir það. Hafa má í huga í þessum efnum þau orð Þorgerðar Katrínar í Spursmálum á mbl.is þann 20. nóvember, í aðdraganda síðustu þingkosninga, að þjóðaratkvæði um málið væri „mikil málamiðlun“ af hálfu Viðreisnar. Helzt vildi flokkurinn þannig fara undir eins í umsóknarferlið í stað þess að málið færi fyrst til þjóðarinnar. Hins vegar liggur nú fyrir sem fyrr segir að ákveðið hefur verið að láta það eftir sér og hefja undir eins vinnu við ferlið í stað þess að bíða aðkomu þjóðarinnar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun