Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 13. ágúst 2025 07:32 Fyrr á árinu skrifaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, undir samkomulag við Evrópusambandið sem meðal annars felur í sér að Ísland aðlagi sig að utanríkisstefnu sambandsins. Þar segir með skýrum hætti: „Aðlögun að utanríkisstefnu ESB […] aðlögun EFTA/EES-ríkjanna að ákvörðunum, yfirlýsingum og refsiaðgerðum ESB.“ Þorgerður hefur þvertekið fyrir þetta þrátt fyrir að það standi beinlínis í skjalinu sem hún undirritaði. Fram kemur í svari frá upplýsingaskrifstofu Evrópusambandsins, unnið í samráði við utanríkisráðuneyti þess, við fyrirspurn frá mér varðandi það hvernig bæri að skilja umræddan texta í framkvæmd að hann fæli í sér pólitíska skuldbindingu Íslands í þessum efnum. Svarið er svohljóðandi: „Aðlögun felur í sér pólitíska skuldbindingu landanna þriggja sem nefnd eru, Íslands, Liechtensteins og Noregs, til þess að fylgja og framkvæma ákveðna þætti utanríkisstefnu Evrópusambandsins.“ Meðal þess sem fram kemur í rýniskýrslu Evrópusambandsins um utanríkis-, öryggis- og varnarmál, vegna umsóknar þáverandi ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og VG um inngöngu í sambandið á sínum tíma, er að ríki sem gangi þar inn þurfi einmitt að aðlaga sig að stefnu þess í þeim málum. Ríkin þurfi þannig að „aðlaga sig að yfirlýsingum Evrópusambandsins, taka þátt í ákvörðunum sambandsins og hrinda í framkvæmd samþykktum refsi- og þvingunaraðgerðum þess.“ Fram kemur að sama skapi í gögnum Evrópusambandsins almennt varðandi inngöngu nýrra ríkja í sambandið að umsóknarríkjum sé meðal annars skylt að aðlaga sig utanríkisstefnu þess: „Umsóknarríkjum er skylt að aðlaga sig jafnt og þétt að yfirlýsingum Evrópusambandsins og hrinda í framkvæmd refsi- og þvingunaraðgerðum þess þegar þess gerist þörf.“ Þá kemur skýrt fram víða í gögnum sambandsins að umsóknarferlið gangi öðru fremur út á slíka aðlögun. Hérlend stjórnvöld hafa í gegnum tíðina reglulega verið sökuð um að reka ekki sjálfstæða utanríkisstefnu. Þá ýmist gagnvart Bandaríkjunum, Evrópusambandinu eða eftir atvikum báðum þessum aðilum. Þar hefur þó verið um að ræða einstök, afmörkuð og fyrirliggjandi mál. Hversu langt sem það kann annars að hafa náð hefur ekki áður verið gengið svo langt að undirrita formlegt og skuldbindandi samkomulag um aðlögun Íslands að utanríkisstefnu erlendra ríkja. Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa ítrekað slegið um sig með þeim orðum að þeir treysti þjóðinni til þess að ákveða í þjóðaratkvæði hvort hefja eigi á nýjan leik umsóknarferli að Evrópusambandinu. Hins vegar er á sama tíma ljóst að ráðherrar ríkisstjórnarinnar, hinir miklu lýðræðissinnar, hafa þegar hafizt handa við að vinna sér í haginn og hrinda ferlinu óformlega af stað áður en þjóðin hefur kosið um málið og áður en fyrir liggur hvort hún leggi blessun sína yfir það. Hafa má í huga í þessum efnum þau orð Þorgerðar Katrínar í Spursmálum á mbl.is þann 20. nóvember, í aðdraganda síðustu þingkosninga, að þjóðaratkvæði um málið væri „mikil málamiðlun“ af hálfu Viðreisnar. Helzt vildi flokkurinn þannig fara undir eins í umsóknarferlið í stað þess að málið færi fyrst til þjóðarinnar. Hins vegar liggur nú fyrir sem fyrr segir að ákveðið hefur verið að láta það eftir sér og hefja undir eins vinnu við ferlið í stað þess að bíða aðkomu þjóðarinnar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrr á árinu skrifaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, undir samkomulag við Evrópusambandið sem meðal annars felur í sér að Ísland aðlagi sig að utanríkisstefnu sambandsins. Þar segir með skýrum hætti: „Aðlögun að utanríkisstefnu ESB […] aðlögun EFTA/EES-ríkjanna að ákvörðunum, yfirlýsingum og refsiaðgerðum ESB.“ Þorgerður hefur þvertekið fyrir þetta þrátt fyrir að það standi beinlínis í skjalinu sem hún undirritaði. Fram kemur í svari frá upplýsingaskrifstofu Evrópusambandsins, unnið í samráði við utanríkisráðuneyti þess, við fyrirspurn frá mér varðandi það hvernig bæri að skilja umræddan texta í framkvæmd að hann fæli í sér pólitíska skuldbindingu Íslands í þessum efnum. Svarið er svohljóðandi: „Aðlögun felur í sér pólitíska skuldbindingu landanna þriggja sem nefnd eru, Íslands, Liechtensteins og Noregs, til þess að fylgja og framkvæma ákveðna þætti utanríkisstefnu Evrópusambandsins.“ Meðal þess sem fram kemur í rýniskýrslu Evrópusambandsins um utanríkis-, öryggis- og varnarmál, vegna umsóknar þáverandi ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og VG um inngöngu í sambandið á sínum tíma, er að ríki sem gangi þar inn þurfi einmitt að aðlaga sig að stefnu þess í þeim málum. Ríkin þurfi þannig að „aðlaga sig að yfirlýsingum Evrópusambandsins, taka þátt í ákvörðunum sambandsins og hrinda í framkvæmd samþykktum refsi- og þvingunaraðgerðum þess.“ Fram kemur að sama skapi í gögnum Evrópusambandsins almennt varðandi inngöngu nýrra ríkja í sambandið að umsóknarríkjum sé meðal annars skylt að aðlaga sig utanríkisstefnu þess: „Umsóknarríkjum er skylt að aðlaga sig jafnt og þétt að yfirlýsingum Evrópusambandsins og hrinda í framkvæmd refsi- og þvingunaraðgerðum þess þegar þess gerist þörf.“ Þá kemur skýrt fram víða í gögnum sambandsins að umsóknarferlið gangi öðru fremur út á slíka aðlögun. Hérlend stjórnvöld hafa í gegnum tíðina reglulega verið sökuð um að reka ekki sjálfstæða utanríkisstefnu. Þá ýmist gagnvart Bandaríkjunum, Evrópusambandinu eða eftir atvikum báðum þessum aðilum. Þar hefur þó verið um að ræða einstök, afmörkuð og fyrirliggjandi mál. Hversu langt sem það kann annars að hafa náð hefur ekki áður verið gengið svo langt að undirrita formlegt og skuldbindandi samkomulag um aðlögun Íslands að utanríkisstefnu erlendra ríkja. Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa ítrekað slegið um sig með þeim orðum að þeir treysti þjóðinni til þess að ákveða í þjóðaratkvæði hvort hefja eigi á nýjan leik umsóknarferli að Evrópusambandinu. Hins vegar er á sama tíma ljóst að ráðherrar ríkisstjórnarinnar, hinir miklu lýðræðissinnar, hafa þegar hafizt handa við að vinna sér í haginn og hrinda ferlinu óformlega af stað áður en þjóðin hefur kosið um málið og áður en fyrir liggur hvort hún leggi blessun sína yfir það. Hafa má í huga í þessum efnum þau orð Þorgerðar Katrínar í Spursmálum á mbl.is þann 20. nóvember, í aðdraganda síðustu þingkosninga, að þjóðaratkvæði um málið væri „mikil málamiðlun“ af hálfu Viðreisnar. Helzt vildi flokkurinn þannig fara undir eins í umsóknarferlið í stað þess að málið færi fyrst til þjóðarinnar. Hins vegar liggur nú fyrir sem fyrr segir að ákveðið hefur verið að láta það eftir sér og hefja undir eins vinnu við ferlið í stað þess að bíða aðkomu þjóðarinnar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun