„Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar 12. ágúst 2025 10:01 Íslendingar eiga margar merkilegar sögur af tilraunum í gegnum tíðina. Sumar hafa tekist prýðilega aðrar síður. Fræg er sagan af hagyrðingi sem var svo kröftugur að hann gat kveðið barn í konu. Hvers vegna er ég að velta þessu fyrir mér á fallegum degi hér norðan heiða? Jú, ég er að velta fyrir mér stofnun sem hefur gríðarlega mikil áhrif á afkomu Íslendinga. Hafrannsóknarstofnun. Niðurstöður hennar hafa mikil áhrif á hvernig ekki bara sjávarbyggðum landsins reiðir af heldur þjóðarbúinu í heild. Margir leggja við hlustir þegar þessi ágæta stofnun birtir niðurstörður rannsókna sinna og ráðgjöf um veiðar úr hinum ýmsu nytjastofnum við landið. Þær niðurstöður geta til að mynda haft áhrif á hvað er til skiptanna til opinberra framkvæmda. Mörg undanfarin ár hef ég ásamt öðrum m.a. Magnúsi Jónssyni veðurfræðingi, Jóni Kristjánssyni fiskifræðingi og Kristni Péturssyni fyrrverandi alþingismanni, vakið athygli göllum í aðferðafræði Hafrannsóknarstofnunar og þar með ráðgjöf stofnunarinnar. Nauðsynlegt að gera fleira en telja fiska Reiknilíkan Hafrannsóknarstofnunar byggir nær eingöngu á talningu fiska. Það gerir lítið með líf- og vistfræðilegar forsendur á borð við ástand fisksins og samkeppni hans við aðra fiska um fæðu í hafinu. Þegar núverandi aflaregla var tekin upp í þorski árið 2008 voru gefin þau fyrirheit að aflinn yrði stöðugur frá árinu 2012 í kringum 350 þúsund tonná ári. Niðurstaðan er því miður allt önnur. Ráðgjöf stofnunarinnar og þar með leyfilegur heildarafli hefur aldrei náð 300 þúsund tonnum á ári. Nú stefnir í að þorskaflinn verði aðeins 200 þúsund tonn á næsta ári fari ráðherra sjávarútvegs að fullu eftir ráðleggingum Hafró. Menn hljóta að þurfa að spyrja sig hvað valdi þessum samdrætti þegar forsendur höfunda aflareglunnar hafa gengið eftir mörg undanfarin ár þannig að árangurinn ætti að hafa sýnt sig. Veiðireglunni hefur verið fylgt út í ystu æsar. Hafró hefur til að mynda sagt risastóran hrygningarstofn vera fyrir hendi en engu að síður hefur dæmið ekki gengið upp. Hvað er þá til ráða? Eigum við að leiðrétta útkomuna, endurmeta lífmassa stofnanna eftirá til að láta hana stemma við aflaregluna eða ættum við að líta aðeins betur á þær forsendur sem reglan byggir á og endurskoða þær? Tugþúsundir tonna hurfu án skýringa Í gögnum Hafró má meðal annars finna skýrslur um gríðarlegt magn af fiski sem hvarf. Enginn fulltrúi stofnunarinnar getur skýrt út hvað varð af af þessum tugum og jafnvel hundruðum þúsunda tonna af fiski. Á miðju sumri galt Hafró stóran varhug við því að bætt yrði við kvóta til strandveiða um eitt prómill af því magni sem „týndist” án þess að gera grein fyrir því hvert fiskurinn fór. Stofnunin gefur ráðgjöf fyrir hverja og eina nytjategund upp á tonn þrátt fyrir mikla óvissu um áreiðanleika mælinga. Árið 2019 mældi stofnunin þorskstofnin vera ríflega 1.402 þúsund tonn. Tveimur árum síðar endurmat stofnunin niðurstöður sínar og sagði stofninn í raun hafa verið 315 þúsund tonnum minni en en mælingar ársins 2019 höfðu gefið til kynna. Ráðamenn þessa lands hafa því ríkt tilefni til að staldra við. Kanna ráðgjöfina og þá aðferðafræði sem beitt hefur verið og alla framsetningu hennar. Nú heyrast þær raddir að fiskveiðiauðlindin sé ekki fullnýtt vegna skorts á fjárveitingum til Hafró. Ég leyfi mér að efast stórlega um þessa leikfimi með tölur. Ég tel að vandinn sé ekki peningar heldur að það skorti verulega á að horft sé með gagnrýnum hætti á forsendur núverandi ráðgjafar. Það þurfi að nálgast verkefnið út frá vistfræðilegum lögmálum. Vísindamenn sem greina nú frá á minnkandi stofni og nýliðun í þorski ættu að horfast í augu við gögnin. Greina frá því að tilgáta þeirra og ráðgjöf hafi ekki verið rétt. Að eina svarið sé heiðarlegt endurmat. Niðurstöður Hafró eru til ráðgjafar við ákvörðun ráðherra um magn veiðiheimilda. Stofnunin býr fiskinn ekki til frekar en að hagyrðingurinn barnið með kveðskap sínum. Ef við kjörnir fulltrúar sjáum annmarka á vinnubrögðunum ber okkur að sjálfsögðu að bregðast við því. Höfundur er formaður atvinnuveganefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Sigurjón Þórðarson Mest lesið Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Öflugri saman inn í framtíðina Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Rekum RUV ohf „að heiman“ Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Vinstri græn gegn íslensku láglaunastefnunni Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Sjá meira
Íslendingar eiga margar merkilegar sögur af tilraunum í gegnum tíðina. Sumar hafa tekist prýðilega aðrar síður. Fræg er sagan af hagyrðingi sem var svo kröftugur að hann gat kveðið barn í konu. Hvers vegna er ég að velta þessu fyrir mér á fallegum degi hér norðan heiða? Jú, ég er að velta fyrir mér stofnun sem hefur gríðarlega mikil áhrif á afkomu Íslendinga. Hafrannsóknarstofnun. Niðurstöður hennar hafa mikil áhrif á hvernig ekki bara sjávarbyggðum landsins reiðir af heldur þjóðarbúinu í heild. Margir leggja við hlustir þegar þessi ágæta stofnun birtir niðurstörður rannsókna sinna og ráðgjöf um veiðar úr hinum ýmsu nytjastofnum við landið. Þær niðurstöður geta til að mynda haft áhrif á hvað er til skiptanna til opinberra framkvæmda. Mörg undanfarin ár hef ég ásamt öðrum m.a. Magnúsi Jónssyni veðurfræðingi, Jóni Kristjánssyni fiskifræðingi og Kristni Péturssyni fyrrverandi alþingismanni, vakið athygli göllum í aðferðafræði Hafrannsóknarstofnunar og þar með ráðgjöf stofnunarinnar. Nauðsynlegt að gera fleira en telja fiska Reiknilíkan Hafrannsóknarstofnunar byggir nær eingöngu á talningu fiska. Það gerir lítið með líf- og vistfræðilegar forsendur á borð við ástand fisksins og samkeppni hans við aðra fiska um fæðu í hafinu. Þegar núverandi aflaregla var tekin upp í þorski árið 2008 voru gefin þau fyrirheit að aflinn yrði stöðugur frá árinu 2012 í kringum 350 þúsund tonná ári. Niðurstaðan er því miður allt önnur. Ráðgjöf stofnunarinnar og þar með leyfilegur heildarafli hefur aldrei náð 300 þúsund tonnum á ári. Nú stefnir í að þorskaflinn verði aðeins 200 þúsund tonn á næsta ári fari ráðherra sjávarútvegs að fullu eftir ráðleggingum Hafró. Menn hljóta að þurfa að spyrja sig hvað valdi þessum samdrætti þegar forsendur höfunda aflareglunnar hafa gengið eftir mörg undanfarin ár þannig að árangurinn ætti að hafa sýnt sig. Veiðireglunni hefur verið fylgt út í ystu æsar. Hafró hefur til að mynda sagt risastóran hrygningarstofn vera fyrir hendi en engu að síður hefur dæmið ekki gengið upp. Hvað er þá til ráða? Eigum við að leiðrétta útkomuna, endurmeta lífmassa stofnanna eftirá til að láta hana stemma við aflaregluna eða ættum við að líta aðeins betur á þær forsendur sem reglan byggir á og endurskoða þær? Tugþúsundir tonna hurfu án skýringa Í gögnum Hafró má meðal annars finna skýrslur um gríðarlegt magn af fiski sem hvarf. Enginn fulltrúi stofnunarinnar getur skýrt út hvað varð af af þessum tugum og jafnvel hundruðum þúsunda tonna af fiski. Á miðju sumri galt Hafró stóran varhug við því að bætt yrði við kvóta til strandveiða um eitt prómill af því magni sem „týndist” án þess að gera grein fyrir því hvert fiskurinn fór. Stofnunin gefur ráðgjöf fyrir hverja og eina nytjategund upp á tonn þrátt fyrir mikla óvissu um áreiðanleika mælinga. Árið 2019 mældi stofnunin þorskstofnin vera ríflega 1.402 þúsund tonn. Tveimur árum síðar endurmat stofnunin niðurstöður sínar og sagði stofninn í raun hafa verið 315 þúsund tonnum minni en en mælingar ársins 2019 höfðu gefið til kynna. Ráðamenn þessa lands hafa því ríkt tilefni til að staldra við. Kanna ráðgjöfina og þá aðferðafræði sem beitt hefur verið og alla framsetningu hennar. Nú heyrast þær raddir að fiskveiðiauðlindin sé ekki fullnýtt vegna skorts á fjárveitingum til Hafró. Ég leyfi mér að efast stórlega um þessa leikfimi með tölur. Ég tel að vandinn sé ekki peningar heldur að það skorti verulega á að horft sé með gagnrýnum hætti á forsendur núverandi ráðgjafar. Það þurfi að nálgast verkefnið út frá vistfræðilegum lögmálum. Vísindamenn sem greina nú frá á minnkandi stofni og nýliðun í þorski ættu að horfast í augu við gögnin. Greina frá því að tilgáta þeirra og ráðgjöf hafi ekki verið rétt. Að eina svarið sé heiðarlegt endurmat. Niðurstöður Hafró eru til ráðgjafar við ákvörðun ráðherra um magn veiðiheimilda. Stofnunin býr fiskinn ekki til frekar en að hagyrðingurinn barnið með kveðskap sínum. Ef við kjörnir fulltrúar sjáum annmarka á vinnubrögðunum ber okkur að sjálfsögðu að bregðast við því. Höfundur er formaður atvinnuveganefndar Alþingis.
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun