Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar 12. ágúst 2025 07:01 Tæknin í dag er ótrúleg! Hún tengir okkur við vini og fjölskyldu, gerir okkur skilvirkari, hjálpar okkur við dagleg störf og býður upp á fjölbreytta afþreyingu. Hún opnar heim af þekkingu og eflir nýsköpun. En eins og Ben frændi sagði „Með miklu valdi fylgir mikil ábyrgð.“ Mikið af þeirri tækni sem við notum daglega - samfélagsmiðlar, leikir, forrit og öpp - er hönnuð með eitt markmið: að grípa athyglina okkar og halda henni eins lengi og hægt er. Ekki endilega til að fræða okkur, styrkja sambönd eða styðja við velferð, heldur til að hámarka gróða. Með því að halda okkur fast í straumnum er hægt að safna gögnum, birta auglýsingar og móta hegðun okkar í þágu kerfa sem við sjáum oft ekki og skiljum ekki alveg. Tækniheimurinn er ekki hlutlaus. Hann hefur áhrif á börnin okkar, hugsanir okkar, sjálfsmynd okkar, lýðheilsu og lýðræði. Við sjáum hvernig samfélagsmiðlar matar okkur af efni sem eykur óöryggi, ýtir undir samanburð, einangrun og vanlíðan. Við finnum hvernig skjárinn kallar, truflar, tæmir orku, sviptir nærveru og rýfur tengslin við okkur sjálf og aðra. Við sjáum börnin okkar stara stjörf á skjáinn, skrolla endalaust, á meðan þau missa af samskiptum, útiveru, ævintýrum… missa af lífinu sjálfu. Við þurfum ekki alltaf að „nýta tæknina betur“. Stundum þurfum við einfaldlega að taka hana úr sambandi. Að leggja símann frá okkur. Að sleppa samfélagsmiðlum. Að velja raunveruleg samtöl fram yfir skjásamskipti. Að gefa okkur og börnunum okkar tækifæri til að finna frið í því að vera ótrufluð. Við eigum rétt á einbeitingu og raunverulegum tengslum. Við eigum að geta lifað lífi án stanslausts áreitis og eftir skoðunum sem mótast af algoritma. En hvernig finnum við þetta jafnvægi? Gott er að setjast niður saman sem fjölskylda og ákveða ykkar heimilisreglur um skjánotkun. Hvenær er gott að nota tæknina og hvenær er gott að vera án hennar. Áður en þið byrjið er mikilvægt að hafa nokkur atriði í huga: Börn hafa margt að segja um skjánotkun foreldra sinna. Hlustið á þau og setjið jafnar reglur um börn og foreldra. Skrifið reglurnar niður á blað og hafið sýnilegar á heimilinu. Haldið reglunum fáum, einföldum og raunhæfum. Hér er dæmi um reglurnar á mínu heimili: Engir símar í svefnherbergjum - þetta á líka við yfir daginn, ekki bara á kvöldin. Engir símar við matarborðið - allir matartímar eru tími fjölskyldunnar til að tala saman. Símar fara í hleðslu á nóttunni í símakassa í eldhúsinu. Ef þig vantar vekjaraklukku, þá kaupum við eina slíka. Ekki má vera í símanum á meðan við horfum saman á sjónvarpið. Engir leikir eða samfélagsmiðlar í bílnum. Síma má þó nota til að stilla tónlist eða sem leiðsögutæki. Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili og fundið mun betra stafrænt jafnvægi. Við eigum að nota tæknina þegar hún styður okkur.Við eigum líka að hafna henni þegar hún skaðar okkur. Við eigum að nota tæknina.Tæknin á ekki að nota okkur. Höfundur er móðir og tölvunarfræðingur hjá Stafrænni velferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Símanotkun barna Samfélagsmiðlar Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Tæknin í dag er ótrúleg! Hún tengir okkur við vini og fjölskyldu, gerir okkur skilvirkari, hjálpar okkur við dagleg störf og býður upp á fjölbreytta afþreyingu. Hún opnar heim af þekkingu og eflir nýsköpun. En eins og Ben frændi sagði „Með miklu valdi fylgir mikil ábyrgð.“ Mikið af þeirri tækni sem við notum daglega - samfélagsmiðlar, leikir, forrit og öpp - er hönnuð með eitt markmið: að grípa athyglina okkar og halda henni eins lengi og hægt er. Ekki endilega til að fræða okkur, styrkja sambönd eða styðja við velferð, heldur til að hámarka gróða. Með því að halda okkur fast í straumnum er hægt að safna gögnum, birta auglýsingar og móta hegðun okkar í þágu kerfa sem við sjáum oft ekki og skiljum ekki alveg. Tækniheimurinn er ekki hlutlaus. Hann hefur áhrif á börnin okkar, hugsanir okkar, sjálfsmynd okkar, lýðheilsu og lýðræði. Við sjáum hvernig samfélagsmiðlar matar okkur af efni sem eykur óöryggi, ýtir undir samanburð, einangrun og vanlíðan. Við finnum hvernig skjárinn kallar, truflar, tæmir orku, sviptir nærveru og rýfur tengslin við okkur sjálf og aðra. Við sjáum börnin okkar stara stjörf á skjáinn, skrolla endalaust, á meðan þau missa af samskiptum, útiveru, ævintýrum… missa af lífinu sjálfu. Við þurfum ekki alltaf að „nýta tæknina betur“. Stundum þurfum við einfaldlega að taka hana úr sambandi. Að leggja símann frá okkur. Að sleppa samfélagsmiðlum. Að velja raunveruleg samtöl fram yfir skjásamskipti. Að gefa okkur og börnunum okkar tækifæri til að finna frið í því að vera ótrufluð. Við eigum rétt á einbeitingu og raunverulegum tengslum. Við eigum að geta lifað lífi án stanslausts áreitis og eftir skoðunum sem mótast af algoritma. En hvernig finnum við þetta jafnvægi? Gott er að setjast niður saman sem fjölskylda og ákveða ykkar heimilisreglur um skjánotkun. Hvenær er gott að nota tæknina og hvenær er gott að vera án hennar. Áður en þið byrjið er mikilvægt að hafa nokkur atriði í huga: Börn hafa margt að segja um skjánotkun foreldra sinna. Hlustið á þau og setjið jafnar reglur um börn og foreldra. Skrifið reglurnar niður á blað og hafið sýnilegar á heimilinu. Haldið reglunum fáum, einföldum og raunhæfum. Hér er dæmi um reglurnar á mínu heimili: Engir símar í svefnherbergjum - þetta á líka við yfir daginn, ekki bara á kvöldin. Engir símar við matarborðið - allir matartímar eru tími fjölskyldunnar til að tala saman. Símar fara í hleðslu á nóttunni í símakassa í eldhúsinu. Ef þig vantar vekjaraklukku, þá kaupum við eina slíka. Ekki má vera í símanum á meðan við horfum saman á sjónvarpið. Engir leikir eða samfélagsmiðlar í bílnum. Síma má þó nota til að stilla tónlist eða sem leiðsögutæki. Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili og fundið mun betra stafrænt jafnvægi. Við eigum að nota tæknina þegar hún styður okkur.Við eigum líka að hafna henni þegar hún skaðar okkur. Við eigum að nota tæknina.Tæknin á ekki að nota okkur. Höfundur er móðir og tölvunarfræðingur hjá Stafrænni velferð.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun