Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Kjartan Kjartansson skrifar 11. ágúst 2025 09:12 Blaðamaður virðir fyrir sér leifar tjaldbúðanna þar sem Ísraelar myrtu hóp kollega hans í Gasaborg í gær. AP/Jehad Alshrafi Yfirmenn katörsku fréttastofunnar al-Jazeera og samtök um fjölmiðlafrelsi fordæma dráp Ísraelshers á blaðamönnum fjölmiðilsins á Gasa í gær. Fjöldi blaðamanna sem hefur fallið þar frá upphafi átakanna nálgast nú tvö hundruð. Tveir fréttaritarar al-Jazeera, fjórir aðrir blaðamenn og tveir aðrir féllu í loftárás Ísraelshers á tjaldbúðir við Shifa-sjúkrahúsið í Gasaborg þar sem mennirnir leituðu skjóls í gær. Ísraelar sögðust hafa gert árásina vegna þess að Anas al-Sharif, annar fréttaritaranna, væri liðsmaður Hamas-samtakanna. Al-Jazeera fordæmdi drápin sem fréttastofan lýsti sem „markvissum morðum“ og árás á frelsi fjölmiðla. „Skipunin um að myrða Anas al-Sharif, einn af hugrökkustu blaðamönnunum á Gasa, er örvæntingarfull tilraun til þess að þagga niður í röddum sem afhjúpa yfirvofandi eignanám og hernám Gasa,“ segir í yfirlýsingu fjölmiðilsins. Al Jazeera Media Network condemns the targeted assassination of its correspondents Anas Al Sharif and Mohammeel Qraiqea, along with photographers Ibrahim Al Thaher, and Mohamed Nofal, by Israeli forces. #JournalismIsNotACrime[image or embed]— Al Jazeera English (@aljazeera.com) August 11, 2025 at 5:52 AM „Sannanir“ fyrir hryðjuverkastarfsemi sagðar ósannfærandi Ísraelar hafa haldið því fram undanfarið ár að al-Sharif hafi stýrt sellu Hamas-samtakanna en því höfðu al-Jazeera og blaðamaðurinn sjálfur staðfastlega hafnað, að sögn AP-fréttastofunnar. Jeremy Bowen, ritstjóri erlendra frétta hjá breska ríkisútvarpinu, segist hafa séð meintar sannanir Ísraela fyrir ásökunum sínum á hendur al-Sharif. „Þau eru ekki sannfærandi“ segir Bowen. Bandarísku samtökin Nefnd um vernd blaðamanna (CPJ) lýstu því yfir fyrir nokkrum vikum að Ísraelsmenn hefðu höfðað rógsherferð gegn al-Sharif. „Sú hegðun Ísraels að kalla blaðamenn vígamenn án þess að leggja fram trúverðugar sannanir vekur upp alvarlegar spurningar um tilætlanir þess og virðingu fyrir frelsi fjölmiðla,“ sagði Sara Qudah, svæðisstjórnandi samtakanna. Banna erlendum blaðamönnum að ferðast til Gasa Ísraelsk stjórnvöld hleypa fréttamönnum ekki inn á Gasaströndina. Þau bera fyrir sig að svæðið sé of hættulegt og að blaðamennirnir væru ógn við öryggi ísraelskra hermanna. Af þessum sökum hafa erlendir fjölmiðlar eins og BBC og aðrir þurft að reiða sig á fréttaritara á Gasa eins og al-Sharif. Blaðamannasamtökunum CPJ telst til að í það minnsta 186 blaðamenn hafi nú fallið á Gasa frá því að hernaður Ísraela hófst fyrir að verða tveimur árum. Átökunum hefur verið lýst sem þeim blóðugustu fyrir fjölmiðlamenn á síðari árum. Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt að vaxandi vísbendingar séu um að Ísraelsher drepi blaðamenn á Gasa á grundvelli órökstuddra ásakana um að þeir tilheyri Hamas. „Annars vegar neita Ísraelar að hleypa erlendum blaðamönnum inn á Gasa og hins vegar rægja þeir vægðarlaust, ógna, hindra og drepa þá fáu blaðamenn sem eru þar eftir sem einu augu heimsbyggðarinnar á þjóðarmorðinu sem heldur áfram,“ sagði Irene Khan, sérstakur sendifulltrúi SÞ um tjáningarfrelsi. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Sjá meira
Tveir fréttaritarar al-Jazeera, fjórir aðrir blaðamenn og tveir aðrir féllu í loftárás Ísraelshers á tjaldbúðir við Shifa-sjúkrahúsið í Gasaborg þar sem mennirnir leituðu skjóls í gær. Ísraelar sögðust hafa gert árásina vegna þess að Anas al-Sharif, annar fréttaritaranna, væri liðsmaður Hamas-samtakanna. Al-Jazeera fordæmdi drápin sem fréttastofan lýsti sem „markvissum morðum“ og árás á frelsi fjölmiðla. „Skipunin um að myrða Anas al-Sharif, einn af hugrökkustu blaðamönnunum á Gasa, er örvæntingarfull tilraun til þess að þagga niður í röddum sem afhjúpa yfirvofandi eignanám og hernám Gasa,“ segir í yfirlýsingu fjölmiðilsins. Al Jazeera Media Network condemns the targeted assassination of its correspondents Anas Al Sharif and Mohammeel Qraiqea, along with photographers Ibrahim Al Thaher, and Mohamed Nofal, by Israeli forces. #JournalismIsNotACrime[image or embed]— Al Jazeera English (@aljazeera.com) August 11, 2025 at 5:52 AM „Sannanir“ fyrir hryðjuverkastarfsemi sagðar ósannfærandi Ísraelar hafa haldið því fram undanfarið ár að al-Sharif hafi stýrt sellu Hamas-samtakanna en því höfðu al-Jazeera og blaðamaðurinn sjálfur staðfastlega hafnað, að sögn AP-fréttastofunnar. Jeremy Bowen, ritstjóri erlendra frétta hjá breska ríkisútvarpinu, segist hafa séð meintar sannanir Ísraela fyrir ásökunum sínum á hendur al-Sharif. „Þau eru ekki sannfærandi“ segir Bowen. Bandarísku samtökin Nefnd um vernd blaðamanna (CPJ) lýstu því yfir fyrir nokkrum vikum að Ísraelsmenn hefðu höfðað rógsherferð gegn al-Sharif. „Sú hegðun Ísraels að kalla blaðamenn vígamenn án þess að leggja fram trúverðugar sannanir vekur upp alvarlegar spurningar um tilætlanir þess og virðingu fyrir frelsi fjölmiðla,“ sagði Sara Qudah, svæðisstjórnandi samtakanna. Banna erlendum blaðamönnum að ferðast til Gasa Ísraelsk stjórnvöld hleypa fréttamönnum ekki inn á Gasaströndina. Þau bera fyrir sig að svæðið sé of hættulegt og að blaðamennirnir væru ógn við öryggi ísraelskra hermanna. Af þessum sökum hafa erlendir fjölmiðlar eins og BBC og aðrir þurft að reiða sig á fréttaritara á Gasa eins og al-Sharif. Blaðamannasamtökunum CPJ telst til að í það minnsta 186 blaðamenn hafi nú fallið á Gasa frá því að hernaður Ísraela hófst fyrir að verða tveimur árum. Átökunum hefur verið lýst sem þeim blóðugustu fyrir fjölmiðlamenn á síðari árum. Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt að vaxandi vísbendingar séu um að Ísraelsher drepi blaðamenn á Gasa á grundvelli órökstuddra ásakana um að þeir tilheyri Hamas. „Annars vegar neita Ísraelar að hleypa erlendum blaðamönnum inn á Gasa og hins vegar rægja þeir vægðarlaust, ógna, hindra og drepa þá fáu blaðamenn sem eru þar eftir sem einu augu heimsbyggðarinnar á þjóðarmorðinu sem heldur áfram,“ sagði Irene Khan, sérstakur sendifulltrúi SÞ um tjáningarfrelsi.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Sjá meira