Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. ágúst 2025 08:53 Donald Trump Bandaríkjaforseti segist opinn fyrir þríhliðafundi með leiðtogum Rússlands og Úkraínu. EPA Hvíta húsið hefur til skoðunar hvort bjóða eigi Volodimír Selenskí Úkraínuforseta á friðarviðræðufund Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta í Alaska á föstudag. Blaðamenn NBC hafa eftir þremur heimildum að það sé til skoðunar í Hvíta húsinu hvort bjóða eigi Selenskí á fundinn í Alaska. Enn eigi eftir að taka ákvörðun um hugsanlega aðkomu Selenskí að fundinum að einn heimildarmaður segir miðlinum að það sé „algjörlega“ möguleiki á að Selenskí verði viðstaddur fundi í Alaska. Þrátt fyrir að Selenskí kæmi til Alaska eftir allt saman sé ekki ljóst hvort hann og Pútín yrðu nokkurn tímann í sama rými. Breska ríkisútvarpið hefur eftir embættismanni í Hvíta húsinu að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé tilbúinn að sitja þríhliða fund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta og Volodimír Selenskí Úkraínuforseta. Sem stendur sé einungis á dagskrá að Trump og Pútín hittist tveir, líkt og Pútín hafði óskað eftir. Pútín hefur nokkrum sinnum áður hafnað því að mæta á beinan viðræðufund með Selenskí og Pútín og Selenskí hafa ekki hist í eigin persónu frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022. Trump hefur áður sagt blaðamönnum að hann hafi lagt til að „byrja á Rússlandi“ og funda því einungis með Pútín áður en hann fundar með Selenskí. Landamærum ekki breytt með valdi Þegar greint var frá fyrirhuguðum fundi Pútín og Trump síðasta föstudag gaf Trump í skyn að til þess að friðarsamningar næðust þyrftu að vera einhverjar skiptingar á landsvæði. Selenskí brást harkalega við þeim ummælum. „Við ætlum ekki að verðlauna Rússum fyrir það sem þeir hafa gert okkur,“ sagði Selenskí í færslu á Telegram. Hann sagði að allar ákvarðanir sem yrðu teknar án aðkomu Úkraínu væru dauðadæmdar. Hugmyndir Rússa fælust í raun í skiptum á úkraínsku landsvæði fyrir landsvæði í eigu Úkraínu. „Og afleiðingarnar tryggja að Rússar verða þá í enn hentugri stöðu til þess að halda stríðinu áfram,“ skrifar Selenskí. CBS greindi frá því í gær að Trump væri að gera tilraun til að fá leiðtoga Evrópuríkja í lið með sér til að samþykkja ályktun sem fæli í sér að Rússland fengi Donbassvæðisins, sem nær yfir stóran hluta bæði Lúhansk- og Dónetskhéraðs. Þar að auki fengi Rússland að halda yfirráðum yfir Krímskaga. Þjóðarleiðtogar Bretlands, Frakklands, Ítalíu, Þýskalands, Póllands og Finnlands og framkvæmdastjórn Evrópuráðsins sendu í gærkvöldi frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir segja ótækt að funda um lok á innrásarstríði Rússa í Úkraínu án aðkomu Úkraínu. Friðarviðræður komi til með að ganga upp án þess að fulltrúi Úkraínu sé við samningaborðið. Í yfirlýsingu þjóðarleiðtoganna er ítrekað að alþjóðlegum landamærum megi ekki breyta með valdi. „Úkraína hefur frelsi til að ákveða hver sín örlög eru,“ segir í yfirlýsingunni. Þá er ítrekað að hlutaðeigandi ríki komi til með að halda sínum stuðningi við Úkraínu áfram, í alþjóðasamskiptum, hernaðarlega og fjárhagslega. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Fleiri fréttir Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Sjá meira
Blaðamenn NBC hafa eftir þremur heimildum að það sé til skoðunar í Hvíta húsinu hvort bjóða eigi Selenskí á fundinn í Alaska. Enn eigi eftir að taka ákvörðun um hugsanlega aðkomu Selenskí að fundinum að einn heimildarmaður segir miðlinum að það sé „algjörlega“ möguleiki á að Selenskí verði viðstaddur fundi í Alaska. Þrátt fyrir að Selenskí kæmi til Alaska eftir allt saman sé ekki ljóst hvort hann og Pútín yrðu nokkurn tímann í sama rými. Breska ríkisútvarpið hefur eftir embættismanni í Hvíta húsinu að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé tilbúinn að sitja þríhliða fund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta og Volodimír Selenskí Úkraínuforseta. Sem stendur sé einungis á dagskrá að Trump og Pútín hittist tveir, líkt og Pútín hafði óskað eftir. Pútín hefur nokkrum sinnum áður hafnað því að mæta á beinan viðræðufund með Selenskí og Pútín og Selenskí hafa ekki hist í eigin persónu frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022. Trump hefur áður sagt blaðamönnum að hann hafi lagt til að „byrja á Rússlandi“ og funda því einungis með Pútín áður en hann fundar með Selenskí. Landamærum ekki breytt með valdi Þegar greint var frá fyrirhuguðum fundi Pútín og Trump síðasta föstudag gaf Trump í skyn að til þess að friðarsamningar næðust þyrftu að vera einhverjar skiptingar á landsvæði. Selenskí brást harkalega við þeim ummælum. „Við ætlum ekki að verðlauna Rússum fyrir það sem þeir hafa gert okkur,“ sagði Selenskí í færslu á Telegram. Hann sagði að allar ákvarðanir sem yrðu teknar án aðkomu Úkraínu væru dauðadæmdar. Hugmyndir Rússa fælust í raun í skiptum á úkraínsku landsvæði fyrir landsvæði í eigu Úkraínu. „Og afleiðingarnar tryggja að Rússar verða þá í enn hentugri stöðu til þess að halda stríðinu áfram,“ skrifar Selenskí. CBS greindi frá því í gær að Trump væri að gera tilraun til að fá leiðtoga Evrópuríkja í lið með sér til að samþykkja ályktun sem fæli í sér að Rússland fengi Donbassvæðisins, sem nær yfir stóran hluta bæði Lúhansk- og Dónetskhéraðs. Þar að auki fengi Rússland að halda yfirráðum yfir Krímskaga. Þjóðarleiðtogar Bretlands, Frakklands, Ítalíu, Þýskalands, Póllands og Finnlands og framkvæmdastjórn Evrópuráðsins sendu í gærkvöldi frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir segja ótækt að funda um lok á innrásarstríði Rússa í Úkraínu án aðkomu Úkraínu. Friðarviðræður komi til með að ganga upp án þess að fulltrúi Úkraínu sé við samningaborðið. Í yfirlýsingu þjóðarleiðtoganna er ítrekað að alþjóðlegum landamærum megi ekki breyta með valdi. „Úkraína hefur frelsi til að ákveða hver sín örlög eru,“ segir í yfirlýsingunni. Þá er ítrekað að hlutaðeigandi ríki komi til með að halda sínum stuðningi við Úkraínu áfram, í alþjóðasamskiptum, hernaðarlega og fjárhagslega.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Fleiri fréttir Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Sjá meira