Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Atli Ísleifsson skrifar 8. ágúst 2025 06:25 Við Glæsibæ í gærkvöldi. Enginn var handtekinn og enginn slasaðist í hópslagsmálunum sem brutust út milli stuðningsmanna Víkings og danska liðsins Bröndby eftir leik liðanna sem fram fór í gær og lauk með 3-0 sigri Víkinga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þar sem segir frá verkefnum gærkvöldsins og næturinnar. Fram kemur að óskað hafi verið eftir aðstoð lögreglu vegna óláta á fótboltaleiknum þar sem stuðningsmenn hafi verið með „læti og leiðindi“ og þeim vísað í burtu af vettvangi. „Lögregla fylgdi þeim eftir á bar skammt frá, stuttu seinna var tilkynnt um hópslagsmál, lögregla kom á vettvang og þar var enginn slasaður og enginn handtekinn. Lögregla þurfti að beita piparúða þegar mestu lætin voru. Einn tilkynnti lögreglu að hann var fyrir líkamsárás en ekki vitað um geranda,“ segir í tilkynningu lögreglu. Að neðan má sjá myndband af átökunum sem brutust út fyrir utan Ölver í Glæsibæ. Í tilkynningu lögreglu segir einnig að lögregla hafi komist að því að knattspyrnufélag væri að selja áfengi ólöglega á íþróttaleik og að lögregla sé með málið til rannsóknar. Í miðbæ Reykjavíkur var tilkynnt um mann að brjóta rúðu og þá var lögregla sömuleiðis kölluð út vegna þjófnaðar í matvöruverslun og hávaða í heimahúsi. Sveiflaði hafnaboltakylfu út um gluggann Í miðborginni var sömuleiðis óskað eftir aðstoð lögreglu vegna líkamsárásar með áhaldi. Þar fór þolandi árásarinnar á slysadeild með sjúkraliði og var árásarmaður handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna rannsókn málsins. Á höfuðborgarsvæðinu var einnig tilkynnt um ökumann sem var að sveifla hafnaboltakylfu út um glugga bílsins, en lögregla hafði ekki uppi á honum. Loks segir að leigubílstjóri hafi tilkynnt lögreglu að honum hafi verið ógnað með hníf af farþega sínum. Lögregla fór þar á vettvang og handtók mann sem vistaður var í fangaklefa vegna rannsókn málsins. Lögreglumál Reykjavík Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Stuðningsmenn danska fótboltaliðsins Bröndby löbbuðu úr Víkinni á Ölver í Glæsibæ, í leit að slagsmálum og réðust á stuðningsmenn Víkings sem sögðu þeim að taka því rólega. 7. ágúst 2025 23:48 Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Tapsárir stuðningsmenn Brøndby lentu í skærum við lögreglu eftir leik kvöldsins í Víkini þar sem piparúða var beitt. Þeir ollu tjóni á vellinum sem nemur allt að fimm milljónum króna að sögn framkvæmdastjóra Víkings. Þá eru þeir komnir á svartan lista hjá eigendum Ölvers í Glæsibæ. 7. ágúst 2025 21:47 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þar sem segir frá verkefnum gærkvöldsins og næturinnar. Fram kemur að óskað hafi verið eftir aðstoð lögreglu vegna óláta á fótboltaleiknum þar sem stuðningsmenn hafi verið með „læti og leiðindi“ og þeim vísað í burtu af vettvangi. „Lögregla fylgdi þeim eftir á bar skammt frá, stuttu seinna var tilkynnt um hópslagsmál, lögregla kom á vettvang og þar var enginn slasaður og enginn handtekinn. Lögregla þurfti að beita piparúða þegar mestu lætin voru. Einn tilkynnti lögreglu að hann var fyrir líkamsárás en ekki vitað um geranda,“ segir í tilkynningu lögreglu. Að neðan má sjá myndband af átökunum sem brutust út fyrir utan Ölver í Glæsibæ. Í tilkynningu lögreglu segir einnig að lögregla hafi komist að því að knattspyrnufélag væri að selja áfengi ólöglega á íþróttaleik og að lögregla sé með málið til rannsóknar. Í miðbæ Reykjavíkur var tilkynnt um mann að brjóta rúðu og þá var lögregla sömuleiðis kölluð út vegna þjófnaðar í matvöruverslun og hávaða í heimahúsi. Sveiflaði hafnaboltakylfu út um gluggann Í miðborginni var sömuleiðis óskað eftir aðstoð lögreglu vegna líkamsárásar með áhaldi. Þar fór þolandi árásarinnar á slysadeild með sjúkraliði og var árásarmaður handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna rannsókn málsins. Á höfuðborgarsvæðinu var einnig tilkynnt um ökumann sem var að sveifla hafnaboltakylfu út um glugga bílsins, en lögregla hafði ekki uppi á honum. Loks segir að leigubílstjóri hafi tilkynnt lögreglu að honum hafi verið ógnað með hníf af farþega sínum. Lögregla fór þar á vettvang og handtók mann sem vistaður var í fangaklefa vegna rannsókn málsins.
Lögreglumál Reykjavík Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Stuðningsmenn danska fótboltaliðsins Bröndby löbbuðu úr Víkinni á Ölver í Glæsibæ, í leit að slagsmálum og réðust á stuðningsmenn Víkings sem sögðu þeim að taka því rólega. 7. ágúst 2025 23:48 Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Tapsárir stuðningsmenn Brøndby lentu í skærum við lögreglu eftir leik kvöldsins í Víkini þar sem piparúða var beitt. Þeir ollu tjóni á vellinum sem nemur allt að fimm milljónum króna að sögn framkvæmdastjóra Víkings. Þá eru þeir komnir á svartan lista hjá eigendum Ölvers í Glæsibæ. 7. ágúst 2025 21:47 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Stuðningsmenn danska fótboltaliðsins Bröndby löbbuðu úr Víkinni á Ölver í Glæsibæ, í leit að slagsmálum og réðust á stuðningsmenn Víkings sem sögðu þeim að taka því rólega. 7. ágúst 2025 23:48
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Tapsárir stuðningsmenn Brøndby lentu í skærum við lögreglu eftir leik kvöldsins í Víkini þar sem piparúða var beitt. Þeir ollu tjóni á vellinum sem nemur allt að fimm milljónum króna að sögn framkvæmdastjóra Víkings. Þá eru þeir komnir á svartan lista hjá eigendum Ölvers í Glæsibæ. 7. ágúst 2025 21:47