Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. ágúst 2025 19:49 Bréf sem einn sakborninga reyndi að koma á hann þegar hann var í einangrun hafnaði í höndum fangavarða. Vísir/Anton Brink Þrýst var á nítján ára sakborning í Gufunesmálinu um að taka á sig alla sök fyrir að hafa misþyrmt og myrt mann á sjötugsaldri í mars síðastliðnum. Annar sakborningur reyndi að koma til hans bréfi á meðan þeir voru báðir í einangrun. Ríkisútvarpið greinir frá þessu en þeirra heimildir herma jafnframt að verjandi hins nítján ára hafi þurft að grípa til öryggisráðstafana í kringum heimili sitt vegna málsins auk þess sem að önnur tilraun hafi verið gerð til að hafa áhrif á rannsókn málsins. Líkt og fjallað hefur verið um eru sakborningar í málinu grunaðir um að nema manninn á brott af heimili sínu á Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars. Þeir hafi beitt hann gríðarlegu ofbeldi meðan tilraun var gerð til að hafa af honum fé. Það hafi tekist og þrjár milljónir verið millifærðar á reikning eins sakborningsins. Fórnarlambið var svo skilið eftir helsært á göngustíg í Gufunesi þar sem gangandi vegfarendur komu að því morguninn eftir. Hann lést síðan seinna af sárum sínum. Samkvæmt umfjöllun Ríkisútvarpsins fannst bréf á útivistarsvæði gæsluvarðhaldsfanga á Hólmsheiði, þegar mennirnir þrír sem höfðu stöðu sakbornings í málinu voru allir í einangrun. Í bréfinu sé yngsti sakborningurinn beðinn um að taka á sig alla sök. Vísað sé til ungs aldurs drengsins og því fengi hann ekki þungan dóm. „Í mesta lagi eitt og hálft ár,“ segi í bréfinu. Þar segir jafnframt að bréfið hafi verið handskrifað og undirritað af öðrum sakborningi í málinu. Myndbandsupptökurnar sýni þann sama skilja bréfið eftir. Í bréfinu kemur fram, samkvæmt umfjöllun RÚV, að sakborningurinn ungi eigi að skipta um lögmann og tekið er fram að búið sé að ræða við lögmann sem geti annast málið. Hann kæmi út sem „legend“ tæki hann sökina á sig. Að lokum er sagt að treyst sé á hann og hann beðinn um að kveikja í bréfinu. réfið komst hins vegar aldrei í hendur sakborningsins því annar fangi hafi fundið það og komið því í hendur fangavarða. Í fréttum Ríkisútvarpsins segir einnig að reynt hafi verið að ná til hins sakborningsins unga í gegnum nána aðstandendur hans. Þeir hafi hins vegar ekki orðið við kröfum um að koma skilaboðum til hans. Manndráp í Gufunesi Dómsmál Fangelsismál Lögreglumál Tengdar fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Sakborningar í Gufunesmálinu fóru með bíl sinn á bílaþvottastöð eftir að hafa skilið fórnarlamb sitt eftir í dauðateygjunum í Gufunesi. Starfsmenn bílaþvottastöðvarinnar fundu tennur í aftursætinu. 16. júlí 2025 13:43 Neita öll sök í Gufunessmálinu Öll fimm sem ákærð eru fyrir aðild að Gufunessmálinu svokallaða neituðu sök þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Þrír karlmenn eru ákærðir fyrir að bana manni á sjötugsaldri, einn fyrir peningaþvætti og ein kona fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og ráni. 23. júní 2025 11:09 Dæmdur fyrir líkamsárás á meðan hann er grunaður um morð Sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdómur Lúkasar Geirs Ingvarssonar fyrir að hafa höfuðkúpubrotið mann í Hafnarstræti var staðfestur af Landsrétti í dag. Hann hefur einnig verið ákærður fyrir manndráp í Gufunesmálinu svokallaða. 19. júní 2025 19:10 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Sjá meira
Ríkisútvarpið greinir frá þessu en þeirra heimildir herma jafnframt að verjandi hins nítján ára hafi þurft að grípa til öryggisráðstafana í kringum heimili sitt vegna málsins auk þess sem að önnur tilraun hafi verið gerð til að hafa áhrif á rannsókn málsins. Líkt og fjallað hefur verið um eru sakborningar í málinu grunaðir um að nema manninn á brott af heimili sínu á Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars. Þeir hafi beitt hann gríðarlegu ofbeldi meðan tilraun var gerð til að hafa af honum fé. Það hafi tekist og þrjár milljónir verið millifærðar á reikning eins sakborningsins. Fórnarlambið var svo skilið eftir helsært á göngustíg í Gufunesi þar sem gangandi vegfarendur komu að því morguninn eftir. Hann lést síðan seinna af sárum sínum. Samkvæmt umfjöllun Ríkisútvarpsins fannst bréf á útivistarsvæði gæsluvarðhaldsfanga á Hólmsheiði, þegar mennirnir þrír sem höfðu stöðu sakbornings í málinu voru allir í einangrun. Í bréfinu sé yngsti sakborningurinn beðinn um að taka á sig alla sök. Vísað sé til ungs aldurs drengsins og því fengi hann ekki þungan dóm. „Í mesta lagi eitt og hálft ár,“ segi í bréfinu. Þar segir jafnframt að bréfið hafi verið handskrifað og undirritað af öðrum sakborningi í málinu. Myndbandsupptökurnar sýni þann sama skilja bréfið eftir. Í bréfinu kemur fram, samkvæmt umfjöllun RÚV, að sakborningurinn ungi eigi að skipta um lögmann og tekið er fram að búið sé að ræða við lögmann sem geti annast málið. Hann kæmi út sem „legend“ tæki hann sökina á sig. Að lokum er sagt að treyst sé á hann og hann beðinn um að kveikja í bréfinu. réfið komst hins vegar aldrei í hendur sakborningsins því annar fangi hafi fundið það og komið því í hendur fangavarða. Í fréttum Ríkisútvarpsins segir einnig að reynt hafi verið að ná til hins sakborningsins unga í gegnum nána aðstandendur hans. Þeir hafi hins vegar ekki orðið við kröfum um að koma skilaboðum til hans.
Manndráp í Gufunesi Dómsmál Fangelsismál Lögreglumál Tengdar fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Sakborningar í Gufunesmálinu fóru með bíl sinn á bílaþvottastöð eftir að hafa skilið fórnarlamb sitt eftir í dauðateygjunum í Gufunesi. Starfsmenn bílaþvottastöðvarinnar fundu tennur í aftursætinu. 16. júlí 2025 13:43 Neita öll sök í Gufunessmálinu Öll fimm sem ákærð eru fyrir aðild að Gufunessmálinu svokallaða neituðu sök þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Þrír karlmenn eru ákærðir fyrir að bana manni á sjötugsaldri, einn fyrir peningaþvætti og ein kona fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og ráni. 23. júní 2025 11:09 Dæmdur fyrir líkamsárás á meðan hann er grunaður um morð Sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdómur Lúkasar Geirs Ingvarssonar fyrir að hafa höfuðkúpubrotið mann í Hafnarstræti var staðfestur af Landsrétti í dag. Hann hefur einnig verið ákærður fyrir manndráp í Gufunesmálinu svokallaða. 19. júní 2025 19:10 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Sjá meira
Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Sakborningar í Gufunesmálinu fóru með bíl sinn á bílaþvottastöð eftir að hafa skilið fórnarlamb sitt eftir í dauðateygjunum í Gufunesi. Starfsmenn bílaþvottastöðvarinnar fundu tennur í aftursætinu. 16. júlí 2025 13:43
Neita öll sök í Gufunessmálinu Öll fimm sem ákærð eru fyrir aðild að Gufunessmálinu svokallaða neituðu sök þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Þrír karlmenn eru ákærðir fyrir að bana manni á sjötugsaldri, einn fyrir peningaþvætti og ein kona fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og ráni. 23. júní 2025 11:09
Dæmdur fyrir líkamsárás á meðan hann er grunaður um morð Sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdómur Lúkasar Geirs Ingvarssonar fyrir að hafa höfuðkúpubrotið mann í Hafnarstræti var staðfestur af Landsrétti í dag. Hann hefur einnig verið ákærður fyrir manndráp í Gufunesmálinu svokallaða. 19. júní 2025 19:10