Innlent

Tollastríð, makríll og flutningur Blóð­bankans

Auðun Georg Ólafsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12.

Ísland virðist vera að klemmast á milli í tollastríðinu sem geysar á alþjóðamörkuðum að sögn framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Hann segir of algengt að íslensk stjórnvöld hafi ekki rétt gögn í höndunum í samningaviðræðum við önnur ríki. Þau þurfi að hafa tölurnar á hreinu í viðræðum um lækkun tolla.

Þéttleiki makríls í íslenskri landhelgi mælist sá minnsti í fimmtán ár, eða síðan leiðangur var fyrst farinn sumarið 2010. Þetta sýna bráðabirgðaniðurstöður nýrra mælinga Hafrannsóknastofnunar. Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir niðurstöðuna vonbrigði en makrílveiðar hafi gengið vel í sumar. Betri fréttir af öðrum tegundum veki hins vegar bjartsýni. 

Sérfræðingur á sviði öryggismála hjá Ferðamálastofu hefur mikla trú á að þær aðgerðir sem landeigendur Reynisfjöru ákváðu að grípa til í gær muni koma til með að bæta öryggi töluvert á svæðinu. Hann segir að kjarninn í góðum gæða -og öryggiskerfum sé að rýna hvað betur megi gera þegar slys verða.

Blóðbankinn mun flytjast í Kringluna í haust, en framkvæmdir og skortur á bílastæðum við núverandi húsnæði eru tekin að aftra móttöku blóðgjafa, að sögn yfirlæknis. 

Valsarinn Patrick Pedersen segir það vera létti að hafa loksins náð að slá markametið í efstu deild karla í fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×