Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. ágúst 2025 07:13 Halla Gunnarsdóttir er formaður VR. VR Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, segir margt að athuga við röksemdir dómsmálaráðherra hvað varðar fólksfjölgun á Íslandi og segist vona að umræður muni skapast um málið. Ráðherrann, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, boðaði ný útlendingalög í haust í grein sem birtist á Vísi í gær, þar sem hún sagði meðal annars að endurskoða þyrfti reglur um dvalarleyfi. Í færslu á Facebook bendir Halla meðal annars á að langflestir innflytjendur á Íslandi komi frá löndum innan EES, þar af flestir frá Póllandi. Þeir þurfi ekki dvalarleyfi en sinni fjölda starfa sem haldi uppi samfélaginu. Flestir innflytjendur utan EES komi frá Úkraínu og Bandaríkjunum en þar fyrir utan frá Filippseyjum og þar séu filippseyskar konur helmingi fleiri en filippseyskir karlar. „Ein af ástæðunum er sú að filippseyskir hjúkrunarfræðingar halda uppi hluta heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi,“ segir Halla. „Dvalarleyfin sem dómsmálaráðherra ætlar að skera upp herör gegn eru í grunninn vegna starfa sem ekki fæst starfsfólk til að sinna á EES-svæðinu. Þar má nefna filippseysku hjúkrunarfræðingana en líka fjölda einstaklinga af afar ólíkum þjóðernum sem starfa hjá stórum fyrirtækjum á borð við Alvotech, Össur og CCP. Þessi fyrirtæki gætu tæplega starfað án einstaklinga utan EES,“ bætir hún við. Halla segir sannarlega þörf á jafnvægi og yfirvegun í umræðunni um útlendingamál. Ef markmiðið sé að fækka innflytjendum, sem sé hæpið í sjálfu sér, þurfi líklega að gera það í gegnum atvinnustefnu og þá sé spurning hvar grípa eigi niður. „Á að stuðla að minnkum ferðaþjónustunnar? Er hægt að fækka erlendu starfsfólki í byggingargeiranum? Hvernig má endurhanna fyrirtæki og stofnanir sem almennt reiða sig á erlent starfsfólk? Þetta eru stórar og aðkallandi spurningar og það má spyrja stjórnmálamenn hvort þeir séu tilbúnir að takast á við þær. Eða er kannski auðveldara að beina spjótunum bara að einstaklingum sem njóta hvað minnstra réttinda í samfélaginu?“ spyr Halla. „Í öllu falli virðist það vera lenskan.“ Innflytjendamál Vinnumarkaður Stéttarfélög Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Sjá meira
Ráðherrann, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, boðaði ný útlendingalög í haust í grein sem birtist á Vísi í gær, þar sem hún sagði meðal annars að endurskoða þyrfti reglur um dvalarleyfi. Í færslu á Facebook bendir Halla meðal annars á að langflestir innflytjendur á Íslandi komi frá löndum innan EES, þar af flestir frá Póllandi. Þeir þurfi ekki dvalarleyfi en sinni fjölda starfa sem haldi uppi samfélaginu. Flestir innflytjendur utan EES komi frá Úkraínu og Bandaríkjunum en þar fyrir utan frá Filippseyjum og þar séu filippseyskar konur helmingi fleiri en filippseyskir karlar. „Ein af ástæðunum er sú að filippseyskir hjúkrunarfræðingar halda uppi hluta heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi,“ segir Halla. „Dvalarleyfin sem dómsmálaráðherra ætlar að skera upp herör gegn eru í grunninn vegna starfa sem ekki fæst starfsfólk til að sinna á EES-svæðinu. Þar má nefna filippseysku hjúkrunarfræðingana en líka fjölda einstaklinga af afar ólíkum þjóðernum sem starfa hjá stórum fyrirtækjum á borð við Alvotech, Össur og CCP. Þessi fyrirtæki gætu tæplega starfað án einstaklinga utan EES,“ bætir hún við. Halla segir sannarlega þörf á jafnvægi og yfirvegun í umræðunni um útlendingamál. Ef markmiðið sé að fækka innflytjendum, sem sé hæpið í sjálfu sér, þurfi líklega að gera það í gegnum atvinnustefnu og þá sé spurning hvar grípa eigi niður. „Á að stuðla að minnkum ferðaþjónustunnar? Er hægt að fækka erlendu starfsfólki í byggingargeiranum? Hvernig má endurhanna fyrirtæki og stofnanir sem almennt reiða sig á erlent starfsfólk? Þetta eru stórar og aðkallandi spurningar og það má spyrja stjórnmálamenn hvort þeir séu tilbúnir að takast á við þær. Eða er kannski auðveldara að beina spjótunum bara að einstaklingum sem njóta hvað minnstra réttinda í samfélaginu?“ spyr Halla. „Í öllu falli virðist það vera lenskan.“
Innflytjendamál Vinnumarkaður Stéttarfélög Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Sjá meira