Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 6. ágúst 2025 08:00 Málflutningur margra þeirra sem talað hafa fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið hefur lengi einkum verið á þá leið að við Íslendingar séum of fámennir til þess að standa á eigin fótum í samfélagi þjóðanna og verðum fyrir vikið að verða hluti af stærri heild. Veruleikinn er hins vegar sá að þrátt fyrir fámennið höfum við náð miklum og eftirsóttum árangri, betri en víðast hvar innan sambandsins, og erum á meðal þeirra þjóða heimsins þar sem velsæld mælist mest. Einkum vegna þess að við höfum haft valdið til þess að taka okkar eigin ákvarðanir út frá okkar eigin hagsmunum. Við hefðum til dæmis ekki fært út efnahagslögsögu Íslands ítrekað á síðustu öld og haft þá forystu um mótun hafréttar í þeim efnum sem við höfðum í andstöðu við vilja margfalt fjölmennari Evrópuríkja eins og Bretlands og Vestur-Þýzkalands ef valdið til þess hefði ekki verið í okkar höndum. Innan forvera Evrópusambandsins hefði sú ekki orðið raunin. Við hefðum að sama skapi ekki haft sigur í Icesave-deilunni á sínum tíma eða veitt makríl í eigin lögsögu ef sú hefði verið raunin. Þetta gátum við vegna þess að við höfðum ekki framselt valdið yfir eigin málum í þeim efnum. Mikilvægt er að eiga í góðu alþjóða- og milliríkjasamstarfi þar sem hagsmunir fara saman. Samstarf þjóða á jafnræðisgrunni er hins vegar eitt og samruni allt annað. Frá upphafi hefur markmiðið með samrunaþróun Evrópusambandsins og forvera þess verið að til yrði að lokum sambandsríki. Kveðið er á um þetta í Schuman-ávarpinu svonefndu frá 1950 sem markar upphaf sambandsins eins og við þekkjum það í dag og leitun hefur verið að forystumönnum innan þess á liðnum árum sem ekki hafa tekið undir það. Samhliða hefur sambandið öðlast sífellt fleiri einkenni ríkis. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið færi vægi landsins við ákvarðanatöku innan þess, ekki sízt í sjávarútvegs- og orkumálum, einkum eftir því hversu fjölmenn við erum. Þannig gerast kaupin einfaldlega á eyrinni í sambandinu og hafa gert í vaxandi mæli. Á þingi Evrópusambandsins hefðum við sex þingmenn af yfir 700, á við hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði enn verri í ráðherraráði sambandsins, valdamestu stofnun þess. Þar er að fullu miðað við íbúafjölda. Vægi okkar þar yrði aðeins á við að hafa um 5% hlutdeild í alþingismanni. Þetta yrði „sætið við borðið“. Við Íslendingar höfum einfaldlega alla burði til þess að standa áfram vörð um hagsmuni okkar sem frjálst og fullvalda ríki eins og dæmin sanna í stað þess að verða hluti af fyrirhuguðu sambandsríki sem þegar er komið langt á þeirri vegferð. Þar sem möguleikar okkar til þess að hafa áhrif á okkar eigin mál yrðu eftirleiðis sáralitlir enda einkum háðir því hversu fjölmenn við erum. Nokkuð sem rímar einmitt vel við fyrirkomulag ríkis en verr við alþjóðlegt samstarf. Ekki vegna getu eða vangetu okkar heldur einfaldlega vegna þess að þannig eru reglurnar sem gilda þar á bæ. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Málflutningur margra þeirra sem talað hafa fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið hefur lengi einkum verið á þá leið að við Íslendingar séum of fámennir til þess að standa á eigin fótum í samfélagi þjóðanna og verðum fyrir vikið að verða hluti af stærri heild. Veruleikinn er hins vegar sá að þrátt fyrir fámennið höfum við náð miklum og eftirsóttum árangri, betri en víðast hvar innan sambandsins, og erum á meðal þeirra þjóða heimsins þar sem velsæld mælist mest. Einkum vegna þess að við höfum haft valdið til þess að taka okkar eigin ákvarðanir út frá okkar eigin hagsmunum. Við hefðum til dæmis ekki fært út efnahagslögsögu Íslands ítrekað á síðustu öld og haft þá forystu um mótun hafréttar í þeim efnum sem við höfðum í andstöðu við vilja margfalt fjölmennari Evrópuríkja eins og Bretlands og Vestur-Þýzkalands ef valdið til þess hefði ekki verið í okkar höndum. Innan forvera Evrópusambandsins hefði sú ekki orðið raunin. Við hefðum að sama skapi ekki haft sigur í Icesave-deilunni á sínum tíma eða veitt makríl í eigin lögsögu ef sú hefði verið raunin. Þetta gátum við vegna þess að við höfðum ekki framselt valdið yfir eigin málum í þeim efnum. Mikilvægt er að eiga í góðu alþjóða- og milliríkjasamstarfi þar sem hagsmunir fara saman. Samstarf þjóða á jafnræðisgrunni er hins vegar eitt og samruni allt annað. Frá upphafi hefur markmiðið með samrunaþróun Evrópusambandsins og forvera þess verið að til yrði að lokum sambandsríki. Kveðið er á um þetta í Schuman-ávarpinu svonefndu frá 1950 sem markar upphaf sambandsins eins og við þekkjum það í dag og leitun hefur verið að forystumönnum innan þess á liðnum árum sem ekki hafa tekið undir það. Samhliða hefur sambandið öðlast sífellt fleiri einkenni ríkis. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið færi vægi landsins við ákvarðanatöku innan þess, ekki sízt í sjávarútvegs- og orkumálum, einkum eftir því hversu fjölmenn við erum. Þannig gerast kaupin einfaldlega á eyrinni í sambandinu og hafa gert í vaxandi mæli. Á þingi Evrópusambandsins hefðum við sex þingmenn af yfir 700, á við hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði enn verri í ráðherraráði sambandsins, valdamestu stofnun þess. Þar er að fullu miðað við íbúafjölda. Vægi okkar þar yrði aðeins á við að hafa um 5% hlutdeild í alþingismanni. Þetta yrði „sætið við borðið“. Við Íslendingar höfum einfaldlega alla burði til þess að standa áfram vörð um hagsmuni okkar sem frjálst og fullvalda ríki eins og dæmin sanna í stað þess að verða hluti af fyrirhuguðu sambandsríki sem þegar er komið langt á þeirri vegferð. Þar sem möguleikar okkar til þess að hafa áhrif á okkar eigin mál yrðu eftirleiðis sáralitlir enda einkum háðir því hversu fjölmenn við erum. Nokkuð sem rímar einmitt vel við fyrirkomulag ríkis en verr við alþjóðlegt samstarf. Ekki vegna getu eða vangetu okkar heldur einfaldlega vegna þess að þannig eru reglurnar sem gilda þar á bæ. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar