Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar 5. ágúst 2025 15:00 Ýmis líkindi má finna með himnafeðgum Biblíunnar og þeim hugmyndum sem fólk hefur um djöfla. Guðinn er til að mynda raðmorðingi og sonur hans hótar að senda þá, sem hann segir illt fremja, lifandi í eldinn, þar sem verður "grátur og gnístran tanna". Kristnir menn hafa oft á tíðum hagað sér eins og Satanistar. Til að mynda brenndu þeir fólk lifandi á báli og drekktu konum sem frömdu þá synd að eignast börn utan hjónabands (sem er líka sérstakt, í ljósi þess, að guðinn og María voru ekki gift þegar þau eignuðust Jesú), auk þessa framkvæmdu þeir pyntingar á fólki í spænska rannsóknarréttinum. Kirkjan hefur líka oft verið höll undir efnishyggju og hefur verið mikil peninga og valdastofnun. Það er frægt að hún veitti meðlimum sínum syndaaflausn gegn greiðslu. Kristin ríki hafa einnig hagað sér á djöfullegan hátt, en stundum hefur mátt líkja háttalagi þeirra við dæmi í Biblíunni. Nasistar sendu óvini sína í eldinn, en Jesúsinn hótar að senda þá, sem hann segir illt fremja, í eldinn. Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengjum á Japan, en guðinn lét rigna eldi og brennisteini yfir borgirnar Sódómu og Gómorru og gjöreyddi þeim og íbúum þeirra. Annað sem minnir á Satanisma eru dýrafórnir sem Ísraelsmenn framkvæmdu og svo er líka dálítið óhuggulegt þegar kristnir menn ganga til altaris og táknrænt, drekka blóð og borða líkama Krists. Þess má geta að Satan Biblíunnar virkar nú frekar saklaus miðað við himnafeðgana a.m.k. þá man ég ekki eftir að hann drepi neinn. Hann segir að vísu við Jesú-inn eitthvað á þessa leið:. Allt þetta mun ég gefa þér, ef þú fellur fram og tilbiður mig, en það má velta fyrir sér hvort Jesús-inn geri ekki það sama, þ.e. ef þú fellur fram og tilbiður mig, mun þér e.t.v. veitast eilíft líf - eða er það ekki annars, einn boðskapur Biblíunnar? Biblían er mótsagnakennd bók. Í henni er bæði að finna kærleiksboðskap og svo þessi dæmi og fleiri, sem ég hef nefnt hér að ofan. Það er t.d. ákveðin mótsögn í því að guðinn segir, í boðorðunum tíu: Þú skalt ekki mann deyða, en svo gjörir hann sjálfur hið gagnstæða. Þó má e.t.v. draga einhvern jákvæðan lærdóm af Biblíunni, þar er sem fyrr segir kærleiksboðskapur, en ég tel að hann sé notaður til að afla trúarbrögðunum fylgis, ekki alls ólíkt og stjórnmálamaður segir eitthvað sem margir geta verið sammála um, til að afla sér fylgis. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun Öflugri saman inn í framtíðina Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Rekum RUV ohf „að heiman“ Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vinstri græn gegn íslensku láglaunastefnunni Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Ísland eftir 100 ár Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Ýmis líkindi má finna með himnafeðgum Biblíunnar og þeim hugmyndum sem fólk hefur um djöfla. Guðinn er til að mynda raðmorðingi og sonur hans hótar að senda þá, sem hann segir illt fremja, lifandi í eldinn, þar sem verður "grátur og gnístran tanna". Kristnir menn hafa oft á tíðum hagað sér eins og Satanistar. Til að mynda brenndu þeir fólk lifandi á báli og drekktu konum sem frömdu þá synd að eignast börn utan hjónabands (sem er líka sérstakt, í ljósi þess, að guðinn og María voru ekki gift þegar þau eignuðust Jesú), auk þessa framkvæmdu þeir pyntingar á fólki í spænska rannsóknarréttinum. Kirkjan hefur líka oft verið höll undir efnishyggju og hefur verið mikil peninga og valdastofnun. Það er frægt að hún veitti meðlimum sínum syndaaflausn gegn greiðslu. Kristin ríki hafa einnig hagað sér á djöfullegan hátt, en stundum hefur mátt líkja háttalagi þeirra við dæmi í Biblíunni. Nasistar sendu óvini sína í eldinn, en Jesúsinn hótar að senda þá, sem hann segir illt fremja, í eldinn. Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengjum á Japan, en guðinn lét rigna eldi og brennisteini yfir borgirnar Sódómu og Gómorru og gjöreyddi þeim og íbúum þeirra. Annað sem minnir á Satanisma eru dýrafórnir sem Ísraelsmenn framkvæmdu og svo er líka dálítið óhuggulegt þegar kristnir menn ganga til altaris og táknrænt, drekka blóð og borða líkama Krists. Þess má geta að Satan Biblíunnar virkar nú frekar saklaus miðað við himnafeðgana a.m.k. þá man ég ekki eftir að hann drepi neinn. Hann segir að vísu við Jesú-inn eitthvað á þessa leið:. Allt þetta mun ég gefa þér, ef þú fellur fram og tilbiður mig, en það má velta fyrir sér hvort Jesús-inn geri ekki það sama, þ.e. ef þú fellur fram og tilbiður mig, mun þér e.t.v. veitast eilíft líf - eða er það ekki annars, einn boðskapur Biblíunnar? Biblían er mótsagnakennd bók. Í henni er bæði að finna kærleiksboðskap og svo þessi dæmi og fleiri, sem ég hef nefnt hér að ofan. Það er t.d. ákveðin mótsögn í því að guðinn segir, í boðorðunum tíu: Þú skalt ekki mann deyða, en svo gjörir hann sjálfur hið gagnstæða. Þó má e.t.v. draga einhvern jákvæðan lærdóm af Biblíunni, þar er sem fyrr segir kærleiksboðskapur, en ég tel að hann sé notaður til að afla trúarbrögðunum fylgis, ekki alls ólíkt og stjórnmálamaður segir eitthvað sem margir geta verið sammála um, til að afla sér fylgis. Höfundur er rithöfundur.
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun