Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 4. ágúst 2025 13:57 Dýragarðurinn óskar meðal annars eftir kanínum. Getty Dýragarðurinn í Álaborg býður nú upp á að fólk gefi garðinum gæludýr á borð við kanínur, hænur og naggrísi til að nota sem fóður fyrir rándýrin þeirra. „Vissir þú að þú getur gefið minni gæludýrin þín í dýragarðinn í Álaborg?“ stendur í færslu á Facebook síðu dýragarðsins. Í færslunni er óskað eftir heilbrigðum gæludýrum sem Danir þurfi að losa sig við af ýmsum ástæðum en ætlunin er að nýta þau sem fóður. Ekkert fari því til spillis og tryggi þetta næringu og vellíðan rándýranna. Í dýragarðinum búa meðal annars ljón, tígrisdýr og ísbirnir. Óskað er sérstaklega eftir kanínum, hænum og naggrísum en einnig hestum og geta eigendur þeirra fengið skattafrádrátt gefi þeir hestana sína. „Í dýragörðum berum við ábyrgð á að líkja eftir náttúrulegri fæðukeðju dýranna,“ segir einnig í færslu dýragarðsins. Fólk bregst misvel við færslunni í athugasemdum hennar, sumir segja að frekar ætti að skilja dýrin eftir úti í skógi til að sjá um sig sjálf og annar furðar sig á því hversu friðsamlegur dauði það sé að vera étinn af rándýri. Andrea, starfsmaður dýragarðsins, svarar í athugasemd að öll dýrin séu aflífuð á eins skjótan og sársaukalausan hátt og hægt er áður en rándýrin fá tækifæri til að borða þau. Í frétt TV2 um málið segir að það sem af er ári hefur dýragarðinum borist 22 hestar, 137 kanínur, 53 hænur, 18 naggrísir og tólf þorskar. Danmörk Dýragarðar Dýr Gæludýr Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
„Vissir þú að þú getur gefið minni gæludýrin þín í dýragarðinn í Álaborg?“ stendur í færslu á Facebook síðu dýragarðsins. Í færslunni er óskað eftir heilbrigðum gæludýrum sem Danir þurfi að losa sig við af ýmsum ástæðum en ætlunin er að nýta þau sem fóður. Ekkert fari því til spillis og tryggi þetta næringu og vellíðan rándýranna. Í dýragarðinum búa meðal annars ljón, tígrisdýr og ísbirnir. Óskað er sérstaklega eftir kanínum, hænum og naggrísum en einnig hestum og geta eigendur þeirra fengið skattafrádrátt gefi þeir hestana sína. „Í dýragörðum berum við ábyrgð á að líkja eftir náttúrulegri fæðukeðju dýranna,“ segir einnig í færslu dýragarðsins. Fólk bregst misvel við færslunni í athugasemdum hennar, sumir segja að frekar ætti að skilja dýrin eftir úti í skógi til að sjá um sig sjálf og annar furðar sig á því hversu friðsamlegur dauði það sé að vera étinn af rándýri. Andrea, starfsmaður dýragarðsins, svarar í athugasemd að öll dýrin séu aflífuð á eins skjótan og sársaukalausan hátt og hægt er áður en rándýrin fá tækifæri til að borða þau. Í frétt TV2 um málið segir að það sem af er ári hefur dýragarðinum borist 22 hestar, 137 kanínur, 53 hænur, 18 naggrísir og tólf þorskar.
Danmörk Dýragarðar Dýr Gæludýr Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira