Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. ágúst 2025 13:45 Sjóða hefur þurft allt neysluvatn á Stöðvarfirði vegna mengunar. Vísir/Vilhelm Nokkrir íbúar á Stöðvarfirði hafa fengið magapest vegna gerlamengunar sem mældist í neysluvatninu. Oddviti minnihlutans segir óheppilegt að upplýsingagjöf hafi verið ábótavant og væntir þess að málið sé í hæsta forgangi hjá framkvæmdavaldinu. Greint er frá málinu í Austurfrétt þar sem segir að ekólí- og kólígerlamengun hafi mælst við sýnatöku þriðjudaginn 22. júlí. Formleg staðfesting barst þó ekki fyrr en sex dögum síðar, á mánudaginn var. Tölvupóstur þess efnis var sendur á starfsmann Fjarðabyggðar sem var í sumarfríi og því barst tilkynning til íbúa ekki fyrr en sólarhring síðar. „Það er auðvitað mjög óheppilegt og mjög leiðinlegt fyrir íbúana á Stöðvarfirði að fá ekki að vita af þessu á þeim tíma sem þeir hefðu getað fengið að vita af þessu. Það er eitthvað sem þarf að skoða og koma í veg fyrir að komi fyrir aftur,“ segir Stefán Þór Eysteinsson, oddviti Fjarðalistans. „Þetta hefur svo sem komið fyrir áður. Þetta er eitthvað sem hefur verið reynt að koma í veg fyrir í langan tíma og er verið að vinna að. Það var búið að binda vonir við að það yrði búið að klára þetta núna í sumar.“ Engin ein lausn fundin Vandræði hafa verið með vatnsbólið á Stöðvafirði í þónokkurn tíma og langan tíma hafi tekið að finna lausn. „Það hefur kannski aðallega reynst erfitt að finna hina einu lausn. Það er búið að skoða ýmislegt í þessu. Það eru margar lausnir til, menn eru með geislunarbúnað og slíkt. Það er hluti af þeim lausnum sem menn hafa verið að skoða til að koma í veg fyrir þetta.“ Hann segist hafa heyrt nokkra óánægju meðal íbúa og haft er eftir íbúum í frétt Austurfréttar að fólk hafi fundið fyrir magapest síðustu daga. Biðlað var til fólks að sjóða allt neysluvatn, í það minnsta fram yfir helgi. „Því miður er þetta eitthvað sem þau hafa þurft að gera áður, sem er auðvitað gríðarlega slæmt og mjög mikilvægt að það sé komið í veg fyrir þetta sem fyrst. Þetta á auðvitað ekki að vera ástand, sem er viðvarandi,“ segir Stefán. „Ég geri ráð fyrir að þetta sé forgangsatriði inni á framkvæmdasviðinu: Að klára þessi mál.“ Óheppileg töf á upplýsingagjöf Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri í Fjarðabyggð segir í samtali við fréttastofu að þegar bænum hafi borist upplýsingar um mengunina hafi starfsmenn farið í það verkefni að skola vatn úr kerfum Stöðvarfjarðar. Opnað var fyrir vatn til að streyma úr kerfinu svo mengunin gæti streymt út. Fara þurfi yfir hvað olli þeirri töf sem varð á upplýsingagjöf. „Það liggur fyrir á mánudegi að það þurfi að grípa til aðgerða um að skola út úr kerfinu,“ segir Jóna Árný. „Vatnsbólið okkar á Stöðvarfirði er tiltölulega hátt uppi í fjalli og samanstendur af nokkrum leiðum inn í það. Þetta er eitt af því sem hefur verið í skoðun hjá okkur. Við munum flýta þeirri vinnu hvernig best er að haga vatninu á Stöðvarfirði í framhaldi af þessu og svo sem fleiri tilfellum,“ segir Jóna Árný. Engar tilkynningar hafi borist bænum um veikindi vegna mengunarinnar en þeim hafi borist það til eyrna. Á morgun verði farið í að kanna það betur. „Fyrir helgi var alveg augljóst af sýnum að mengunin var á verulegu undanhaldi eftir þær aðgerðir sem gripið var til. Það var ákveðið fyrir helgi að halda samt tilmælum til allra íbúa að sjóða vatn yfir helgina. Það verður tekið annað sýni á morgun og við munum senda út upplýsingar um leið og niðurstöður liggja fyrir,“ segir Jóna Árný. „Það er mjög óheppilegt að þessi töf hafi orðið inni í tilkynningarferlinu. Við munum fara yfir þá ferla og skoða hvað betur megi fara í þeim, bæði í samstarfi við HAUST (Heilbrigðiseftirlit Austurlands) og þá sem mæla fyrir okkur, þannig að svona komi ekki upp aftur.“ Fjarðabyggð Vatnsból Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sjá meira
Greint er frá málinu í Austurfrétt þar sem segir að ekólí- og kólígerlamengun hafi mælst við sýnatöku þriðjudaginn 22. júlí. Formleg staðfesting barst þó ekki fyrr en sex dögum síðar, á mánudaginn var. Tölvupóstur þess efnis var sendur á starfsmann Fjarðabyggðar sem var í sumarfríi og því barst tilkynning til íbúa ekki fyrr en sólarhring síðar. „Það er auðvitað mjög óheppilegt og mjög leiðinlegt fyrir íbúana á Stöðvarfirði að fá ekki að vita af þessu á þeim tíma sem þeir hefðu getað fengið að vita af þessu. Það er eitthvað sem þarf að skoða og koma í veg fyrir að komi fyrir aftur,“ segir Stefán Þór Eysteinsson, oddviti Fjarðalistans. „Þetta hefur svo sem komið fyrir áður. Þetta er eitthvað sem hefur verið reynt að koma í veg fyrir í langan tíma og er verið að vinna að. Það var búið að binda vonir við að það yrði búið að klára þetta núna í sumar.“ Engin ein lausn fundin Vandræði hafa verið með vatnsbólið á Stöðvafirði í þónokkurn tíma og langan tíma hafi tekið að finna lausn. „Það hefur kannski aðallega reynst erfitt að finna hina einu lausn. Það er búið að skoða ýmislegt í þessu. Það eru margar lausnir til, menn eru með geislunarbúnað og slíkt. Það er hluti af þeim lausnum sem menn hafa verið að skoða til að koma í veg fyrir þetta.“ Hann segist hafa heyrt nokkra óánægju meðal íbúa og haft er eftir íbúum í frétt Austurfréttar að fólk hafi fundið fyrir magapest síðustu daga. Biðlað var til fólks að sjóða allt neysluvatn, í það minnsta fram yfir helgi. „Því miður er þetta eitthvað sem þau hafa þurft að gera áður, sem er auðvitað gríðarlega slæmt og mjög mikilvægt að það sé komið í veg fyrir þetta sem fyrst. Þetta á auðvitað ekki að vera ástand, sem er viðvarandi,“ segir Stefán. „Ég geri ráð fyrir að þetta sé forgangsatriði inni á framkvæmdasviðinu: Að klára þessi mál.“ Óheppileg töf á upplýsingagjöf Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri í Fjarðabyggð segir í samtali við fréttastofu að þegar bænum hafi borist upplýsingar um mengunina hafi starfsmenn farið í það verkefni að skola vatn úr kerfum Stöðvarfjarðar. Opnað var fyrir vatn til að streyma úr kerfinu svo mengunin gæti streymt út. Fara þurfi yfir hvað olli þeirri töf sem varð á upplýsingagjöf. „Það liggur fyrir á mánudegi að það þurfi að grípa til aðgerða um að skola út úr kerfinu,“ segir Jóna Árný. „Vatnsbólið okkar á Stöðvarfirði er tiltölulega hátt uppi í fjalli og samanstendur af nokkrum leiðum inn í það. Þetta er eitt af því sem hefur verið í skoðun hjá okkur. Við munum flýta þeirri vinnu hvernig best er að haga vatninu á Stöðvarfirði í framhaldi af þessu og svo sem fleiri tilfellum,“ segir Jóna Árný. Engar tilkynningar hafi borist bænum um veikindi vegna mengunarinnar en þeim hafi borist það til eyrna. Á morgun verði farið í að kanna það betur. „Fyrir helgi var alveg augljóst af sýnum að mengunin var á verulegu undanhaldi eftir þær aðgerðir sem gripið var til. Það var ákveðið fyrir helgi að halda samt tilmælum til allra íbúa að sjóða vatn yfir helgina. Það verður tekið annað sýni á morgun og við munum senda út upplýsingar um leið og niðurstöður liggja fyrir,“ segir Jóna Árný. „Það er mjög óheppilegt að þessi töf hafi orðið inni í tilkynningarferlinu. Við munum fara yfir þá ferla og skoða hvað betur megi fara í þeim, bæði í samstarfi við HAUST (Heilbrigðiseftirlit Austurlands) og þá sem mæla fyrir okkur, þannig að svona komi ekki upp aftur.“
Fjarðabyggð Vatnsból Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sjá meira