Innlent

Meiddist á hand­legg og fótum þegar gler­hurð brotnaði

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla minnist á sitthvað í tilkynningu þar sem verkefni dagsins eru tíunduð.
Lögregla minnist á sitthvað í tilkynningu þar sem verkefni dagsins eru tíunduð. vísir/vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi eða nótt tilkynning um vinnuslys í póstnúmerinu 104, þar sem glerhurð brotnaði þegar starfsmaður hugðist loka henni.

Fékk starfsmaðurinn áverka á handlegg og fætur og var fluttur á bráðamóttöku til frekari skoðunar.

Frá þessu greinir í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar, sem virðast flest hafa snúið að atvikum í umferðinni. Sextíu mál voru bókuð á vaktinni og fjórir gistu fangageymslur í morgun.

Einn var handtekinn í annarlegu ástandi eftir að hann freistaði þess að stela vínflösku á hóteli í miðborginni. Þá var maður í annarlegu ástandi handtekinn í póstnúmerinu 110.

Að minnsta kosti sex voru stöðvaðir í umferðinni, grunaðir um akstur undir áhrifum. Þá var einn stöðvaður fyrir of hraðan akstur, einn fyrir að tala í farsíma undir stýri án þess að nota viðeigandi búnað og tveir stöðvaðir sem reyndust án ökuréttinda.

Tilkynnt var um umferðarslys í miðborginni en engin slys urðu á fólki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×