Gargaði á flokksfélaga sína Samúel Karl Ólason skrifar 30. júlí 2025 15:19 Cory Booker er ósáttur við flokksfélaga sína í Demókrataflokknum og sakar þá meðal annars um hugleysi. AP/Mariam Zuhaib Cory Booker, öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins frá New Jersy, var harðorður í garð flokksfélaga sinna á þingi í gær. Meðal annars sakaði hann þá um að vera samseka Donald Trump og brotum hans gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna og sakaði Demókrata um kjarkleysi. Þingkonan Catherine Cortez Masto, sem er Demókrati frá Nevada, fór í gær fram á einróma samþykki með frumvörpum sem snúa að löggæslu í Bandaríkjunum en því mótmælti Booker harðlega. Hann steig í pontu og sakaði Cortez Masto, og aðra Demókrata, um að vera „samseka“ í einræðistilburðum Trumps. Booker sagðist standa gegn frumvarpinu vegna áhyggja um að ríkisstjórn Trumps myndi vopnvæða opinbera fjármuni sem frumvarpið ætti að deila út, með því að neita að senda peninga til ríkja þar sem Demókratar eru við stjórnvölinn. Booker sagði dómsmálaráðuneytið þegar hafa setið á fjármunum sem þingið hefði samþykkt að senda út. Það hefði hann gert varðandi ríki þar sem ráðamenn neituðu að aðstoða ríkisstjórn Trumps í því að handsama og vísa úr landi fólki sem er í Bandaríkjunum með ólöglegum hætti. „Þetta er vandamálið með Demókrata í Bandaríkjunum í dag,“ sagði Booker samkvæmt frétt Wall Street Journal. „Við erum viljug til að vera samsek með Donald Trump til að koma þessu frumvarpi gegnum þingið, þegar við höfum það vogarafl sem við þurfum. Hvenær ætlum við að standa í lappirnar og verja vinnu okkar, embætti okkar og stöðu okkar sem jafna grein ríkisvalds.“ Þá taldi Booker upp stofnanir og aðila sem væru þegar að lúffa fyrir Trump, eins og lögmannafyrirtæki og háskóla, og sagði að Demókratar ættu ekki að gera það einnig. Sjá einnig: Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Booker sagðist þreyttur á því að þingmenn Demókrataflokksins aðstoðuðu Trump við að brjóta gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna, í stað þess að standa í hárinu á honum við hvert tækifæri. Brást reiður við skoti um skróp á fund Amy Klobuchar, Demókrati frá Minnesota, steig einnig í pontu og kom Cortez Masto til varnar. Hún benti á að Booker hefði ekki setið mikilvægan nefndarfund þar sem fjallað var um frumvörpin og ákveðið að senda þau fyrir þingið. Hún sagði að Booker gæti ekki sleppt því að mæta á fund og ákveða svo nokkrum vikum síðar að standa gegn frumvörpunum. Þá brást Booker reiður við og sagði Klobuchar að draga heillindi hans ekki í efa. Hann sagðist hafa misst af fundinum vegna þess að hann hefði verið haldinn með skömmum fyrirvara og að hann hefði verið búinn að bóka sig annað. Hann væri nú að hugsa um hagsmuni kjósenda sinna, stjórnarskrá Bandaríkjanna og hvað væri rétt. Það væri gífurlega mikið í húfi. „Mörg okkar í þessum þingflokki vilja fjandans berjast,“ sagði Booker. Eftir þinfundinn sagði Cortez Masto í yfirlýsingu til New York Times að sagði deilur sem þessar enga leið til að vinna kosningar. „Að standa í hárinu á Trump snýst ekki um langar ræður. Það snýst um að sigra og vinna vel fyrir bandarísku þjóðina.“ Óvinsælir og í erfiðri stöðu Deilurnar varpa ljósi á stóran vanda Demókrataflokksins á Trump-tímum, ef svo má segja. Repúblikanar hafa þvingað í gegnum þingið frumvörpum og fjölmörgum tilnefningum sem Demókratar eru gífurlega mótfallnir og þar að auki hafa Repúblikanar á þingi látið frá sér umfangsmikil völd sem ættu að vera á höndum þingsins, til Trumps. Wall Street Journal birti á dögunum niðurstöður nýrrar könnunar þar sem vinsældir Demókrataflokksins mældust í sögulegu lágmarki. Ef marka má könnunina hefur flokkurinn ekki verið óvinsælli í rúm þrjátíu ár. Alls sögðust 63 prósent kjósenda sjá flokkinn í neikvæðu ljósi. Einungis átta prósent sögðust sjá hann í jákvæðu ljósi. Var það þrátt fyrir að vinsældir Trumps og Repúblikana höfðu einnig dalað töluvert. Repúblikanar eru nú að leggja grunn að breytingum í öldungadeildinni, til að eiga auðveldar með að koma tilnefningum Trumps gegnum þingið fyrir sumarfrí. Í haust mun þingið svo þurfa að samþykkja fjárlög til að koma í veg fyrir stöðvun reksturs alríkisins. Margir Demókratar reiddust Chuch Schumer, leiðtoga flokksins í öldungadeildinni, þegar hann samþykkti í vor tímabundin fjárlög til að koma í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs. Óljóst er hvað Demókratar ætla sér í haust. Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Sjá meira
Þingkonan Catherine Cortez Masto, sem er Demókrati frá Nevada, fór í gær fram á einróma samþykki með frumvörpum sem snúa að löggæslu í Bandaríkjunum en því mótmælti Booker harðlega. Hann steig í pontu og sakaði Cortez Masto, og aðra Demókrata, um að vera „samseka“ í einræðistilburðum Trumps. Booker sagðist standa gegn frumvarpinu vegna áhyggja um að ríkisstjórn Trumps myndi vopnvæða opinbera fjármuni sem frumvarpið ætti að deila út, með því að neita að senda peninga til ríkja þar sem Demókratar eru við stjórnvölinn. Booker sagði dómsmálaráðuneytið þegar hafa setið á fjármunum sem þingið hefði samþykkt að senda út. Það hefði hann gert varðandi ríki þar sem ráðamenn neituðu að aðstoða ríkisstjórn Trumps í því að handsama og vísa úr landi fólki sem er í Bandaríkjunum með ólöglegum hætti. „Þetta er vandamálið með Demókrata í Bandaríkjunum í dag,“ sagði Booker samkvæmt frétt Wall Street Journal. „Við erum viljug til að vera samsek með Donald Trump til að koma þessu frumvarpi gegnum þingið, þegar við höfum það vogarafl sem við þurfum. Hvenær ætlum við að standa í lappirnar og verja vinnu okkar, embætti okkar og stöðu okkar sem jafna grein ríkisvalds.“ Þá taldi Booker upp stofnanir og aðila sem væru þegar að lúffa fyrir Trump, eins og lögmannafyrirtæki og háskóla, og sagði að Demókratar ættu ekki að gera það einnig. Sjá einnig: Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Booker sagðist þreyttur á því að þingmenn Demókrataflokksins aðstoðuðu Trump við að brjóta gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna, í stað þess að standa í hárinu á honum við hvert tækifæri. Brást reiður við skoti um skróp á fund Amy Klobuchar, Demókrati frá Minnesota, steig einnig í pontu og kom Cortez Masto til varnar. Hún benti á að Booker hefði ekki setið mikilvægan nefndarfund þar sem fjallað var um frumvörpin og ákveðið að senda þau fyrir þingið. Hún sagði að Booker gæti ekki sleppt því að mæta á fund og ákveða svo nokkrum vikum síðar að standa gegn frumvörpunum. Þá brást Booker reiður við og sagði Klobuchar að draga heillindi hans ekki í efa. Hann sagðist hafa misst af fundinum vegna þess að hann hefði verið haldinn með skömmum fyrirvara og að hann hefði verið búinn að bóka sig annað. Hann væri nú að hugsa um hagsmuni kjósenda sinna, stjórnarskrá Bandaríkjanna og hvað væri rétt. Það væri gífurlega mikið í húfi. „Mörg okkar í þessum þingflokki vilja fjandans berjast,“ sagði Booker. Eftir þinfundinn sagði Cortez Masto í yfirlýsingu til New York Times að sagði deilur sem þessar enga leið til að vinna kosningar. „Að standa í hárinu á Trump snýst ekki um langar ræður. Það snýst um að sigra og vinna vel fyrir bandarísku þjóðina.“ Óvinsælir og í erfiðri stöðu Deilurnar varpa ljósi á stóran vanda Demókrataflokksins á Trump-tímum, ef svo má segja. Repúblikanar hafa þvingað í gegnum þingið frumvörpum og fjölmörgum tilnefningum sem Demókratar eru gífurlega mótfallnir og þar að auki hafa Repúblikanar á þingi látið frá sér umfangsmikil völd sem ættu að vera á höndum þingsins, til Trumps. Wall Street Journal birti á dögunum niðurstöður nýrrar könnunar þar sem vinsældir Demókrataflokksins mældust í sögulegu lágmarki. Ef marka má könnunina hefur flokkurinn ekki verið óvinsælli í rúm þrjátíu ár. Alls sögðust 63 prósent kjósenda sjá flokkinn í neikvæðu ljósi. Einungis átta prósent sögðust sjá hann í jákvæðu ljósi. Var það þrátt fyrir að vinsældir Trumps og Repúblikana höfðu einnig dalað töluvert. Repúblikanar eru nú að leggja grunn að breytingum í öldungadeildinni, til að eiga auðveldar með að koma tilnefningum Trumps gegnum þingið fyrir sumarfrí. Í haust mun þingið svo þurfa að samþykkja fjárlög til að koma í veg fyrir stöðvun reksturs alríkisins. Margir Demókratar reiddust Chuch Schumer, leiðtoga flokksins í öldungadeildinni, þegar hann samþykkti í vor tímabundin fjárlög til að koma í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs. Óljóst er hvað Demókratar ætla sér í haust. Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Sjá meira