Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. júlí 2025 12:01 Olíubrák liggur yfir bílaplaninu við kirkjuna og Sigurður Már Hannesson sóknarprestur er þreyttur á stöðunni. Sóknarprestur í Seljakirkju í Reykjavík er langþreyttur á bílum sem eru skildir eftir á bílaplani við kirkjuna og eru gjarnan fullir af bensínbrúsum. Ekki er um að ræða eina dæmið um slíka bíla en á sama tíma hefur mikið borið á olíustuldi á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hafa fjórir bílar verið fjarlægðir af planinu undanfarinn mánuð. Í vikunni var hundruð lítrum af olíu stolið úr flutningabílum flutningafyrirtækisins Fraktlausna auk þess sem vörubílstjóri greip þjóf glóðvolgan í slíkum erindagjörðum í Bústaðahverfi um miðja nótt. Framkvæmdastjóri Fraktlausna sagði fleiri fyrirtæki hafa lent í slíkum þjófnaði og að hann teldi höfuðborgarsvæðið fullt af bílum stútfullum af stolnum bensín- og olíubrúsum. Fréttastofa greindi frá einum slíkum við Miklubraut í maí síðastliðnum. Annar slíkur bíll fullur af brúsum er á bílaplani við Seljakirkju í Reykjavík. Sigurður Már Hannesson sóknarprestur segir bílinn hafa verið þar svo mánuðum skiptir. „Þessi bíll og fleiri hafa verið á planinu hjá okkur lengi vel. Rauninni höfum við verið í allt sumar í sambandi við bæði Reykjavíkurborg, við lögregluna, við heilbrigðiseftirlitið til þess að reyna að fá þessa bíla fjarlægða,“ segir Sigurður sem segir augljóst að slíkur bíll geti valdið mikilli eldhættu á bílastæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa fjórir bílar verið fjarlægðir af planinu undanfarinn mánuð. Áður hefur lögregla hvatt vörubílstjóra til að láta vita verði þeir fyrir þjófnaði á díseolíu og sagt um þjófafaraldur að ræða. Sigurður segir þetta hvimleitt vandamál. „Það gerist oft að plön eins og þessi, bílaplön, að það hrannist upp bílar og verði til þessir „bílakirkjugarðar,“ ef við getum orðað það svoleiðis. Og yfirvöld hafa verið svolítið sein að grípa í taumana og fjarlæga þessa bíla.“ Hann segir líkt og lögreglan að bílarnir hafi einn af öðrum horfið af bílaplaninu en ekki nógu margir. „Og þessi bíll og nokkrir aðrir eru þarna eftir. Við vitum náttúrulega ekkert hvort þetta séu sömu menn, sömu bílar, sama fólk og hafa verið í þessum þjófnaði þarna umrædda en við verðum að bíða átekta hvað þetta varðar.“ Lögreglumál Reykjavík Þjóðkirkjan Olíuþjófnaður Tengdar fréttir Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Óprúttinn þjófur var gripinn glóðvolgur af eiganda vörubíls í nótt í Bústaðahverfi í Reykjavík þar sem hann var í óðaönn við að stela díselolíu af bílnum. Fleiri nýleg dæmi eru um slíkan þjófnað en síðustu helgi var hundruðum lítra af olíu stolið á lóð flutningafyrirtækis. Lögregla segir of snemmt að segja til um hvort málin tengist en þjófnaður sem þessi hafi færst mjög í aukana í sumar. 28. júlí 2025 11:20 Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Nokkur hundruð lítrum af díselolíu var stolið úr flutningabíl fyrirtækisins Fraktlausnir í gærnótt. Framkvæmdastjóri segir fyrirtækið hafa orðið fyrir tjóni upp á nokkrar milljónir vegna þjófahóps sem hafi í gríð og erg stolið olíu af fyrirtækinu. 26. júlí 2025 14:07 Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Fleiri fréttir Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Sjá meira
Í vikunni var hundruð lítrum af olíu stolið úr flutningabílum flutningafyrirtækisins Fraktlausna auk þess sem vörubílstjóri greip þjóf glóðvolgan í slíkum erindagjörðum í Bústaðahverfi um miðja nótt. Framkvæmdastjóri Fraktlausna sagði fleiri fyrirtæki hafa lent í slíkum þjófnaði og að hann teldi höfuðborgarsvæðið fullt af bílum stútfullum af stolnum bensín- og olíubrúsum. Fréttastofa greindi frá einum slíkum við Miklubraut í maí síðastliðnum. Annar slíkur bíll fullur af brúsum er á bílaplani við Seljakirkju í Reykjavík. Sigurður Már Hannesson sóknarprestur segir bílinn hafa verið þar svo mánuðum skiptir. „Þessi bíll og fleiri hafa verið á planinu hjá okkur lengi vel. Rauninni höfum við verið í allt sumar í sambandi við bæði Reykjavíkurborg, við lögregluna, við heilbrigðiseftirlitið til þess að reyna að fá þessa bíla fjarlægða,“ segir Sigurður sem segir augljóst að slíkur bíll geti valdið mikilli eldhættu á bílastæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa fjórir bílar verið fjarlægðir af planinu undanfarinn mánuð. Áður hefur lögregla hvatt vörubílstjóra til að láta vita verði þeir fyrir þjófnaði á díseolíu og sagt um þjófafaraldur að ræða. Sigurður segir þetta hvimleitt vandamál. „Það gerist oft að plön eins og þessi, bílaplön, að það hrannist upp bílar og verði til þessir „bílakirkjugarðar,“ ef við getum orðað það svoleiðis. Og yfirvöld hafa verið svolítið sein að grípa í taumana og fjarlæga þessa bíla.“ Hann segir líkt og lögreglan að bílarnir hafi einn af öðrum horfið af bílaplaninu en ekki nógu margir. „Og þessi bíll og nokkrir aðrir eru þarna eftir. Við vitum náttúrulega ekkert hvort þetta séu sömu menn, sömu bílar, sama fólk og hafa verið í þessum þjófnaði þarna umrædda en við verðum að bíða átekta hvað þetta varðar.“
Lögreglumál Reykjavík Þjóðkirkjan Olíuþjófnaður Tengdar fréttir Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Óprúttinn þjófur var gripinn glóðvolgur af eiganda vörubíls í nótt í Bústaðahverfi í Reykjavík þar sem hann var í óðaönn við að stela díselolíu af bílnum. Fleiri nýleg dæmi eru um slíkan þjófnað en síðustu helgi var hundruðum lítra af olíu stolið á lóð flutningafyrirtækis. Lögregla segir of snemmt að segja til um hvort málin tengist en þjófnaður sem þessi hafi færst mjög í aukana í sumar. 28. júlí 2025 11:20 Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Nokkur hundruð lítrum af díselolíu var stolið úr flutningabíl fyrirtækisins Fraktlausnir í gærnótt. Framkvæmdastjóri segir fyrirtækið hafa orðið fyrir tjóni upp á nokkrar milljónir vegna þjófahóps sem hafi í gríð og erg stolið olíu af fyrirtækinu. 26. júlí 2025 14:07 Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Fleiri fréttir Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Sjá meira
Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Óprúttinn þjófur var gripinn glóðvolgur af eiganda vörubíls í nótt í Bústaðahverfi í Reykjavík þar sem hann var í óðaönn við að stela díselolíu af bílnum. Fleiri nýleg dæmi eru um slíkan þjófnað en síðustu helgi var hundruðum lítra af olíu stolið á lóð flutningafyrirtækis. Lögregla segir of snemmt að segja til um hvort málin tengist en þjófnaður sem þessi hafi færst mjög í aukana í sumar. 28. júlí 2025 11:20
Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Nokkur hundruð lítrum af díselolíu var stolið úr flutningabíl fyrirtækisins Fraktlausnir í gærnótt. Framkvæmdastjóri segir fyrirtækið hafa orðið fyrir tjóni upp á nokkrar milljónir vegna þjófahóps sem hafi í gríð og erg stolið olíu af fyrirtækinu. 26. júlí 2025 14:07