Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. júlí 2025 12:01 Olíubrák liggur yfir bílaplaninu við kirkjuna og Sigurður Már Hannesson sóknarprestur er þreyttur á stöðunni. Sóknarprestur í Seljakirkju í Reykjavík er langþreyttur á bílum sem eru skildir eftir á bílaplani við kirkjuna og eru gjarnan fullir af bensínbrúsum. Ekki er um að ræða eina dæmið um slíka bíla en á sama tíma hefur mikið borið á olíustuldi á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hafa fjórir bílar verið fjarlægðir af planinu undanfarinn mánuð. Í vikunni var hundruð lítrum af olíu stolið úr flutningabílum flutningafyrirtækisins Fraktlausna auk þess sem vörubílstjóri greip þjóf glóðvolgan í slíkum erindagjörðum í Bústaðahverfi um miðja nótt. Framkvæmdastjóri Fraktlausna sagði fleiri fyrirtæki hafa lent í slíkum þjófnaði og að hann teldi höfuðborgarsvæðið fullt af bílum stútfullum af stolnum bensín- og olíubrúsum. Fréttastofa greindi frá einum slíkum við Miklubraut í maí síðastliðnum. Annar slíkur bíll fullur af brúsum er á bílaplani við Seljakirkju í Reykjavík. Sigurður Már Hannesson sóknarprestur segir bílinn hafa verið þar svo mánuðum skiptir. „Þessi bíll og fleiri hafa verið á planinu hjá okkur lengi vel. Rauninni höfum við verið í allt sumar í sambandi við bæði Reykjavíkurborg, við lögregluna, við heilbrigðiseftirlitið til þess að reyna að fá þessa bíla fjarlægða,“ segir Sigurður sem segir augljóst að slíkur bíll geti valdið mikilli eldhættu á bílastæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa fjórir bílar verið fjarlægðir af planinu undanfarinn mánuð. Áður hefur lögregla hvatt vörubílstjóra til að láta vita verði þeir fyrir þjófnaði á díseolíu og sagt um þjófafaraldur að ræða. Sigurður segir þetta hvimleitt vandamál. „Það gerist oft að plön eins og þessi, bílaplön, að það hrannist upp bílar og verði til þessir „bílakirkjugarðar,“ ef við getum orðað það svoleiðis. Og yfirvöld hafa verið svolítið sein að grípa í taumana og fjarlæga þessa bíla.“ Hann segir líkt og lögreglan að bílarnir hafi einn af öðrum horfið af bílaplaninu en ekki nógu margir. „Og þessi bíll og nokkrir aðrir eru þarna eftir. Við vitum náttúrulega ekkert hvort þetta séu sömu menn, sömu bílar, sama fólk og hafa verið í þessum þjófnaði þarna umrædda en við verðum að bíða átekta hvað þetta varðar.“ Lögreglumál Reykjavík Þjóðkirkjan Olíuþjófnaður Tengdar fréttir Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Óprúttinn þjófur var gripinn glóðvolgur af eiganda vörubíls í nótt í Bústaðahverfi í Reykjavík þar sem hann var í óðaönn við að stela díselolíu af bílnum. Fleiri nýleg dæmi eru um slíkan þjófnað en síðustu helgi var hundruðum lítra af olíu stolið á lóð flutningafyrirtækis. Lögregla segir of snemmt að segja til um hvort málin tengist en þjófnaður sem þessi hafi færst mjög í aukana í sumar. 28. júlí 2025 11:20 Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Nokkur hundruð lítrum af díselolíu var stolið úr flutningabíl fyrirtækisins Fraktlausnir í gærnótt. Framkvæmdastjóri segir fyrirtækið hafa orðið fyrir tjóni upp á nokkrar milljónir vegna þjófahóps sem hafi í gríð og erg stolið olíu af fyrirtækinu. 26. júlí 2025 14:07 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Í vikunni var hundruð lítrum af olíu stolið úr flutningabílum flutningafyrirtækisins Fraktlausna auk þess sem vörubílstjóri greip þjóf glóðvolgan í slíkum erindagjörðum í Bústaðahverfi um miðja nótt. Framkvæmdastjóri Fraktlausna sagði fleiri fyrirtæki hafa lent í slíkum þjófnaði og að hann teldi höfuðborgarsvæðið fullt af bílum stútfullum af stolnum bensín- og olíubrúsum. Fréttastofa greindi frá einum slíkum við Miklubraut í maí síðastliðnum. Annar slíkur bíll fullur af brúsum er á bílaplani við Seljakirkju í Reykjavík. Sigurður Már Hannesson sóknarprestur segir bílinn hafa verið þar svo mánuðum skiptir. „Þessi bíll og fleiri hafa verið á planinu hjá okkur lengi vel. Rauninni höfum við verið í allt sumar í sambandi við bæði Reykjavíkurborg, við lögregluna, við heilbrigðiseftirlitið til þess að reyna að fá þessa bíla fjarlægða,“ segir Sigurður sem segir augljóst að slíkur bíll geti valdið mikilli eldhættu á bílastæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa fjórir bílar verið fjarlægðir af planinu undanfarinn mánuð. Áður hefur lögregla hvatt vörubílstjóra til að láta vita verði þeir fyrir þjófnaði á díseolíu og sagt um þjófafaraldur að ræða. Sigurður segir þetta hvimleitt vandamál. „Það gerist oft að plön eins og þessi, bílaplön, að það hrannist upp bílar og verði til þessir „bílakirkjugarðar,“ ef við getum orðað það svoleiðis. Og yfirvöld hafa verið svolítið sein að grípa í taumana og fjarlæga þessa bíla.“ Hann segir líkt og lögreglan að bílarnir hafi einn af öðrum horfið af bílaplaninu en ekki nógu margir. „Og þessi bíll og nokkrir aðrir eru þarna eftir. Við vitum náttúrulega ekkert hvort þetta séu sömu menn, sömu bílar, sama fólk og hafa verið í þessum þjófnaði þarna umrædda en við verðum að bíða átekta hvað þetta varðar.“
Lögreglumál Reykjavík Þjóðkirkjan Olíuþjófnaður Tengdar fréttir Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Óprúttinn þjófur var gripinn glóðvolgur af eiganda vörubíls í nótt í Bústaðahverfi í Reykjavík þar sem hann var í óðaönn við að stela díselolíu af bílnum. Fleiri nýleg dæmi eru um slíkan þjófnað en síðustu helgi var hundruðum lítra af olíu stolið á lóð flutningafyrirtækis. Lögregla segir of snemmt að segja til um hvort málin tengist en þjófnaður sem þessi hafi færst mjög í aukana í sumar. 28. júlí 2025 11:20 Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Nokkur hundruð lítrum af díselolíu var stolið úr flutningabíl fyrirtækisins Fraktlausnir í gærnótt. Framkvæmdastjóri segir fyrirtækið hafa orðið fyrir tjóni upp á nokkrar milljónir vegna þjófahóps sem hafi í gríð og erg stolið olíu af fyrirtækinu. 26. júlí 2025 14:07 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Óprúttinn þjófur var gripinn glóðvolgur af eiganda vörubíls í nótt í Bústaðahverfi í Reykjavík þar sem hann var í óðaönn við að stela díselolíu af bílnum. Fleiri nýleg dæmi eru um slíkan þjófnað en síðustu helgi var hundruðum lítra af olíu stolið á lóð flutningafyrirtækis. Lögregla segir of snemmt að segja til um hvort málin tengist en þjófnaður sem þessi hafi færst mjög í aukana í sumar. 28. júlí 2025 11:20
Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Nokkur hundruð lítrum af díselolíu var stolið úr flutningabíl fyrirtækisins Fraktlausnir í gærnótt. Framkvæmdastjóri segir fyrirtækið hafa orðið fyrir tjóni upp á nokkrar milljónir vegna þjófahóps sem hafi í gríð og erg stolið olíu af fyrirtækinu. 26. júlí 2025 14:07